389 related routes

Gleðigangan 5.8

Leið A á mynd

Trad

Það er ankeri fyrir ofan klettin, annars er hægt að nota ankerið í Gangandi Gínu

FA – Sölvi Geir Björnsson & Knútur Garðarsson 10.08.24

Gangandi gína 5c 5.9

Leið B á mynd

Leiðin gæti verið með auðveldari gráðu ef það er farið framhjá þakinu.

5.9/5.10a

Bolt – Sölvi Geir Björnsson & Ísabella Ingadóttir 09.08.24

confit 5.10b

Hægra megin við rauðu mylluna og sameinast við fjórða bolta. Byrjar á jafnvægi og endar með kraft. Blá lína á mynd.

ff: Alex

Svartar fjaðrir 5.10c

5.10c R (E3 5c), 25 m

Áberandi leið sem fylgir augljósum hryggnum upp hæsta hamarinn á austanverðu salthöfðanefi. Stöðugt klifur, ögn yfirhangandi í toppinn á stórskemmtilegum festum og, þó örlítið sé á milli trygginga í seinni hálfleik, eru tryggingarnar óaðfinnanlegur og ekkert nema tómið til að lemjast utan í í mögulegu falli. Góðir akkerissteinar eru yfir leiðinni og lítið mál að ganga uppfyrir. 

FF: Sigurður Arnoldsen Richter, 2024

Skurðgoðið með skarð í eyra 5.10c

E3 5c

Stutt leið milli tóftarinnar og fred. Fáar tryggingar, notast var við stakan krók í fyrri hluta í frumferð. Og sama og þegið, boltar eru pent afþakkaðir, notið bara búlderdýnur🫶 

FF: Sigurður Arnoldsen Richter, 2024

Í bláum skugga 5.10a

HVS 5b

Augljósa sprungan milli draumalandsins og Limbó klifruð upp að drjólanum og þar hliðrað út til hægri, og fyrir hornið yfir draumalandinu. Endar í sama akkeri og draumalandið. Hægt er að framlengja leiðina og klifra auðtryggða sprunguna upp á topp, en þá endar klifrarinn í nokkurn veginn sama krúxi og Limbó, og getur þ.a.l. gert ráð fyrir gráðu af svipuðu kaliberi.

Sigurður Arnoldsen Richter 2024

Gleðibankinn 6a 5.10a

Hægra megin við Smala. Stuttur probbi í áhugaverðu bergi áður en haldið er áfram upp hraunað berg þar sem juggarar leynast á hverju strái.

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Guðfaðirinn 5.7

Létt og auðtryggjanleg sprunga, nú þéttboltuð. Góð byrjendaleið og svæðið býður upp á meira. Hentar vel til að æfa dótaklifurleiðslu.

Hún er á sama stuðli og óklárað Project nr13.

Upp sandbrekkurnar ofan við Toy Story svæðið.

FF: Árni Stefán Halldorsen

Nón 5a 5.5

Grænn

5.5

Smá hreyfing til að komast af jörðinni og svo mjög þægileg. Smá löng hreyfing í endan ef maður vill grípa alveg í efstu brún. Mjög þétt boltuð enda líklega ein léttasta leiðin á Völlunum og mun vonandi henta börnu og byrjendum vel. 5 boltar og akkeri með tveimur bínum. Frumfarin í gúmmístígvélum.

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Tígris 6c 5.11a

Tígris, 5.10d/5.11a
Sirka 50m vinstra megin við Leikið á als oddi. Leiðin var upphaflega hugsuð beint eftir boltalínunni en klifruð aðeins meira til vinstri í frumferð. Beint upp (hægra megin við hornið fyrst og svo á horninu) er mun erfiðara. Stuð og fjör og ansi frábrugðin hefðbundnu Hnappó klifri.
ATH: varist að fara langt til vinstri í efri hlutanum í flögur og kanta þar, ekki laust en talsvert tómahljóð í því.


FF: Ólafur Þór Kristinsson & Árni Stefán Halldorsen

Sleepy hollow 5.10a

Trad, rauð mjó lína

“5.8 í gamla kerfinu eða létt 5.10 í nýjum pening”

Tortryggt í byrjun.

FF: Rory Harrison, sumar 2023

Hyllingar 6b 5.10c

Vinstra megin við Sláturhúsið.

5.10c, 9 boltar.

FF: Rory Harrison, sumar 2023

Ljósaskipti

Græn

5.5 9m

Fjórir boltar og akkeri með karabínu. Nokkuð jafnt klifur, aflíðandi byrjun með köntum og verður svo brattara eftir syllu en þá nær maður að stemma í horninu og fín grip beggja megin. Vel klifranleg en reikna með að síga aftur í hana við tækifæri og hreinsa aðeins meira.

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2021

Dögun 5a 5.5

Rauð

Á bilinu 5.4 til 5.8.
Þægileg en aðeins brött í toppinn. 3 boltar og akkeri með bínu. Frumfarin í gúmmístígvélum

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Aftann 4a 5.3

Gula línan
Aftann, á bilinu 5.2-5.5
Þægilegir stallar í byrjun og verður svo aðeins brattari í lokin.

Hentar mjög vel fyrir fyrstu leiðslu en gæti þurft að passa að z-klippa ekki 😀 (sem sagt stutt milli bolta).

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Kráin 6a 5.9

Blá
Kráin, bíður fleiri uppferða en líklega 5.8-10a. Deilir byrjun með Kötlu sem er líklega það sem gefur gráðuna. Þaðan upp til hægri í dásamlegt layback sem verður aðeins strembnara í toppinn. Akkeri með hring.

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Katla 6c+ 5.11b

Græn

Skemmtilegur byrjunarprobbi upp í hvíld og svo skemmtilegt klifur upp að áberandi og hressandi krúxi fyrir toppinn. Tveir boltar í toppnum, annar með hring og hinn með feitum maillon (ekki “alvöru” akkeri).

5.11b

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Krafla 5c

Fjólublá – Krafla,

Vinstra megin við Krakatá. Fullt af fínum gripum og ágætis upphitunarleið fyrir svæðið. Ævintýri. Miðjukrúx og svo annað á réttum stað. Gott að tryggjari sé með hjálm þar til hún er búin að klifrast til, gæti verið meira laust grjót í hellisskútanum. Tveir boltar í akkeri, þar af annar með hring (ekki “alvöru” akkeri).

5.8/9

FF: Árni Stefán Halldorsen, ágúst 2023

Regnbogans stræti 5.10c

Leið 8,5 (E3 5c) ***(*)

Leiðin fylgir austurhrygg Loddudrangs upp á topp. Magnað klifur upp langa leið á einstökum festum. Langt á milli trygginga á einum kafla, annars sprengjuheldar tryggingar með reglulegu millibili.

FF Sigurður Ý. Richter 2023

No bolts in Paradise 5.12d

Leið 7,5

The obvious cracksystem to the left of Arnarhreiðrið. Ground up first ascent in two days and pinkpoint in the end. Checken out and cleaned the lower Part on the Day before and left the gear in because i expected to need a lot more time . Tried it the next Day and got lucky. Doesn’ t really makes a different tough because you only place gear while resting anyways. Two boulders with a good rest in the middle. Difficulty does really Dependance on height and wingspan. Topout has been cleanen alot after the ascent . Gear: Green c3, yellow slider,black totem, 2x blue totem, yellow totem, 3x purple totem, Green totem, 2x Orange totem, dmm offset nut Nr 10

Stíf leið upp suðurhlíð drangsins, með augljósum erfiðasta kafla fyrir miðju, mjög tæknileg, en tryggingar góðar alla leið. Gráða óstaðfest, en líklega í efri hluta 5.12.

Upprunalega bleikpunktuð (e. pinkpoint) þar sem einhverjar tryggingar voru enn í fyrri hluta leiðar eftir fyrri tilraun.

