Blá Kráin, bíður fleiri uppferða en líklega 5.8-10a. Deilir byrjun með Kötlu sem er líklega það sem gefur gráðuna. Þaðan upp til hægri í dásamlegt layback sem verður aðeins strembnara í toppinn. Akkeri með hring.
Tígris, 5.10d/5.11a Sirka 50m vinstra megin við Leikið á als oddi. Leiðin var upphaflega hugsuð beint eftir boltalínunni en klifruð aðeins meira til vinstri í frumferð. Beint upp (hægra megin við hornið fyrst og svo á horninu) er mun erfiðara. Stuð og fjör og ansi frábrugðin hefðbundnu Hnappó klifri. ATH: varist að fara langt til vinstri í efri hlutanum í flögur og kanta þar, ekki laust en talsvert tómahljóð í því.
FF: Ólafur Þór Kristinsson & Árni Stefán Halldorsen
Blá Kráin, bíður fleiri uppferða en líklega 5.8-10a. Deilir byrjun með Kötlu sem er líklega það sem gefur gráðuna. Þaðan upp til hægri í dásamlegt layback sem verður aðeins strembnara í toppinn. Akkeri með hring.
Skemmtilegur byrjunarprobbi upp í hvíld og svo skemmtilegt klifur upp að áberandi og hressandi krúxi fyrir toppinn. Tveir boltar í toppnum, annar með hring og hinn með feitum maillon (ekki “alvöru” akkeri).
Vinstra megin við Krakatá. Fullt af fínum gripum og ágætis upphitunarleið fyrir svæðið. Ævintýri. Miðjukrúx og svo annað á réttum stað. Gott að tryggjari sé með hjálm þar til hún er búin að klifrast til, gæti verið meira laust grjót í hellisskútanum. Tveir boltar í akkeri, þar af annar með hring (ekki “alvöru” akkeri).
Leið 5
Fullkomin leið fyrir þá sem hafa verið duglegir inni í klifurhúsinu yfir veturinn. Geggjaðar hreyfingar í þakinu. Hér klifra margir sína fyrstu 5.11a