Orgelpípurnar 5.10a

Leið 3, 5.10a, 90m ***

Fyrsta leiðin sem klifruð var í Fallastakkanöf klifruð fyrst í maí 1985, af Doug Scott og Snævarri Guðmundssyni.

Leiðin er þrjár spannir sem eru 5.10, 5.10 og 5.9. og hafa þessar 5.10ur gjarnan verið nefndar erfiðistu 5.10ur á landsins (einhverjar sögur herma víst að evrópumanninum þykir gráðan nær 5.11c).

Þegar leiðin var klifruð var hún erfiðasta klifurleið á Íslandi, og sumir vilja meina að Orgelpípurnar séu með betri klettaklifurleiðum landsins.

Leiðinni er lýst ítarlega í ársritum ÍSALP frá 1986 og 1988.

Crag Fallastakkanöf
Type trad
First ascent
Markings

7 related routes

Uppsöluregn 5.10d

5.10+

Leið 3

80 m

1. Spönn 5.10+ – Handa- /hnefasprungu fylgt upp á lítinn stall, þaðan er þunnum sprungum fylgt nokkra metra upp á stóra stalla þar sem gott er að gera stans.

2. Spönn 5.10 – brött handa/hnefasprunga klifruð af stóru grónu syllunni nokkra metra upp á syllu undir stórri hvelfingu. Þar er breiðri off-width sprungunni fylgt upp á topp stóra stuðulsins. Einhverjar lausar, stórar flögur eru efst í sprungunni svo í frumferðinni var hliðrað út á fés stuðulsins þar sem sprungan verður yfirhangandi.

3. Spönn 5.10 – Óregluleg sprunga í grunnu horni. Sprungan tekur reglulega við góðum tryggingum, en gæði bergs utan sprungunnar eru takmörkuð og töluvert er um laus tök, sérstaklega efst. Engu að síður glæsileg, brött spönn með vítt til allra átta.

FF – Svana Bjarnason, Sigurður Ý. Richter og Jorg Verhoeven, september 2022

Via Sedna 5.12a

Fer beint upp víða fingrasprungu undir vinstri orgelpípurnar

FF: Ólafur Þór Kristinsson og Caro, júlí 2022

Stefnið 5.10c

Leið 1, 5.10c, 90m ***

Leiðin fylgir sjálfu stefninu á Nöfinni fyrri tvær spannirnar, og fylgir hún að mestu sömu leið og Vinstri Orgelpípur að því undanskyldu að hún liggur beint upp víðu sprunguna í annarri spönn. Mælum með tryggingum í stærri kanntinum (sprungan tekur við vinum upp í BD C4 #6)

1. spönn, 5.8 20m, byrjar við þrjá brotna stuðla yst á nefinu, fer þaðan upp um 6 metra mjög víða sprungu upp á þokkalegan stall. Nokkrar mögulegar útgáfur af þessari spönn eru í boði.
2. spönn, 5.10c 40m, fer upp augljósu, stóru sprunguna framan á stefninu. Lykilkafli leiðarinnar er um 15-20 metra sprungan sem víkkar úr höndum í mjög vítt offwidth, hágæða sprunguklifur. Eftir sprunguna er brölt-hliðrun til hægri yfir í annan stans.
3. spönn, 5.9 30m, sama lokaspönn og í Orgelpípunum tveim, hornsprungu fylgt upp á topp, í nokkuð lausu bergi á köflum, gott að hafa varann á.

FF: Sigurður Ý. Richter og Magnús Ólafur Magnússon, maí 2019

Grjótregn

Stigaklifurleið rétt hægramegin við Hangikjöt.

FF: Guðmundur Helgi Christiansen og Guðmundur Tómasson, 26. ágúst 2001, 90m A2

Hangikjöt 5.12a

Upprunalega stigaklifurleið í Fallastakkanöf en var fríklifruð sumarið 2012.

Skemmtilega frásögn frá frumferð á leiðinni sem stigaklifurleið má finna í ársriti Ísalp frá 2002.