FF Felux Bub, 2023

Norðausturleiðin 5.6

HS *

Sem stendur auðveldasta klifraða leiðin upp á Loddudrang. Í neðri hluta fylgir leiðin augljósri, auðtryggðri sprungu austan megin á norðurhlið Loddudrangs, upp á litla syllu. Ath, ekki fylgja sprunginni eftir sylluna upp á slabbið, þar sem sprungan hverfur eftir 2-3 metra. Þess í stað er hliðrað upp á steininn hægra meginn. Af steininum er klifrað upp á slabbið vinstar megin við strompinn.  Slabbið er auðvelt, en mjög gróið, og fáar tryggingar eftir strompinn. Skemmtilegt klifur, en engu að síðar vandasamt í toppinn. 

Tveir möguleikar til að síga niður:

  1. Þegar komið er upp á topp, er línuenda kastað niður af hinni hlið drangsins. Tryggjari klippir sig í þann enda línunnar, og er þar með akkeri. Klifrari sígur niður hinu megin, sömu leið og var klifrað upp. Eftir sigið er auðvelt að draga línuna niður af drangnum.
  2. Klifrarin slengir stórum akkerisspotta um topp loddudrangs (a.m.k. 10 metra spotti). Annar klifrari er tryggður upp  og hreinsar leiðina. Eftir klifrið sígur annar klifrarinn niður úr akkerinu. Þegar sá klifrari er kominn niður klippir sá hinn sami sig í enda línunnar, og þar með getur hinn klifrarinn sigið niður á hinni hlið drangsins.

FF Sigurður Ý. Richter, 2023

Fræga rjúpan 5.8

Leið 18,5 (HVS 5a)

Nefnd eftir rjúpunni sem var svo ólánssöm að verða í vegi frumfarenda á akstrinum á leið til Hnappavalla kvöldið áður.

Augljós fingrasprunga klifruð upp á syllu. Þaðan er vandræðalegur strompur klifraður vinstra megin (vandasamar tryggingar) upp undir lítið þak. Undan þakinu er klifrað til hægri upp víða grófina upp á topp. Leiðin var upprunalega klifruð upp á topp, en hægt er að síga úr öðru hvoru akkerinu í leiðunum í kring.

FF Sigurður Ý. Richter & Ólafur Ragnar Helgason, 2023

Sveitin milli sanda 6a+ 5.9

Leið 1A

Nefnd eftir samnefndri heimildarmynd sem kynnir helstu staðhætti í Öræfasveit, líkt og Ingólfshöfða svo eitthvað sé nefnt. Myndin gefur fallega sýn af náttúru og mannlífi í Öræfasveit um miðja síðustu öld.

https://www.islandpaafilm.dk/is/node/55987

Þetta eru bláber, Snakkó 5.7

(Rauða línan)

Fyrir síðsumars klifrara er aldrei að vita nema leynist nesti í efri hluta leiðarinnar.

FF – Sigurður Ý. Richter 2022

Straujárnið 5.9

(Rauða línan)

Stutt afbrigði af Vöfflujárninu þar sem hliðrað er í miðri leið yfir í hægri sprunguna.

Barbí 5.1 5.3

Leið 12

8 m

(ekki hægt að skrá leiðir undir 5.3 á klifur.is?)

Herra Kartöfluhaus 5.2 5.3

Leið 10

8 m

(ekki hægt að skrá leiðir undir 5.3 á klifur.is?)

Viddi 5.10c

5.10+

Leið 9

12 m

Tæpt klifur, en auðtryggt ef réttu sprungunni er fylgt upp. Gamalt boltað akkeri í toppinn.

FF – Sigurður Ý. Richter 2022

Bóthildur 5.8

Leið 8

12 m

Gamall óþekktur bolti í miðri leið, ekki notaður í frumferð og má gjarnan fjarlægja ef engum þykir vænt um gripinn (auðtryggður kafli). Best að nota akkerið í leið 7 til að síga niður leið. Einnig er hægt að klifra beint upp í efri hluta og nota gamalt akkeri þar, en þa er leiðin ögn léttari.

FF – Sigurður Ý. Richter 2022

Slinkur 5.3

Leið 7

12 m

Þægilegt slabb upp að dyragættinni í toppinn. Mjóslegnir einstaklingar geta troðið sér þar í gegn, við hin neyðumst bara til að klifra utan á dyrakarminum. Gamalt boltað akkeri í toppinn (ofan á vinstri stuðli).

Bósi 5.7

Leið 6

12 m

Líklega skemmtilegasta leiðin í klettinum, sprunguhamingja. Gamalt boltað akkeri í toppinn.

FF – Sigurður Ý. Richter

Rex 5.9

5.9+

Leið 5

10 m

Kraftmikil og auðtryggð í fyrri hluta, allt önnur stemmning í efri hluta. Gamalt boltað akkeri í toppinn.

FF – Sigurður Ý. Richter 2022

Hvísli 5.2 5.3

Leið 3

6 m

(ekki hægt að skrá leiðir undir 5.3 á klifur.is?)

Liðþjálfi 5.1 5.3

Leið 2

6 m

(ekki hægt að skrá leiðir undir 5.3 á klifur.is?)

Hammi 5.1 5.3

Leið 1

6 m

(ekki hægt að skrá leiðir undir 5.3 á klifur.is?)

Myrkraverk 7a 5.11b

Myrkraverk 5.11a/b

Grjótglíma í bandi.

Vinstra megin við Þríeykið.

Klippa þarf í tvistinn í bolta 3 svolítið blint, en gott klipp ef tvisturinn er kominn í. Aðeins stífari en Kabarett og Þríeykið.

FF: Árni Stefán Halldorsen, ágúst 2022

Fondú 6a+ 5.9

Hægri leiðin, græn á mynd

Jafnt og skemmtilegt klifur. Akkeri með hring sem þarf að þræða.

FF: Árni Stefán Halldorsen, ágúst 2022

Bastilla 6a 5.8

Vinstri leiðin, rauð á mynd

Strembin byrjun sem léttist aðeins áður en kraftmiklar hreyfingar taka við til að komast fram hjá þakinu.

Byrjar á svipuðum slóðum og grjótglímuþrautin Lúmski veiðimaðurinn.

FF: Árni Stefán Halldorsen, ágúst 2022

Í glímu við Tímon 5c 5.7

Hægra megin við- og deilir akkeri með slæm byrjun.

Skemmtileg glíma utaná horni, upp undir þak og sameinast Slæm byrjun í efsta bolta.

FF: Vikar Hlynur Þórisson, ágúst 2022

Ekki er öll vitleysan eins 5.10d

Hægra megin við Democles camping fridge

FF: Ólafur Þór Kristinsson, sumar 2021

¡Hola! 5.10b

Leið upp hornið rétt vinstra megin við Hola í höggi/Hnappavallaholan

Best er að tryggja leiðina á micro vinum

5.10b, 8m

FF: Ólafur Þór Kristinsson, ágúst 2022

Amanita 5.10a

Leið framan á stuðlinum sem er alveg aðskilinn veggnum

Tæpar tryggingar og forðast skal að detta í krúxinu.

5.10 R/X

FF: Rory Harrison, ágúst 2022

Horn of plenty 5.9

Leið á stuðlinum sem er alveg fráskilinn frá veggnum. Leiðin liggur upp hægri hlið stuðulsins, ekki inni í sprungunni. Einhverjar líkur eru á að þetta sé sama leið og Strútur en talið er að Strútur liggi upp sprunguna sjálfa.

5.9R

FF: Rory Harrison, ágúst 2022

Gulltoppa 5.9

Leið á milli Stefnisins og Kuml í Vatnsbóli.

FF: Rory Harrison, ágúst 2022

Kaupmaðurinn á horninu 6b 5.10a

Góður stígandi og fjölbreytt grip upp að lykilkafla. Leiðin var boltuð og klifruð um verslunarmannahelgina sem gaf innblástur fyrir nafnið.

Leiðin er rétt hægra megin við Smala.Leiðin fer rétt rúmlega hálfa leið upp vegginn og mér fanst ekki ástæða til að teygja hana alla leið, það eru aðrar línur við hliðina á þar sem það væri lógískara.

