Klaufi

Rauð lína á mynd

Krakka og byrjendaleið á klettinum vinstra megin við endann á grjótgarðinum. Byrja standandi í hliðargripi. Má ekki stíga á grjótgarðinn.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type boulder
First ascent
Markings

61 related routes

Doddi elskar dótaklifur 5.5

Leið nr 0.

Ein rosa góð fyrir Dodda. Áberandi vel tryggð sprunga hliðin á Flórídaskaganum. Mætti hreinsa aðeins betur.

Gyllti dvergurinn 6a 5.9

Hefst á skemmtilegu klifri upp að létt yfirhangandi kafla, skemmtilegt klifur. Smá krúx við þriðja bolta að komast upp á bumbuna en þaðan sameinast hún “Gyllinæðinni” upp í topp.

Ágætis viðbót við svæðið. Hreinsast sjálfsagt aðeins betur með meiri umferð og því ber að fara varlega fyrst um sinn.

Gráðan er einhvers staðar á bilinu A9.5+ (A kerfið er nýtt og stendur fyrir Akranes gráður…)

FF: Þórður Sævarsson

I..am..Groot 7b 5.12a

Blá lína

Liggur í klettabeltinu fyrir ofan aðalsvæðið. Stuttur þriggja bolta búlderprobbi með bínuakkeri. Mjög skemmtilegt klifur, ögn í fangið á litlum köntum, með frábærri krúxhreyfingu í mono. Skot á gráðu 5.12a en alltaf erfitt að gráða svona “búlder í bandi” leiðir.

FF: Þórður Sævarsson, 2021

Kosningasvik 5c 5.7

Rauð leið

Stutt leið, þrír boltar og sigbolti í topp. Byrjar upp á grjóti og því ráðlagt að hafa klippt í fyrsta bolta. Strembin og tæp í byrjun upp að öðrum bolta (ek), litlir kantar og tæpir fætur. Eftir annan bolta er þægilegt klifur upp slabb að akkeri (sigbolti).

FF. Sylvía Þórðardóttir, maí 2022

Kosningaloforð 5c 5.7

Gul leið

Þægilegt klifur á góðum tökum. Því næst þverað ögn til hægri og flötum vegg fylgt upp í topp á litlum köntum (ek), án þess að ramba út í óhreinsaða sprungu vinstra megin. Akkeri með karabínu.

5.6/5.7 ish

FF: Sylvía Þórðardóttir, maí 2022

Sterkur vinstri 6b

Byrja í tákrók og á litlum köntum undir þakinu. Fer beint yfir bumbuna og aðeins til vinstri.

FF. Hjördís Björnsdóttir

Gyllinhret 6a+ 5.9

Linkup leið.

Byrjar í Gyllinæðinni (#7) og endar í Páskahreti (#5a)

Klifrað yfir krúxið í “Gyllinæðinni” og inn í “Páskahret” við fjóða bolta. Fínasta tenging bara.

Páskahret 6a 5.8

Leið 5a, rauð lína

“Páskahret”, hefst á sama stað og “Sætur Álfur” en heldur svo áfram upp feisið vinstra megin við hornið, án þess þó að ramba út í óhreinsaða kverkina og múkkahreiðrin.

FF: Sylvía Þórðardóttir

Thanos lifir 5b 5.6

Hin prýðilegasta leið í styttri kantinum. Hún liggur vinstra megin við stóra hamarinn þar sem flestar leiðir eru, á áberandi feisi og fylgir skemmtilegri sprungu upp á þægilegan stall. Þar tekur við smá krúx og þaðan klipping í toppakkeri (sigbolti).

Whip, whip

Merkt með rauðum hringjum á mynd.

Krakka og byrjendaleið. Hliðrun sem endar á stalli hægra megin.

Klettur

Fjólublá lína á mynd.

Krakka og byrjendaleið. Byrja standandi hægra megin og upp á topp.

Meistarinn

Græn lína á mynd.

Krakka og byrjendaleið. Byrja standandi í sprungu og toppa.

Drullan

Blá lína á mynd

Krakka og byrjendaleið. Byrjar í undirtaki og krimper.

