Giljagaur 5.7
Leið númer 27 á mynd
Nokkurn vegin bein lína upp á topp, byrjar aðeins hægra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum. Í leiðinni er gamall koparhaus neðarlega og stakur bolti með keðjuhlekk ofarlega í leiðinni.
Leiðin var upprunalega klifruð sem stigaklifurleið um vetur upp úr aldamótum. Sagan segir að áður en að komist var upp á topp var hringt í þann sem var að leiða og hann boðaður í flugeldavinnu. Þá var boltinn handboraður inn og sigið niður.
FF: Árni Stefán Halldorsen og Haukur Már Sveinsson, 2012
Crag | Búahamrar |
Sector | Kuldaboli |
Type | trad |
First ascent | |
Markings |