Það er stór flaga ofan við akkerið sem tókst ekki að hagga. Það mætti eflaust koma henni niður með tjakk og stælum ef þurfa þykir.

FF: Árni Stefán Halldorsen, júlí 2022

Skuggaleikir 6c 5.10d

Hressandi yfirhang á góðum gripum.

Í stóra hellinum milli Risaeðlunnar og Hellisbúans.

5.10c/d

FF: Árni Stefán Halldorsen, júlí 2022

Salamandran 6a+ 5.9

Vinstra megin við Risaeðluna og deilir sama akkeri. Vandasamt layback í byrjun en léttist ofar.

FF: Árni Stefán Halldorsen, júlí 2022

Tussubjúga 5.10a

Leið upp vegginn hægra megin við Risaeðluna (#15)

Notast við mjög grunnt settar hnetur og notar sama akkeri og Risaeðlan og Salamandran.

5.10

FF: Tom King, ca 2015

Blóðberg 6c 5.10d

Leið vinstramegin við Vatnsbera.

5.10c/d/11a?

Búlder í bandi. Byrjar með kraftmiklum hreyfingum í miklu yfirhangi og endar svo á nokkrum stífum kantahreyfingum. Byrjunin minnir meira á ljósari kletta í sólríkari löndum.

FF: Árni Stefán Halldorsen, júlí 2022

Vatnsberi 6b 5.10a

Ágætis stígandi upp að mjög hressandi krúxi en léttist svo í toppinn.

Gráðan er ekki alveg viss, þar sem ein hreyfing er áberandi erfiðari en rest.

Var hreinsuð töluvert en mælum samt með að tryggjari sé með hjálm svona fyrst um sinn. Það gæti alveg molnað eitthvað smá meira úr henni. Boltarnir eru samt í skothelt berg.

Nafnið vísar í áberandi svarta vatnsrönd niður vegginn og mýrarblettinn undir henni. Ein steinhella er neðan við leiðina svo maður nái að skipta í klifurskóna án leikfimiæfinga.

5.9/5.10a.

FF: Árni Stefán Halldorsen

Hnappar 6b+ 5.10b

Leið í Hádegishamri vinstra megin við Smala. Nokkuð jafnt klifur og tvær fínar hvíldir, klassískt Hnappó krúx í miðju en alveg hreyfingar fyrir og eftir það.

Þegar maður klippir í akkerið (sem er alveg á brúninni) blasa Hnapparnir báðir, amk þegar skyggni leyfir.

Gæti verið að hún fái einn auka bolta á slabbið eftir fyrra þakið, álit varðandi það væri vel þegið.

15m, 5.10b

FF: Árni Stefán Halldorsen, apríl 2022

Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka 6a 5.8

5.7/5.8

FF: Jón Viðar Sigurðsson & Stefán Steinar Smárason. október 2021

Strandblak 6b 5.10a

Kláruð, 10 árum eftir að fyrsu boltar fóru inn.

FF: Valdimar Björnsson

Teiti 6a+ 5.9

Leið hægra megin við Veislu. Leiðirnar eru rétt vinstra megin við Hrók alls fagnaðar.

5.9/10a

FF: Árni Stefán Halldorsen

Atómstöðin 5.12b

5.12b (E5 6c) ?

34 m 

Rauð/hvít lína (gul lína er Poseidon)

Þrjátíuogfjórir auðtryggjanlegir metrar sem bjóða upp á flesta klifurstíla sem hugurinn girnist. Hentar eflaust vel fyrir þau sem staðið hafa sína plikt í úthaldsæfingum yfir veturinn.

Ath. taka þarf gráðunni með miklum fyrirvara, þar sem EK er fingrasprunga og veltur mjög á fingrasverleika. Þessi gráða er því sett á leiðina með það í huga að hún var klifruð af tækniheftum pylsufingrahlunki. Öllum heiðarlegum gráðutillögum er því að sjálfsögðu tekið fagnandi.

Leiðin byrjar á mjórri sprungu (sem þó tekur við góðum tryggingum) á neðsta slabbinu og fer þaðan upp bratta augljósa sprunguna í yfirhangandi kverk á miðjum veggnum. Eftir hana, í stað þess að klifra upp á stóru grassylluna er hliðrað 2 m til hægri í næstu sprungu og henni fylgt upp á topp. 

Á bungu vinstra megin fyrir ofan brúnina yfir Poseidon er gamalt vinnuakkeri úr þeirri leið, og er mjög hentugt að nota það sem toppakkeri í Atómstöðinni, en þá er hægt að strengja línuna ofan í kverk sem leiðir línuna beint yfir toppinn á leiðinni. 

Og að sjálfsögðu, að vanda, enga bolta takk.

2021, Sigurður Ý. Richter

Veisla 5a 5.5

Vistra megin vin Hrókinn og Lax. Juggaraveisla, alveg instant klassík. Akkeri með hring og 5 boltar.

FF: Árni Stefán Halldorsen & Íris Pedersen Ragnarsdóttir – ágúst 2021

Öræfarósin 5b 5.6

Vinstra megin við Góða byrjun. Smá jafnvægi í byrjun og fer svo út á kantinn v megin. Akkeri með hring og 4 boltar.

FF: Árni Stefán Halldorsen & Íris Pedersen Ragnarsdóttir – ágúst 2021

Spútnik 5.10a

Leið 1a

8 m

Auðtryggjanleg grjótglímuþraut á grjótglímuþraut ofan. Gott er að hafa varann á í stökkinu svo maður endi ekki á sporbraut jarðar.

Svo getur verið gaman að má aðeins línuna milli grjótglímu og dótaklifurs og byrja sitjandi í Juggarahliðruninni (V1).

2021, Sigurður Ý. Richter

Kepler 7b+ 5.12c

Leið númer 1a.

5.12c/d

Rétt vinstra megin við Plútó, fer undir smá boga og svo beint upp vegginn með hornið úr Plútó á hægri hönd

FF: Birgir Berg Birgisson, júlí 2021
Boltuð af Benjamin Mokry.

Sælir eru einfaldir 5.11a

Blá lína.

Stutt, tæknileg sprunga á horninu vinstra megin við Óráðsíu. Tekur við góðum míkróhnetum og litlum vinum. Aðal erfiðleikarnir eru í fyrri hluta (kannski 5.10 fyrir stutta?), seinni hluti er meira upp á punt en býður samt upp á ævintýralegt ~5.8 klifur upp á topp. Gráða ekki stafest.

Enga bolta, takk! (nema akkeri, ef áhugi er fyrir því má mín vegna endilega setja upp sigakkeri)

Sigurður Ý. Richter, 2020

Hola í höggi 4c 5.4

Vinstri byrjun á Hnappavallarholunni. Leiðirnar sameinast í þriðja bolta.

Skýjaborg 8b 5.13d

5.13d/5.14a. Óstaðfest gráða.

Byrjar í Kúreka norðursins og fer upp í akkeri á Burstabæ (s.s. línan sem fer til vinstri)

Boltuð af Mathieu og Valda

Krókur kapteinn 8a+ 5.13c

Gamalt project frá ca. 2010-2012. Það væri hægt að fara vinstra megin við boltalínuna en þá er vel hægt að stíga í kverkina. Ef leiðin er klifruð þannig er hún ekki nema ca. 5.10. Mér fannst skrítið að klifra þetta þannig og reyndi því að komast út á hornið. Mér fannst líklegt að leiðin hafði verið boltuð með það í huga. Ég endaði á að finna flottar hreyfingar úr á hornið við annan bolta. Geggjaður átta hreyfinga probbi: puttaholur, tákrókur, hælkrókur og dass af köntum! Set inn beta-myndband hér á síðuna. Strákarnir fá þakkir fyrir að finna þessa geggjuðu línu!

Hnappavallaholan 5b 5.6

Leið 2a.

Leið upp sama slabb og leiðin “Þar sem grámosinn glóir”. Leiðin er nokkuð snúin í fyrri hluta með litlum fótfestum eða smurningum. Léttist eftir því sem ofar dregur og endar við skemtilega holu eða gat í gegnum klettinn.