Klaufi

Rauð lína á mynd

Krakka og byrjendaleið á klettinum vinstra megin við endann á grjótgarðinum. Byrja standandi í hliðargripi. Má ekki stíga á grjótgarðinn.

Óðríkur

Rauð lína á mynd

Létt og lítil krakka og byrjendaleið

Strumpaleiðin

Græn lína á mynd

Krakka og byrjendaleið á stórum tökum upp á klettinn

Köngulóin

Blá lína á mynd

Létt á stórum tökum og á slabbi. Fín byrjenda og krakkaleið en svolítið há.

Tígullinn 5b

Blá lína á mynd

Byrjar á litlum stalli hægra megin.

Sleipur 5a

Græn leið á mynd.

Þægileg tök upp að miðju. Þá verður hún meira slabb. Hægt að toppa þar. Má ekki stíga vinstra megin.

Svarta leiðin 5b

Fjólublá lína á mynd.

Skemmtilegt slabb á áberandi svörtum kletti. Stíga hátt, smá tæp.

Gloria Borger 6b

Græn lína á mynd.

Fer meira bara beint upp úr undirgripinu og toppar í hellinum.

Gripið í mosann 5c+

Blá leið. Krúttlegt lítið dænó. Byrjar í tveimur litlum köntum, háir fætur og svo búmm! beint á hornið. Búið að skafa þann mosa af toppinum sem þarf.

5c/6a:

The Jesus Christ Pose 7a+

Græn lína á mynd

Skagaslátrarinn 7b

Fjólublá lína á mynd

Skólastjórinn 6a

Blá lína á mynd

Berjadalsá 5b

Rauð lína á mynd

Skátamót 5b 5.6

Leið númer 10 á mynd

Byrjar á brölti upp slabb og þar tekur við stutt yfirhang þar sem farið er vinstra megin við stóran stall. Þegar upp á stallinn er komið tekur við klifur á litlum köntum og sprungum upp í topp. Deilir akkeri með Vírbursta nr. 3, allavega fyrst um sinn. Hreinsun tók nokkurn tíma þar sem mikið var um mosa og drullu, laust grjót og flögur. Klifrara eru því beðnir um að fara varlega í fyrstu atrennu, klifra mjúklega og nota hjálm.

Mulningur 5a 5.5

Leið númer 9 á mynd

Leið sem byrjar hægra megin við hrygginn og fer upp losaralegasta hluta hamarsins. Fer upp á þægilegum tökum í byrjun en verður síðan þynnri fyrir miðju. Þegar yfir miðjuna er komið tekur við brölt upp í akkeri (tveir sigboltar). Leiðin ber nafn með rentu þar sem heilu blokkirnar voru hreinsaðar úr leiðinni og mikið var um laus tök. Algjör hjálmaskylda í þessari leið og farið rólega í hana til að byrja með.

Hnefi 6b

Byrjar á sama stað og Naglinn. Hliðrar til vinstri út fyrir horn og svo upp miðjan steininn.

Aurora 6a

Start low to the right at The Fist boulder. Long reach to the left into two nice crimpers and end in Naglinn. 6A.

Has a small extension that starts further to the left and then follows the same route, 6C.

Bremsufarið 7a 5.11b

Merkt blá. Byrjar undir áberandi bumbu. Leiðin byrjar á skemmtilegum búlder sem fer beint yfir bumbuna upp að litlu þaki (ek) og þar upp á tæpt en skemmtilegt slabb þar sem reynir á jafnvægið. Þannig er “direct” útgáfan hugsuð. Það er hægt að “svindla” þegar maður kemur upp á slabbið og taka út fyrir kantinn til vinstri inn í Bakþanka en hver vill vera svindlari. Sameinast Bakþönkum upp á fyrsta áberandi þægilega stallinum.

 

Sólarmegin 6b+ 5.10c

Rétt handan hornsins þar sem Vírbursti nr. 3 er.

