Djöflaeyjan 5.10d
Leið nr 5 ***
E2 6a, 50 m
Ekki láta blekkjast, þakið er alveg jafn langt og það virðist vera. Stórskemmtilegar, íþróttamannslegar hreyfingar á milli tröllafesta. Leiðin byrjar á hægra slabbinu (erfiðara) eða inni í grófinni (blautt og slímugt). Eftir það er nokkrum vel völdum tryggingum komið fyrir undir þakinu og síðan lagt af stað í pumpandi kampusþakið. Góðar tryggingar í og eftir þakið. Eftir þakið er um 15 metrar af mun auðveldara klifri upp á stóra syllu. Af syllunni er hægt að síga af stóru grjóti, eða klifra örstutta aukaspönn upp á topp (6 m 5.5).
FF Sigurður Ý. Richter, 2023
Crag | Norðurfjörður |
Sector | Dægradvalar svæði |
Type | trad |
First ascent | |
Markings |