FF: Benjamin Mokry, Leó Benjaminsson og Heimir Steinn Svansson, júlí 2020

Poseidon 7b+ 5.12b

Klifrið byrjar með skemmtilegum ævintýrakafla sem endar á góðri hvíld undir bungunni. Krúxið er að koma sér yfir fyrri bunguna í leiðinni. Síðan er önnur hvíld undir seinni bungunni. Þar tekur við úthaldskafli sem endar rétt fyrir neðan akkeri.

Leiðin er staðsett vinstra megin við Burstabær.

Boltuð af Eyþóri.

Kindakofinn 7b+ 5.12b

Gamalt project sem Árni Gunnar byrjaði að bolta. Byrjar á skemmtilegum boulderprobba sem er í senn krúxið í leiðinni. Síðan er klifrað yfir lítið yfirhang og eftir því er seinna krúxið sem er þó töluvert léttara.

Óstaðfest gráða.

Sportleiðin 5.10c

Leið 19.2

18m

Skemmtileg dótaleið sem býður upp á líklega áhugaverðustu og bestu tryggingu Hnappavalla. Leiðin byrjar á grjótglímuþraut vinstra megin við músastigann (hefst á augljósum mónó í tveggja metra hæð og fer beint upp hornið). Þaðan er brölt upp í skútann og klifrað út stóru sprunguna hægra megin. Ekki klifra upp á barðið og inn í hellinn (mikið af drullu og lausu grjóti!). Í stað þess er klifrað á góðum tökum út á hornið til vinstri og þaðan er yfirhangandi hryggnum fylgt beint upp á topp án þess að hliðra út til hægri á barðið eða til vinstri í strompinn.

Sigurður Ýmir Richter, 2020

Kuml 5.9

Leið 19.1

18m

Augljós kverk sem býður upp á marga mismunandi klifurstíla og fullt af góðum tökum.

Sigurður Ý. Richter & Sindri Ingólfsson, 2020

Kosmós 5b 5.6

Leið númer 2 á mynd

Leið sem er vinstra megin við Hvíta hnoðrann.

FF: Jón Viðar Sigurðsson, 1. júní 2020

Töfraflautan 5b 5.6

Leið númer 7

Stutt og góð leið í léttari kantinum. Leiðin er inni á milli leiða í “gamla” hluta Hádegishamars.

5.6, 9m

FF: Jón Viðar Sigurðsson, sumar 2018.

Drykkjuhrútar þurfa hirði 5.8

12m

Leið upp sunnanverðan Drang í Skjóli (stakur klettur 100m vestan við Nýheima). Skemmtilegri fingrasprungu undir þaki fylgt upp á grassylluna, þar tekur við brött handasprunga (vinstri sprungan) upp á topp. Þægilegast er að strengja línuna yfir til að síga niður aftur, þó nóg er í boði af grjóti á toppnum til að slengja spotta um.

Sigurður Ý. Richter, 2019

Lukku Láki 5.6

Leið 3, 15m

Skemmtileg sprunga í horni upp á syllu, brölt í grófinni þar upp undir tréð þar sem tekur við skemmtileg söðulshreyfing til vinstri, endar í sama akkeri og leið 1 og 2. Hægt að fylgja sprungukerfi til hægri en þá þarf að setja upp akkeri þar.

Sigurður Ý. Richter og Ólafur Þór Kristinsson, 2019

Plastic Surgery 7c 5.12d

Leið númer 15 á mynd.

Mathieu Ceron, sumar 2017

Black crack 8a 5.13b

Leið númer 12 á mynd

Er staðsett á milli Gimlukletts og Salthöfða.

Mathieu Ceron, sumar 2017

Steliþjófur 6a+ 5.9

Leið númer 5 á mynd

Leiðin ver upprunalega klifruð sem dótaleið á meðan að boltunin var í vinnslu. Hún fékk nafnið Barad-dûr og gráðuna 5.10c og var víst frekar illtryggjanleg sem dótaleið.

Kjartan Jónsson, sumar 2017

Mr. Hyde 7a 5.11b

Leið númer 1 á mynd

Hyde byrjar á svolítið snúinni byrjun. Engin grip snúa rétt. Örugglega hægt að vinna í þessari byrjun til að gera hana smooth. Eftir fyrri helmin kemur no-hands rest sem er aðeins of gott. Svo kemur nettur boulder probbi sem endar í notalegum juggara. Besta reward í heimi. Leiðin er í sömu skál og Í skjóli nærur og Valdarán.

Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson, sumar 2017

Dr. Jekyll 6b+ 5.10c

Leið númer 2 á mynd

Leiðin er í sömu skál og Í skjóli nætur og Valdarán

Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson, sumar 2017

Pýþagoras 8a 5.13b

Leið númer 3 á mynd

5.13a/b

Mathieu Ceron, sumar 2017

Rokkstjarnan 5a 5.5

Leið númer 1 á mynd.

Er staðsett í Þorgeirsrétt -austur, rétt hinum megin við hornið frá Þar sem grámosinn glóir.

Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson, sumar 2017

Bleyta og blása 6a

Leið 3 á mynd

Byrjar sitjandi í ágætum könntum. Fyrsta hreyfingin erfiðust.

Animal Babies 6c

Leið 6. Byrjar í þakinu í tveimur góðum gripum. Fer upp til hægri og endar með kraftmikilli hreyfinu í góðan kannt.

Burstabær 8b 5.13d

Leið númer 11

Enn ein viðbótin í hæðsta svæði Hnappavalla og vonandi eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið.

Leiðin er með tvö akkeri. Ef klifrað er upp að neðra akkerinu telst leiðin vera 5.11d. Fyrri hlutinn er lóðréttur og eltir sprungur og holur upp sléttan vegg. Ofar breytist hún og verður meira eins og langur boulderprobbi með krúxið á lokakaflanum. Holur kantar og slóperar. Þrjár stjörnur.

FF: Valdimar Björnsson, 2016

Lundinn 8a+ 5.13c

Leið númer 1 á mynd

Leið var  búin að vera óklárað verkefni í mörg ár. Leiðin er boltuð og nefnd af Valdimari Björnssyni. Ein af erfiðari leiðum á Hnappavöllum.

FF:  GÉRÔME POUVREAU, 2016

Valdarán 7b+ 5.12c

Leið númer 2.

Byrjar nú á sama stað og leið 1, Í skjóli nætur. Fylgir sömu boltalínunni en bregður út af henni nálægt toppnum, klifrar línuna til vinstri efst í leiðinni gegnum þakið og endar svo á sama stað og leið 1.

FF: Valdimar Björnsson, 2012

Í skjóli nætur 6c+ 5.11a

Leið númer 1

Byrjar inni í skálinni á lógískum stað, eltir fallega og beina boltalínu alveg upp á topp og endar á oddinum. Fullt hús stiga!

FF: Valdimar Björnsson, 2012

Hrókur alls fagnaðar 6a+ 5.9

Fyrsta leiðin eftir að gengið hefur verið yfir ánna. Er stök á fyrsta áberandi veggnum, andspænis Góð byrjun

FF: Jónas G. Sigurðsson, 2014

Fred Flintstone 7b+ 5.12b

Leið númer 7 á mynd

Byrjar rétt hægra megin við Flæ gæ og endar í sama akkeri. Stíft grjótglímu krúx og svo kósí upp á topp, klassísk Hnappavalla leið

FF: Eyþór Konráðsson og Valdimar Björnsson, 2015

Smali 6b+ 5.10b

Lengra til hægri en Hellisbúinn og Steinbúinn, um það bil 50m eða svo við fallegan og mjög rifflaðan vegg. Langar kröftugar hreyfingar.

FF: Árni Stefán Haldorsen, 2016

Fuþark 6a+ 5.9

Mynd 5A á mynd, boltuð sumarið 2015.

Deilir byrjun með Símonsleið en fylgir síðan vinstri sprungunni upp frá syllunni í miðjunni. Hefur upp á mjög fjölbreytt klifur að bjóða sem mynnir síst á sprunguklifur.

