Klifurveggir eru tilbúnir veggir með gripum fyrir hendur og fætur til að klifra á. Klifurveggir eru gerðir úr krossviðarplötum eða öðru sambærilegu efni. Á plötunum eru göt með skrúfgangi til að festa höldurnar á.
Gott er að byrja á því að æfa sig á klifurvegg áður en farið er út að klifra á klettum.