FF: Þórður Sævarsson, apríl 2017

Vírbursti nr. 3 5b 5.6

Leið númer 8 á mynd

FF: Þórður Sævarsson

Flórídaskaginn 5b 5.6

Leið númer 3 á mynd.

Fyrsta hreyfingin er afar erfið fyrir stutta en langir geta teygt sig beint í gott grip. 5.8 fyrir stutta, aðeins léttari fyrir langa.

FF: Þórður Sævarsson, maí 2017

Bakþankar – afbrygði 5b 5.6

Leið númer 4 á mynd.

Sama byrjun og dótaleiðin Bakþankar en greinist í sundur rétt fyrir miðju.

FF: Þórður Sævarsson, maí 2017.

Vopnahlé 5.7

Leið nr 2.

Ekki óvitlaust að vera frekar statískur og blíður í hreyfingum þar sem tvö megingripin í og undir þakinu eru greinilega ekki hluti af klettinum.
Fleygur var skilinn eftir í tortryggðari kaflanum í byrjun.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Bakþankar 5.6

Leið nr 1.

Leiðin fylgir greinilegri sprungu upp miðjan vegginn, og er ýmist í eða vinstra megin við sprunguna.
Ágætis byrjun og dálítið í fangið með góðum tryggingum. Léttist ofar, en eftir því sem ofar dregur verður klifrið líka lausara, illtyggjanlegra og almennt bara leiðinlegt.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Sætur álfur 5a 5.5

Leið númer 6

6. Sætur álfur (5.5) Léttari útgáfa af Ljóta álfinum, en hentar ekki öllum sem byrjendaleið (alla vega ekki í leiðslu). Sæti álfurinn liggur upp hornið vinstra megin á stórum tökum upp á ögn tæpt slabb og sameinast Ljóta álfinum við þriðja bolta.
Leiðirnar voru hreinsaðar eftir bestu getu en nálgist þær af skynsemi til að byrja með og notið hjálm.

FF: Þórður Sævarsson

Skírarinn 6a+ 5.9

Leið númer 4

4. Skírarinn (5.8-9?) var boltuð á Skírdag og liggur beint upp breiða sprungu í byrjun á þægilegum tökum en þverar ögn til vinstri undir áberandi stóra flögu í miðri leið (ekki fara mikið í flöguna). Erfitt klifur yfir slabb á tæpum fótum og köntum, ekki fara út fyrir slabbið á vinstri hlið. Sameinast leið 5 þegar komið er yfir slabbið. Létt og skemmtileg eftir það. Leiðina má sjálfsagt gera erfiðari með því að fara beint upp slabbið í byrjun og sleppa sprungunni.

FF: Þórður Sævarsson

Lýsisperlan 6a+ 5.9

Leið númer 1

Lýsisperlan (5.8-9?), liggur alveg upp hornið og sameinast leið 2 um miðja leið. Lyktar áberadi af Múkka spýju. Byrjar á brölti upp á stall, létt klifur. Vel í fangið eftir það og tæpt klifur á litlum köntum og flögum en breytist fljótt í stór og þægileg tök. Flott leið, ekki ósvipuð nágrannanum hægra megin, Hreiðrinu.

FF: Þórður Sævarsson

Ljótur álfur 6a+ 5.9

Leið númer 7.

Leiðin er gömul og var boltuð af félögum úr Björgunarfélagi Akraness. Leiðin byrjar á slabbi og upp í góða hvíld undir litlu þaki. Áfram yfir þakið á litlum köntum og jafnvægishreyfingum. Endar á þægilegum tökum upp í topp. Sagan segir að leiðin hafi einhvern tíman gengið undir nafninu Gyllinæð. Eins og margar leiðir er þessi léttari ef hún er farin meira til vinstri á stærri tökum og þásniðið framhjá þakinu, þá varla meira en 5.7-5.8.

Írskir dagar 5a 5.5

Leið númer 5.

Þægileg leið upp smá stall. Krúxið er að vippa sér upp á slabbið en þar stendur maður mjög vel í góðri brekku. Eftir slabbið er létt klifur beint upp eftir boltalínunni. Var boruð og boltuð á Írskum dögum.