Fuþark hnias er nafnið á klassískasta rúnastafrófinu sem notast var við. Leiðin fékk nafn sitt þar sem að hún varð til við það að skoða gamalt project eftir Árna Gunnar en endaði síðan á að fara aðra línu til að halda erfiðleikanum samfelldari. Einnig má sjá hinar ýmsu rúnir út úr veggnum með fjörugu ýmyndunarafli.

Sykurpúði 5a+

Byrjar í góða gripinu sem er snemma í tjaldstæðishliðruninni, bláa línan Leiðin er skýrð eftir skrýmsli í frægrin teiknimynd.

Fyrst farin af Kolbrúnu Vikarsdóttur

Fæddur fyrir frelsið 7c 5.12d

Leið númer 1

Leiðin er vinstra megin við Óráðsíu.

Jósef Sigurðsson, 2013

 

Sæng mín er svöl 7c+ 5.13a

Leið 5

Leiðin er uppi í hlíð á leiðinni út á Salthöfðanef, eftir að maður gengur fram hjá Gimluklett. Leiðin er með áberandi sléttum vegg ofarlega með stórum juggara um það bil á miðjum veggnum.

Valdimar Björnsson, 2014

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Karlinn í tunglinu 6c+ 5.11a

Leið 10

31m

Leiðin er hreinsuð og boltuð að hluta sama dag og fyrsti tunglfarinn, Neil Armstrong lést.

Nokkuð um þunn og gróf tök, hvers meters virðin engu að síður

Jónas Grétar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Kúreki norðursins 7b 5.12a

Leið 9

32m

Hæsta leiðin á Hnappavöllum. Fjórtán boltar. Verkefni sem Kristín Martha byrjaði á að skoða og gaf Jonna svo leyfi til að klára. Langt og þétt krúx, talsvert í fangið eftir að Kúreki norðursins greinist frá Karlinum í tunglinu.

Jónas Grétar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Strumpaland 4b 5.3

Leið 8

Strumpaland   5.3   8m

Barna- og byrjendavæn leið efst í dalverpinu vestanvert í Salthöfða þar sem gönguleið liggur yfir höfðann. Sérstakt berg með stórum tökum.

Sigrún Björk Stefánsdóttir, 2011

Stefán S. Smárason boltaði.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sveitaland 7b 5.12a

Leið 7
17m
Hér er krúxið á hárréttum stað! Frábær.

Stefán S. Smárason, 2002

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Jaxlamannafélagið 7b+ 5.12c

Leið 6
15m
Yfirhangandi pumpuleið upp horn og allnokkuð í fangið. Alvöru leið gerð af jöxlum.

Stefán S. Smárason og Hjalti Rafn Guðmundsson, 2002

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Endajaxlafélagið 6c+ 5.11a

Leið 5
15m
Létt yfirhangandi á risastórum tökum sem eru þó losaraleg.

Hrappur Magnússon, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Þar sem tæpt er tæpast 7c 5.12d

Leið 4
14m
Leið sem Hjalti Rafn byrjaði að vinna. Er með nokkur brothætt tök. Klifrið varlega.

Valdimar Björnsson, 2009

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Laupur 7b+ 5.12c

Leið 3
18m
Byrjar í bröttu, strembnu og tæknilegu klifri undir þak og upp á brattan vegg.

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2002

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Skinkuhornið 6c+ 5.11a

Leið 2
15m
Liggur upp hornið hægra megin á sama stöpli og Nýheimar og endar í sama akkeri. Ekki láta freistast af grænu syllunni.

Stefán S. Smárason, 2002

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Nýheimar 6b 5.10a

Leið 1
15m
Mjög góð leið.

Stefán S. Smárason, 2002

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Nálapúði Satans 5.10a

Leið 7

9m

Sársaukafull hnefasprunga.

Stefán S. Smárason, 1996

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hin formlegu 7b 5.12a

Leið 6

15m

Óskemmtileg sprunga sem leiðir upp í lykilhreyfingu dauðans sem er brjáluð teygja. Langar dæmigerðar Hnappavallahreyfingar. Vonbrigði.

Hjalti Rafn Guðmundsson og Kristín Martha Hákonardóttir, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Damocles camping-fridge 5.11a

Leið 10

Marianne van der Steen og Denis van Hoek, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Óráðsía 6b 5.10a

Leið 3

15m

Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Manuela Magnúsdóttir og Jósef Sigurðsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Blautir bastarðar 5.9

Leið 2

13m

Stefán S. Smárason og Björn Baldursson, 1989

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Fantasía 7c+ 5.13a

Leið 1

14m

Erfiðustu hreyfingarnar eru í 6-8 m hæð þar sem sýna þarf miklar jafnvægiskúnstir.

Björn Baldursson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Stigull 6b+ 5.10b

Leið 22

Fyrir krúxið tekur maður hreyfingu þar sem að hendin á manni myndar eins konar stigul á veggin. Veistu ekki hvað stigull er?  Áhugasamir geta skráð sig í nám á verk- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, það gerir galdra 😉
Jónas Grétar Sigurðsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Baunagrasið 5c 5.7

Leið 21
15m
Byrjað er á því að vippa sér upp á frístandandi steininn. Þaðan er hliðrað aðeins til hægri út á vegginn og síðan beint upp. Hægra megin við leiðina er gríðarstór laus flaga. Passa þarf að villast ekki þangað út og gæta þarf að því að tryggjari og aðrir standi ekki undir flögunni.

Jón Viðar Sigurðson og Stefán S. Smárason, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Þyrnirós 6a+ 5.9

Leið 21 – vinstri (ekki númeruð á mynd)
15m
Daginn sem leiðin var boltuð bárust fréttir um að mannanafnanefnd hefði samþykkt nafnið Þyrnirós. Lögleg leið með löglegt nafn. Það er löglegt að stíga með hægri fæti út á frístandandi bjargið í upphafi leiðar. Gætið að því að villast ekki of langt til hægri í miðri leið. Þar er losaralegt berg.

Jón Viðar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Músastiginn 5b 5.6

Leið 20
18m
Löng og skemmtileg byrjendaleið. Upphaf leiðarinnar er dálítið snúið. Hliðrað til hægri og síðan beint upp á góðum tökum. Þú þarft 9 tvista í nesti.

Björn Baldursson og Stefán S. Smárason, 1996

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Stefnið 6a+ 5.9

Leið 19
18m
Strembin grjótglímubyrjun sem ekki er í samræmi við framhaldið.

Símon Halldórsson og og Örvar A. Þorgeirsson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Gaflarinn 5b 5.6

Leið 18
16m
Símon Halldórsson og og Örvar A. Þorgeirsson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Með augun full af ryki og nefið af skít 6b+ 5.10b

Leið 12

12m

Byrjað er á að klöngrast upp á stallinn hægra megin við Myrkrahöfðingjann.  Hreinsunin hefur ekki verið ýkja ánægjuleg eins og nafnið gefur til kynna.

Kristín Martha Hákonardóttir, 2009

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Myrkrahöfðinginn 6c+ 5.11a

Leið 12

17m

Vandaðu þig. Annars áttu á hættu að lenda í gini myrkrahöfðingjans!

Stefán S. Smárason, 2006

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Pabbi, kúkur! 6b+ 5.10c

Leið 11

Pabbi, kúkur!  5.10b/c  19m

Er í skemmtilegu bergi mitt á milli Saltstönguls og Myrkrahöfðingja. Pabbinn var rúmlega hálfnaður í fyrstu leiðslu þegar hann fær viðkomandi skilaboð afkvæmis út um bílglugga. Restin var klifruð með hraði.

Stefán Steinar Smárason, 2008

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Saltstöngull 6b 5.10a

Leið 10

19m

Sérstök leið suður undir Salthöfðanefi að austanverðu. Nokkuð um ávöl tök, einkum í byrjun. Smá krúx í lokin. Langir tvistar eru æskilegir.

