Kuldaboli 5c 5.7

Leið númer 28 á mynd.

Efsta leiðin í gilinu að svo stöddu.

Fylgir sprungu upp fyrri helming þar sem að sprungutök geta nýst vel. Seinni hluti vefar sig upp á mill stalla á toppinn

FF: Kári Brynjarsson og Jónas G. Sigurðsson, 2019

Crag Búahamrar
Sector Kuldaboli
Type sport
First ascent
Markings

6 related routes

Eltu hvítu kanínuna 6b 5.10a

Leið númer 26.

Leiðin byrjar á svipuðum slóðum og Smiðsauga, ferðast þaðan til hægri út að Giljagaur en stefnir svo beint upp. Þegar komið er upp undir 4. bolta og ekki sést í næsta bolta fyrir ofan, þá skal hliðra til vinstri og finnst þá boltinn inni í sprungunni vinstra megin.

Einnig er hægt að klifra áfram upp en þá er hliðrunin til vinstri ekki jafnörugg.

Leiðin heldur síðan áfram upp sprunguna aðeins til vinstri og nýtir einn bolta og akkerið úr Stór í Japan/Smiðsauga.

10 boltar og akkeri með hring. 26+m. 5.9/5.10a

Nafnið kemur frá holu sem klifrað er upp í í miðri leið og er tilvísun í Lísu í Undralandi.

FF: Robert Askew – 2019

Kuldaboli 5c 5.7

Leið númer 28 á mynd.

Efsta leiðin í gilinu að svo stöddu.

Fylgir sprungu upp fyrri helming þar sem að sprungutök geta nýst vel. Seinni hluti vefar sig upp á mill stalla á toppinn

FF: Kári Brynjarsson og Jónas G. Sigurðsson, 2019

Giljagaur 5.7

Leið númer 27 á mynd

Nokkurn vegin bein lína upp á topp, byrjar aðeins hægra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum. Í leiðinni er gamall koparhaus neðarlega og stakur bolti með keðjuhlekk ofarlega í leiðinni.

Leiðin var upprunalega klifruð sem stigaklifurleið um vetur upp úr aldamótum. Sagan segir að áður en að komist var upp á topp var hringt í þann sem var að leiða og hann boðaður í flugeldavinnu. Þá var boltinn handboraður inn og sigið niður.

FF: Árni Stefán Halldorsen og Haukur Már Sveinsson, 2012

Smiðsauga 5c 5.7

Leið númer 25 á mynd.

Byrjar hægra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum og fyrir framan hringlaga gat (augað) í veggnum. Fylgir kverkinni sem turninn myndar alveg upp á turninn og sameinast þar Stór í Japan alveg upp á topp.

FF: Jónas G. Sigurðsson, 2018

Stór í Japan 5c 5.7

Leið númer 24 á mynd

Byrjar vinstra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum. Fylgir hverkinni sem turninn myndar alveg upp á hann og sameinast þar Smiðsauga upp á topp.

FF: Robert A. Askew, 2018

Gerviglingur 5a 5.5

Leið númer 23 á mynd

Leiðin byrjar neðst í gilinu og í smá grasbala. Farið er upp aðeins til vinstri í átt að áberandi turninum sem stendur útúr veggnum en svo er haldið til vinstri eftir mestu erfiðleikana.

FF: Gunnar Ingi Stefánsson, Jónas G. Sigurðsson og Sif Pétursdóttir, 2018

Leave a Reply

Skip to toolbar