Stutt sprunga klifruð upp á stall. Þaðan er óljós sprunga vinstra megin við Skrekk Björns klifruð án þess að nota hægri vegginn og sprunguna í Skrekk Björns (þó er gott að tryggja með þeirri sprungu). Eftir það er óljósu sprungunni fylgt upp á topp án þess að stíga út í stallinn til hægri.
⭐⭐ Climbs the obvious deep gíl on the western side of Vesturhamrar left of ‘West World’.
Surprisingly fun chimney climbing up the often wet, black streaked gíl. Finish up the slab on the climbers left on good holds. Protected by small gear in the lower section.
F.f. Robert Askew & Ólafur Páll Jónsson 10/05/2021
UK trad – ~VS 4b Augljós sprunga hægra megin við gilið.
Klöngur upp blautt bergið að upphafi leiðarinnar. Góðar tryggingar. Þarf að hreinsa leiðina aðeinsbetur- svolítið skítug. Fara varlega- mjög laus steinn efst, mun hreinsa í næstu viku vonandi.
F.f. Robert Askew & Ólafur Páll Jónsson (30/04/2021)
Bratti, áberandi stuðullinn milli A16 og A17 klifraður utanverður, án þess að nota næstu stuðla í kring. Áberandi lítið þak neðarlega á stuðlinum (EK) og vandasamt jafnvægisklifur eftir það. Árið 2019 uppgötvuðust efst á þessum stuðli tveir vægast sagt varasamir múrboltar sem voru samstundis fjarlægðir.
Útilokun: Klifrið einskorðast við stuðulinn í efri helming leiðarinnar (12m), þ.e.a.s. ekki skal nota stuðla utan við áberandi lóðréttar sprungur hvor sínu megin við stuðulinn. Engin ákveðin leið er bundin við fyrri hluta leiðarinnar (upp að bratta stuðlinum), jafnvel hægt að byrja bara klifrið af stóru bröttu syllunni og tryggja þaðan.
Janúar 2021, Sigurður Ý. Richter
(Leiðin var klifruð á þokkalega köldum degi í janúar, svo það má vel vera að leiðin reynist mun léttari fyrir aðra þegar sólin er komin hærra á loft. Gráðunni má því gjarnan taka með ákveðnum fyrirvara (sagði einhver soft tía í Stardal?!))
Leiðin hefst á brattri sprungu upp á stallinn. Þaðan er óljósri sprungunni fylgt upp miðjan vegginn upp á topp á skemmtilegum tökum í furðu góðu bergi (m.v. Vesturhamar), en samansaumuð sprungan tekur illa við tryggingum á köflum.
Sigurður Ýmir Richter & Víf Ásdísar Svansbur, 2020
Stutt sprunga klifruð upp á stall. Þaðan er óljós sprunga vinstra megin við Skrekk Björns klifruð án þess að nota hægri vegginn og sprunguna í Skrekk Björns (þó er gott að tryggja með þeirri sprungu). Eftir það er óljósu sprungunni fylgt upp á topp án þess að stíga út í stallinn til hægri.
Vestasta leiðin í Vesturhamri, vinstra megin við West Side Story. Skemmtilegu sprungukerfi fylgt á góðum sprungutökum. Bannað að stíga á stalla vinstra megin.
Leið 17
25m
Byrjunin er í augljósu horni v-vegin við miðju stóru syllunnar. Horninu fylgt og þaðan beint upp á sylluna. Þaðan er spurngu h-megin við lítið þak (EK) fylgt upp.
Leið 16 🙂
30m
Við v-jaðar stóru syllunnar liggur neðri hluti leiðarinnar upp víða sprungu (EK). Af syllu farið upp gróf sem liggur að augljósri sprungu (EK) og henni fylgt.
Leið 14
25m
Byrjun af stórum stalli, til h framhjá slútti (EK), aftur til v að miðju þaksins og þaðan beint upp, að hallandi syllu (vandasamar tryggingar). Þaðan beint upp.
Leið 8
20m
Farið upp á stallinn fyrir neðan A7. Lengst til h er fingrasprunga. Hún er klifin upp að litlu þaki og þar til h er grunn sprunga. Henni fylgt upp á aflíðandi stalla (leið A11) og upp.
Leið 7 🙂
20-25m
Farið upp á stallinn v megin (brölt til h), af stallinum upp rennu að slútandi skorðusteini. Beint yfir hann (EK) eða til v (léttara) og þaðan áfram upp til h.