Stefán S. Smárason, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Vetrarbrautin 6b 5.10a

Leið 9

18m

Vetrarbrautin skartaði sínu fegursta á Hnappavöllum kvöldið áður en leiðin var klifruð enda nýtt tungl. Svo var eiginlega kominn vetur enda 10. okt. (10.10.10).

Jón Viðar Sigurðsson, 2010

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Muy bien mujer 6a+ 5.9

Leið 8

11m

Skemmtileg leið og ólík flestum leiðum á Hnappavöllum. Tökin minna á kalksteinsklifur.

Kristín Martha Hákonardóttir og Hjalti Rafn Guðmundsson, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Rotator cuff 6c 5.10b

Leið 7

11m

Frábær leið með mjög góðum hrynjanda

Kristín Martha Hákonardóttir og Hjalti Rafn Guðmundsson, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Kúkur kúkur kúkur 7a 5.11b

Leið 6

12m

Hjalti Rafn Guðmundsson og Kristín Martha Hákonardóttir, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Flassi Rassi 6b+ 5.10c

Leið 5

18m

Þrjú ólík krúx. Akkerið er á slæmum stað og er jafnvel betra að nota akkerið í leið 4.

Stefán S. Smárason, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Tantra 6b+ 5.10b

Leið 4

Tantra   5.10b   17m

Lóðrétt og fylgir áberandi sprungu í byrjun. Jöfn og góð leið með smá krúxi í lokin.

Ólafur Ragnar Helgason, 2006

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Ég tvista til að gleyma 6c+ 5.11a

Leið 3

Ég tvista til að gleyma   5.11c   11m

Leiðin liggur beint upp létt yfirhangandi vegg og lýkur með fagnaðarlátum. Ekki gleyma tvistunum!

Hjalti Rafn Guðmundsson og Kristín Martha Hákonardóttir, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hó hæ hó og rommflaska með 7b 5.12a

Leið 2

10m

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2009

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Fimmtán menn á dauðs manns kistu 7a 5.11b

Leið 1

10m

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2009

Hér skiptir máli hversu stór klifrarinn er og sömuleiðis hversu lengi er staðið á góðum festum á meðan þuklað er eftir næsta góða taki. Þessi lýsing á einnig við um hina sjóræningjaleiðina, Hó hæ hó og rommflaska með. Báðar leiðirnar notast við sama akkeri þegar þetta er ritað en til stendur að setja upp nýtt akkeri fyrir Fimmtán menn.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Únglíngar 5.9

Leið 17
16m
Jón Haukur Steingrímsson, 2001

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Gamlíngjar 5.10a

Leið 16
16m
Jón Haukur Steingrímsson, 2001

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Ópus 8b 5.13d

Leið 15
16m
Lengsta „grjótglímuleið” á Hnappavöllum. Fimm stjörnur. Valdimar Björnsson og Kristján Þór Björnsson klifruðu leiðina árið 2008. Sjá myndir á bls. 17 og 53.

Björn Baldursson, 1996

Leiðin byrjar á 18:41 í Barophobia

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sírenur 6b+ 5.10c

Leið 14
17m
Sprunga, hægra megin við stóra þakið. Er nú boltuð, bryjað var að bolta hana fyrir nokkrum árum en var ekki klárað. Nú hefur þessu verki verið lokið og eru menn sammála um að hér sé hin frábærasta leið á ferð.

Árni Gunnar Reynisson og Björn Baldursson, 1995

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Draumaland direct 8a+ 5.13c

Leið 13B
10m
Hér er leiðin klifruð án þess að nota hliðarkanta þaksins. Heitir Draumaland “original” í leiðarvísi.

Valdimar Björnsson, 2008

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Draumaland 7c+ 5.13a

Leið 13
10m
Í þessu afbrigði er notast við tök á hliðarköntum þaksins en þannig var leiðin ekki hugsuð upphaflega þegar Björn Baldursson byrjaði að vinna í henni. Æðisleg leið. Grjótglímugráða 6c+ væri kannski betri flokkun á leiðinni.

Elmar Orri Gunnarsson, 2007

Draumaland byrjar í videoi á 2:40

Alt beta hjá Dodda í seinni myndbandi.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Limbó 7b+ 5.12c

Leið 12
19m
Skemmtileg leið með frábærri byrjun. Var fyrst gráðuð 5.12d þar til „leynitak” fannst. Gott að vera stór þegar kemur að þakinu. Nefnd eftir ákveðnum hreyfingum í leiðinni.

Þórarinn Pálsson, 1997

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Leyndardómur slátrarans 6c 5.10d

Leið 11
19m
Ævintýraleg leið. Mjög fjölbreytt.

Stefán S. Smárason, 1995

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Svart regn 5.10c

Leið 10
19m
Fyrst farin 6. ágúst og minnir okkur á voðaverk seinni heimstyrjaldarinnar.

Stefán S. Smárason, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

 

Staupasteinn 7c 5.12d

Leið 9
19m
Stefán Steinar byrjaði að bolta leiðina en Valdimar og Kristján unnu áfram í henni og kláruðu. Kúl grjótglímuþraut í byrjun og síðan skemmtilegt klifur.

Valdimar Björnsson og Kristján Þór Björnsson, 2009

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Gimlugjá 7a 5.11b

Leið 7

Póleruð, lítið um grip

Valdimar Björnsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.

Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Ekki skal fara í fótabað í sokkunum 6c+ 5.11a

Leið 6

Póleruð, lítið um grip

Valdimar Björnsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Fenjaskrímslið 7c 5.12d

Leið 10

20 m

Þetta er leiðin lengst t.h. í Gimlukletti. Róbert Halldórsson  og Sigurður Tómas Þórisson byrjuðu að vinna í leiðinni en Valdimar kláraði hana. Frábær leið sem krefst hæfileika á mörgum sviðum.

Valdimar Björnsson, 2009

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Lokbrá 5.8

Leið 11
Eitthvað torkennileg í lokin og fyrsta klifraranum brá.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Addis Ababa 7c+ 5.13a

Leið 8

18 m

Ískápa probbi, tæp klipp

Devis Boulton, 2010

Hjalti Rafn Guðmundsson boltaði og nefndi leiðina.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Zurgur 4c 5.4

Leið 9
Létt leið og lítið um fönk og snúninga, þess virði fyrir byrjendur að tékka á

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sundlaugarpartý 7b 5.12a

Leið 7 – 5.12a – 26m

Var fyrst klifruð sem dótaleið í tveimur spönnum af Birni Baldurssyni og Stefáni S. Smárasyni 1996. Þeir gáfu leiðinni nafnið Fenjasprungan.

Í leiðinni eru tvö krux. Eitt kemur snemma í leiðinni þar sem maður þarf bara að treysta á gripin. Það seinna er meira pumpu krux, ekki svo erfitt ef maður klifrar það ferskur. Eftir það kemur góð hvíld. Er kannski 5.11d fyrir risa. Fyrirtaksleið!

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2007

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Arnarhreiðrið 5.10d

Leið 8
Dótaleið í suðurhlið Loddudrangs. Tortryggð og erfið efst. Mikill gróður í toppinn og erfitt að tryggja sig niður. Einna helst að strengja línu yfir klettinn. Varasöm

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Metrosexual 7c 5.12d

Leið 6

28m

Glæsileg lína upp einn hæsta vegg Gimlukletts.

Stefán S. Smárason og Valdimar Björnsson, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Zeus er ekki til 8a 5.13b

Leið 5

30m

Ein af lengstu leiðunum á Hnappavöllum, 29,95m af stuði alla leið.

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2006

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

From Brussel with love 7b+ 5.12c

Leið 4

26m

Skrýtin boltuð sprunga.

Valdimar Björnsson og Hrappur Magnússon, 2007

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sláturkeppurinn 7a 5.11b

Leið 15
Krimp og gleði

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Djásn 7c+ 5.13a

Leið 3

25 m

Leið sem var búin að vera í vinnslu í nokkur ár. Hún var biðarinnar fyllilega virði, alger djásn! Nokkuð flókin byrjun.