Spönn 1: 5.12? eða A1. Laus fríhangandi stuðull sem ber að varast. Enn bolti í stans ofan á lausa stuðlinum
Spönn 2: 5.11c/d eða A+.  Annar laus stuðull, ekki jafn mikið vandamál og í fyrstu spönn, en samt varasamur.
Spönn 3: 5.10d/11a eða A++.
Spönn 4: 5.10a. eða A++. Stutt og trikkí, smá um laust grjót síðustu 4m

FF: Guðmundur Tómasson & Styrmir Steingrímsson, 10. apríl 2001

FFF: Denis Van Hoek & Marianne Van der Steen, 26. ágúst 2012

Vinstri orgelpípur 5.10c

Leið 2, 5.10c, 90m

Leiðin fylgir Stefninu í Nöfinni, nema í stað þess að klifra stóru sprunguna alla leið, er hliðrað yfir í næstu gróf til hægri og þaðan upp í annan stans. Hentar vel ef mjög stórar tryggingar eru ekki með í för.

In the south of Iceland and to the east of Skaftafell there is, at Borgarhafnarfjall, a 120m basalt crag known as Fallastakkanöf. It is only one hour above the main road and can be seen sticking up like giant organ pipes. The rock is mainly good, it dries quickly and is a good place to visit from the excellent campsite at Skaftafell, should bad weather be passing over the high mountains to the north.

Snaevarr Gudmundsson and I established two routes here, one in 1985 (5c, 5c, 5b) more or less straight up the middle, and the other at Easter 1992 (5c, 6a, 5b). This route starts up the cracks just right of the prominent detached pillars and left of our 1985 route. The third pitch is common to both routes. A usual rack of wires and Friends will suffice, but add an extra large Friend. (Scott 1993)

Skemmtilega frásögn frá frumferð leiðarinnar má finna í ársriti Ísalp frá 2017.

Spönn 1: 5.10 (gráðuð 5c þá)
Spönn 2: 5.10+ (gráðuð 6a þá)
Spönn 3 5.9 (gráðuð 5b þá)

FF: Doug Scott og Snævarr Guðmundsson, páskar 1992

Orgelpípurnar 5.10a

Leið 3, 5.10a, 90m ***

Fyrsta leiðin sem klifruð var í Fallastakkanöf klifruð fyrst í maí 1985, af Doug Scott og Snævarri Guðmundssyni.

Leiðin er þrjár spannir sem eru 5.10, 5.10 og 5.9. og hafa þessar 5.10ur gjarnan verið nefndar erfiðistu 5.10ur á landsins (einhverjar sögur herma víst að evrópumanninum þykir gráðan nær 5.11c).

Þegar leiðin var klifruð var hún erfiðasta klifurleið á Íslandi, og sumir vilja meina að Orgelpípurnar séu með betri klettaklifurleiðum landsins.

Leiðinni er lýst ítarlega í ársritum ÍSALP frá 1986 og 1988.

Comments

  1. Algjör dásemd þessi leið, og frekar óréttlát umfjöllun sem hún fær. 90 metrar af krefjandi en stórskemmtilegu klifri og auðtryggjanleg nær alla leið. Klifrið er frekar óhefðbundið, sérstaklega í fyrri hluta fyrstu spannar en myndi ekki segja að 5.10 (a/b) sé óraunhæf gráða, ekki í samanburði við leiðir t.d. í Stardal og Gerðubergi (Auðvitað er þetta strembið böðl-klifur, en það að kalla þetta allt að 5.11c er rökleysa).

    Lang best að nota vini nær alla leið (og kannski hexur í u.þ.b. c4 #1-#3 stærðum) en þar sem sprungurnar eru frekar einsleitar á köflum myndi ég mæla með að vera með nokkra vini í sömu stærðum. Mæli með eins og einum rakk af #.5 upp í #5, og gott að vera með þrefalt eða fjórfalt af vinum af stærð #.75-#3 (c4). Eitt hnetusett er feykinóg.

    Mæli eindregið með þessari, einhver skemmtilegasta klettaklifurleið landsins í frábæru bergi skotspöl frá þjóðvegi 1.

Leave a Reply

Skip to toolbar