Fer upp stutta gróf undir lítið yfirhang, klifrað til hægri og upp með strembinni egg. Leiðin er töluvert auðveldari ef hliðrað er út til vinstri, framhjá yfirhanginu.
Eina yfirhangandi leiðin í Austurhamri. Leiðin liggur upp miðjan hamarinn efst í gilinu milli hamranna tveggja í Austurhamri (beint fyrir aftan Einhyrninginn). Leiðin fer upp undir litla yfirhangið, og þaðan beint upp það á góðum tökum.
Flestir minni steinarnir hafa verið losaðir, en best er að hafa varann á þar sem eitthvað er um stórar blokkir sem virðast ekki sérlega traustvekjandi.
Sigurður Ýmir Richter & Magnús Ólafur Magnússon, 2020
Leið 13 🙂 🙂
17m
Byrjað undir smáþaki, farið til v út á sléttan vegg (EK), beint upp að næsta þaki og yfir það (EK). Auðveldara afbrigði er til v, framhjá seinna þakinu.
Leið 8 🙂 🙂
18m
Fyrsta leiðin sem var farin í Stardal. Klassísk byrjendaleið. Farið beint af augum upp sprunguna að flögunni, með henni h megin og upp.
Leið 6 🙂 🙂
16m
V megin við stóran stein, sem lokar botni sprungunnar og upp v sprunguna þar fyrir ofan. Ca. 5.5 ef farið h megin við steininn og upp h sprunguna.