Eltu hvítu kanínuna 6b 5.10a
Leið númer 26.
Leiðin byrjar á svipuðum slóðum og Smiðsauga, ferðast þaðan til hægri út að Giljagaur en stefnir svo beint upp. Þegar komið er upp undir 4. bolta og ekki sést í næsta bolta fyrir ofan, þá skal hliðra til vinstri og finnst þá boltinn inni í sprungunni vinstra megin.
Einnig er hægt að klifra áfram upp en þá er hliðrunin til vinstri ekki jafnörugg.
Leiðin heldur síðan áfram upp sprunguna aðeins til vinstri og nýtir einn bolta og akkerið úr Stór í Japan/Smiðsauga.
10 boltar og akkeri með hring. 26+m. 5.9/5.10a
Nafnið kemur frá holu sem klifrað er upp í í miðri leið og er tilvísun í Lísu í Undralandi.
FF: Robert Askew – 2019
Crag | Búahamrar |
Sector | Kuldaboli |
Type | sport |
First ascent | |
Markings |
Hliðrunin er við 5. bolta. Skemmtileg leið.