Varðmenn spýjunnar 5a 5.5

Leið númer 3

Mjög góð byrjendaleið. Dregur nafn sitt af varðmönnum í Fýlslíki sem spúa eldi og brennistein á alla sem komast upp í miðja leið. Ekki freistast langt út úr leið. Leiðin byrjar í skemmtilegu yfirhangi á góðum juggurum. Við tekur slabb (framhjá hreiðrunum) sem lýkur á góðum stalli. Eftir það er þægilegt klifur upp í topp. Þéttboltuð (10 boltar) og hentar vel í fyrstu leiðslu.

Hreiðrið 6b+ 5.10b

Leið númer 2.

Byrjar á brölti upp stall, takið varlega í grjótið. Leiðin hefst fyrir alvöru á sléttum vegg á litlum köntum og tæpum fótum. Powerhreyfing í geðveikt undirtak og svo eru nokkrar tæpar hreyfingar til viðbótar upp að litlu þaki og yfir það. Eftir það er smá slabb, kantar og fótavinna.

Ef leiðin er klifruð á hefðbundin hátt og allt í faðmfjarlægð frá boltalínunni er notað þá fær leiðin 5.10b.

Hreiðrið er líka með svokallaða eliminate útgáfu. Ef aðeins eru notuð tök á feisinu, ekki út fyrir hornin til vinstri eða hægri (áberandi góð tök), þá fær leiðin gráðuna 5.10d.

9 boltar

Fyrst leidd af Þórði Sævarssyni sem boltaði ásamt Sigurði Tómasi Þórissyni.

Bekkurinn 5c

Byrja sitjandi, upp á bekkinn og klára upp í topp.

Braut rassgatið 6b

Byrja sitjandi, fyrir hornið og upp í topp.

Flip flops 5c

Beint upp og toppa. Svipað og Sandalar 5b+, endar á sömu slóðum.

Flörg 6b

Rauð lína á mynd.

Byrja standandi með tvö skítagrip, löng færsla (fyrir alla undir 1.70cm) og upp á gripinn.

Garðar 6a

Byrja standandi og toppa

Lúlli laukur 5a

Græn lína á mynd.

Lítið annað en upphitun. Er rétt við ána.

Moses 6a+

Rauð lína á mynd

Traversa sem endar á þægilegum “palli” og svo toppa. Er í sama skoti og “Ógeðisleiðin”.

Naglinn 6a+

Hnefi

Byrjar í góðum gripum neðarlega á steininum (byrja sitjandi). Kraftmikil hreyfing í juggara og svo toppa. Hægt að leysa fyrstu hreyfinguna með því byrja á þvi að taka tákrók upp í juggarann.

Ógeðisleiðin 6b

Gul lína á mynd

Fullt af mosa og ógeði, sértaklega á toppnum. Pínu slabb. Kannski 6a þegar búið er að hreynsa mosa.

Sandalar 5b

Gul lína á mynd

Fer aðeins upp og hliðrar svo til hægri. Endar í top-out. Fer svolítið hátt upp.

Sundlaugin 5c

Rauð lína hægra megin

Byrjar í stóru undirtaki og endar í top-out. Byrjar sitjandi, slóperar.

Tólið 6b+

Rauð lína á mynd

Byrjar í sprungu og þverar til hægri en svo upp á hann miðjan.

Toppmosi 6a

Blá lína á mynd

Standandi byrjun, upp með horninu, upp í topp

Upp í hellinn 5c

Byrja standandi í undirgripi, vinstra megin upp að hellinum.

Ævintýradalurinn 6b

Gul lína á mynd

Byrjar í mono holu og gaston kannt. Hægt er að enda leiðina í stórum juggara sem er þokkalega ofarlega eða fara í top-out en þá þarf að klifra yfir slatta af mosa.

Á meðan hrossin horfa 6a

Rauð lína á mynd.

Sitjandi byrjun, upp kverkina, hliðra til vinstri.

Á meðan hrossin flýja 6a

Græn leið á mynd.

Byrja sitjandi, beint upp.

Leave a Reply

Skip to toolbar