Björn Baldursson, 2009

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Mokka 8a+ 5.13c

Leið 2

Leiðin er boltuð og nefnd af Hjalta Rafni Guðmundssyni. Sumarið 2016 klifruðu Valdimar Björnsson og Kristján Þór Björnsson leiðina eftir að hún hafði verið óklifruð í fjöldamörg ár.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hláturhúsið 7b+ 5.12b

Leið 14
Boulder í bandi, juggarinn er vinur þinn.

Rafn Emilsson og Hjalti Rafn Guðmundsson, 2000

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Nevada Bob 6c 5.10d

Leið 12
Eftir hreinsun minnti kletturinn á greenið á golfbraut.

Stefán S. Smárason, 2001

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Lækjarhorn 6b 5.10a

Leið 13
Vinstra megin við lindarvatnið sem sprettur undan klettinum. Bragðið á vatninu. Það er það besta á Hnappavöllum.

Stefán S. Smárason, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Óðagot 6c 5.10d

Leið 35

13m

No comment.

Róbert Halldórsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Fýlupúki 5.7

Leið 1
Dótaleið, fáfarin

Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Leikið á als oddi 7b 5.12a

Leið 2
Frábær leið, sennilega besta 5.12a á Íslandi og þó víðar væri leitað. Eitthvað sem allir klifrarar ættu að kíkja á og prófa.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Gullkorn 6c 5.10d

Leið 8
17m
Páll Sveinsson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Símonsleið 6b 5.10a

Leið 7
20m
Símon Halldórsson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Eilífðardansinn 6c 5.10d

Leið 6
19m
Árni Gunnar Reynisson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Barátta eilífðirinnar 6c 5.10d

Leið 5
19m
Snævarr Guðmundsson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Bændaglíma 7b 5.12a

Leið 4
18m
Glæsileg leið með erfiðu krúxi. Hér reynir mikið á úthaldið. Tæknileg. Dæmigerð 5.12a leið fyrir Hnappavelli. Sjá myndir á bls. 43 og 55.

Björn Baldursson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Leikið á als oddi -afbrigði 7b+ 5.12b

Leið 3
Bætir talsvert góðum kafla við nú þegar frábæra leið, klárlega eitthvað sem er þess virði að kíkja á.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sláturhúsið 8a 5.13b

Leið 3
18m
Björn Baldursson, 1995 Fyrsta 5.13b leiðin á Hnappavöllum.

Leið byrjar 3:43 Full send 5:34

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Uxi 6c+ 5.11a

Leið 2
19m
Nafnið er til minningar um einhverja stór­kostlegustu „e” útihátíð sögunnar sem haldin var sumarið 1995.

Björn Baldursson og Stefán S. Smárason, 1995

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Svampur Sveinsson 5b 5.6

Leið 1
9m
Valdimar Björnsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Öræfabúgí 7b 5.12a

Leið 34

13m

Góð leið. Byrjar á aflmiklu streði en síðan taka jafnvægiskúnstirnar við.

Snævarr Guðmundsson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Bannað að bolta 5.10a

Leið 4
Jájá

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Norpað í nepjunni 7a 5.11c

Leið 5
Rétt í þann mund sem þú telur þig hafa sigrað heiminn er fótunum kippt undan þér. Fyrirtak.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Miklagljúfur 6c+ 5.11a

Leið 6
Mikið jafnvægi í byrjun, orðin mjög vinsæl.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Bergmál 7b 5.12a

Leið 7
Góð leið en mörgum þykir sillan draga leiðin draga leiðina niður.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Svalirnar 6a+ 5.9

Leið 8
Ankaraleg hreyfing upp á svalirnar, sem leiðin dregur nafn sitt af, skapar sniðuga stemmingu.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Skítaleiðin 6b+ 5.10b

Leið 9
Talsvert um mosa í henni. Mjög fín leið þó hún sé fáfarin. Á skilið hærri gráðu.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hráki 7a 5.11b

Leið 10
Tæp as fuck, mjög ánægjulegt að sigra probbann samt.

Hún ætti hugsanlega skilið hærri gráðu samt.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Fjaðrafok 5.10a

Leið 11
Trad

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hornatangó 6a+ 5.9

Leið 33

13m

Fyrirtaksleið. Snúið að klöngrast upp á steininn í byrjun. Hliðrað til hægri eftir slabinu en síðan bratt klifur á litlum tökum á kafla. Var upphaflega aðeins með tvo bolta.

Björn Baldursson og Stefán S. Smárason, 1991

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Fjósið 7a+ 5.11d

Leið 6
13m
Stutt og tæknileg leið.

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2001

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Ölkelduháls 6c 5.10d

Leið 5
12m
Stutt og tæknileg leið.

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2001

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Bagdad Café 7a+ 5.11d

Leið 4
10m
Frábær leið sem varð enn betri eftir að síðasti boltinn var færður til og auðveldaði þannig línunni að renna til.

Björn Baldursson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Kokteill 6c 5.10d

Leið 3
11m
Fjölbreytt leið eins og nafnið gefur til kynna.

Árni Gunnar Reynisson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Plútó 7b+ 5.12c

Leið 2
12m
Erfið byrjun, eiginlega grjótglímuprobbi.

Elmar Orri Gunnarsson, 2007

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Léttölshryggur 7b+ 5.12c

Leið 1
11m
Stutt og strembin leið sem byrjar á syllu ofan við skemmtilega grjótglímu. Leiðin flokkast nánast sem tryggjanleg grjótglíma.

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2000

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Offwidth 5.5

Leið 32

13m

Ekki týnast í sprungunni!

Snævarr Guðmundsson og Páll Sveinsson, 1989

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Þríeykið 6b+ 5.10b

Leið 8
Boulder í bandi. Rosalega skemmtilega leið, ekki henda ykkur í juggarann fyrir ofan akkerið, hann er ekki juggari…

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Vígtönnin 7a 5.11b

Leið 9
Meira boulder í bandi, veit ekki alveg með gráðuna…

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Danska sprungan 5.7

Leið 10
Einhver bauni og Jón Geirsson

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Grillið 6c+ 5.11a

Leið 31

13m

Skemmtileg og skrítin leið sem byrjar á sprungu og liggur svo upp hornið.

Rafn Emilsson, 2000

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Vöfflujárnið 5.10a

Leið 30

14m

Sársaukafull spennitakaleið upp beina sprungu. Ein af manndóms dótaleiðunum.

Stefán S. Smárason, Björn Baldursson og Snævarr Guðmundsson, 1991

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sirkus 7b+ 5.12c

Leið 29

14m

Flóknar og erfiðar hreyfingar í upphafi leiðar.

Snævarr Guðmundsson, 1991

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Tívolí 7b+ 5.12b

Leið 28

14m

Ein vinsælasta 5.12.b leiðin á Hnappavöllum.  Hér er gott að vera langur í byrjun og stuttur í krúxinu.

Árni Gunnar Reynisson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Skúmaskot 5.6

Leið 27

kúmaskot   5.6   12m

Björn Baldursson og Stefán S. Smárason, 1991

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hamskipti 7b+ 5.12c

Leið 26

12m

Nokkuð um tæp grip með hæl- og tákrókum. Léttist eftir miðja leið. Æskilegt að tryggjandi sé uppi á syllunni.

Hrappur Magnússon, 2003

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Rauða myllan 6b 5.10a

Leið 7
Erfitt að finna tökin á leiðinni upp en svo er erfitt að missa af þeim ef maður horfir niður. Grípið varlega í flöguna nálægt toppnum .

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Strútur 5.7

Leið 8
Dótaleið. Ekki sýnd á mynd.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Góð byrjun 5a 5.5

Leið 6
8m
Sutt létt leið á fínum köntum.

Björn Baldursson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Lax 5.6

Leið 7
Dótaleið. Ekki sýnd á mynd.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Litli svarti Sambó 5a 5.5

Leið 5
9m
Enn ein tilraunin til að gera létta leið á Hnappavöllum.

Elmar Orri Gunnarsson, 2007

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Í kapp við regnið 5c 5.7

Leið 4
9m
Árni Birgisson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Þar sem grámosinn glóir 4c 5.4

Leið 3
8m
Róbert Halldórsson, 2008

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Skúlptúr 5.9

Leið 2
7m
Björn Baldursson, 1991

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Smugan 5.8

Leið 1
6m
Augljós sprunga.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Can Can 6b+ 5.10b

Leið 6
Frábært flæði, geggjuð grip, no-hands-rest ef þú vilt og heill heimur af gleði. Hér er gott að vera

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Kabarett 6c+ 5.11a

Leið 5
Fullkomin leið fyrir þá sem hafa verið duglegir inni í klifurhúsinu yfir veturinn. Geggjaðar hreyfingar í þakinu. Hér klifra margir sína fyrstu 5.11a

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Mona Lisa 6a+ 5.9

Leið 4
Vel í fangið, leitið vel og þið munið finna juggara.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Argasta snilld 6a 5.8

Leið 3
Einkennist af stóru drýli þega maður er rétt kominn upp vegginn. Algjör snilld!

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Út um grænar grundir 5a 5.5

Leið 25

14m

Í raun sama línan og í leið nr. 24 en hér má notast við sprunguna. Notaðir eru sömu boltar og í Les négresses vertes en má líka nota sprunguna fyrir dót. Tilvalið fyrir þá sem vilja æfa sig í dótaklifri.

Björn Baldursson og Stefán S. Smárason, 1991

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Les négresses vertes 6a+ 5.9

Leið 24

14m

Slab byrjun upp á stóra steininn en síðan upp græna vegginn. Ekki má nota sprunguna! Einnig þekkt undir nafninu „Græna byltingin”.

Jón Geirsson og Armal, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Spagetti 5.5

Leið 23

Spagetti   5.5   10m

Björn Baldursson og Stefán S. Smárason, 1990

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Besta leið á landinu 6a 5.8

Leið 22

12m

Neðri hlutinn er þægilegur en mörgum reynist hreyfingin upp á slabið erfið. Gætið að því að tryggjandi standi ekki of langt frá veggnum.

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2000

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Þetta eru asnar Guðjón 6c+ 5.11a

Leið 21

11m

Byrjar á sniðugum jafnvægishreyfingum. Alger perla.

Björn Baldursson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Horn í horn 6c 5.10d

Leið 20

11m

Oft bleyta í lykiltaki. Byrjar á sama stað og leið 18 og sameinast leið 21 efst. Jafnvægishreyfingar og litlir kantar.

Stefán Steinar Smárason, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Páskaliljur 5b 5.6

Leið 19

12m

Fjölfarnasta leiðin á Hnappavöllum. Góð byrjendaleið og vinsæl til upphitunar hjá öllum klifrurum. Langar hreyfingar efst og því auðveldari fyrir lengri búka en styttri.

Björn Baldursson og Árni Gunnar Reynisson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Kúnst 7a+ 5.11d

Leið 2
Hér þarf gott ímyndunarafl til að átta sig á leiðinni

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Þetta eru fífl Guðjón 6a 5.8

Leið 18

14m

Sprunga og langar hreyfingar

Snævarr Guðmundsson og Guðjón Snær Steindórsson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Brostnar vonir 6a 5.8

Leið 17

13m

Skemmtileg leið og auðklifruð ef valdar eru réttar hreyfingar.

Björn Baldursson og Árni Gunnar Reynisson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Krakatá 6c 5.10d

Leið 1
Fáfarin, en sweet. Endilega prófið

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sinfonía 7a 5.11c

Leið 16

14m

Leiðin liggur upp eftir sjálfum stuðlinum og ekki út fyrir hann.

Björn Baldursson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Melódía 6a+ 5.9

Leið 15

13m

Juggara svítness

Róbert Halldórsson, 2008

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Steinbúinn 6b 5.10a

Leið 17
Vel í fangið allan tíman, mynnir á kalksteinsklifur. Fólk sem kemur úr klifurhúsinu ætti að sóma sér vel í þessari leið. Leiðin dregur nafn sitt af stóra steininum sem að maður byrjar ofan á.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hellisbúinn 6b 5.10a

Leið 16
Vel í fangið allan tíman, mynnir á kalksteinsklifur. Fólk sem kemur úr klifurhúsinu ætti að sóma sér vel í þessari leið. Leiðin dregur nafn sitt af litlum skúta sem er hægt að skríða inn í eftir annan bolta.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Harmonía 6a 5.8

Leið 14

13m

Fyrirtaksleið. Furðulegt að hún skyldi ekki hafa verið boltuð fyrr.

Róbert Halldórsson, 2008

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Risaeðlan 6a+ 5.9

Leið 15
Jafnvægishreyfingar í byrjun og léttara eftir því sem ofar dregur.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sjónarhorn 6b+ 5.10c

Leið 13

12m

Tæknileg og skemtileg leið. Passið ykkur á stóru flöguni efst, taka bara laust í hana.

Björn Baldursson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hey kanína 6a 5.8

Leið 14
Því miður hefur einhver klifrarinn brotið tönn kanínunar

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Og byssuna í hinni 6b 5.10a

Leið 13
Leiðin var frumfarin á sama tíma og árleg gaypride hátíð var haldin í Reykjavík. Nafnið á þessari leið og leið 12 vísa í fleyg orð sem Páll Óskar lét falla þennan dag.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Lömbin þagna 6b 5.10a

Leið 12

13m

Á leiðinni austur á Hnappavelli urðu klifrararnir svo ólánsamir að keyra yfir lamb. Blessuð sé minning þess. Skemmtileg.

Boltun hefur nýlega verið löguð til og gerð þægilegri.

Björn Baldursson og Árni Gunnar Reynisson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Gjaldþrot 7a+ 5.11d

Leið 11

12m

Jafnvægi eða streð, þitt er valið.

Snævarr Guðmundsson, Jón Geirsson, 1995

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Með biblíuna í annari 6a+ 5.9

Leið 12
Leiðin var frumfarin á sama tíma og árleg gaypride hátíð var haldin í Reykjavík. Nafnið á þessari leið og leið 13 vísa í fleyg orð sem Páll Óskar lét falla þennan dag.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Nýfundnaland 5a 5.5

Leið 11
Byrjendavænasta leið svæðisins. Nafnið vísas til nýrra miða sem klifrarar fóru á við uppgötvun nýja hluta Hádegishamars

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Steintak 5.10a

Leið 10

12m

Var í upphafi sjálfstæð dótaleið upp sprunguna en breyttist þegar Gjaldþrot kom til með boltum í neðri hlutanum. Nefnd eftir áberandi gripi neðarlega og eins var stórt samnefnt verktakafyrirtæki til á þessum tíma sem seinna fór á hausinn.

Stefán S. Smárason, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Lúbríkantur 6c+ 5.11a

Leið 9

12m

Yolo

Róbert Halldórsson, 2007

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sólarfall 6b+ 5.10c

Leið 8

11m

Sketchy as fuck og fáir bolltar. Samt  alveg skemtileg leið 😉

Árni Gunnar Reynisson og Björn Baldursson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Tóftin 7c 5.12d

Leið 7

12m

Boltuð grjótglímuþraut.

Stefán S. Smárason, 1992

 

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Flæ gæ 6a+ 5.9

Leið 6

13m

Leið sem átti að verða hin fullkomna fimm-nía en er það varla.

Arnar Þór Emilsson og Stefán S. Smárason, 2002

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Ertu ekki að kidda mig? 7b 5.12a

Leið 5

13m

Byrjar í slútti með hvössum brúnum.

Björn Baldursson, 2004

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Litla yfirsjónin 5.10b

Leið 4

13m

Líkist leiðinni Grand Illusion í Bandaríkjunum.

Björn Baldursson, Snævarr Guðmundsson og Páll Sveinsson, 1991

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Herra Alheimur 6b+ 5.10b

Leið 10
Frábær leið

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Janus 6b 5.10a

Leið 3

12m

Sígild og vinsæl leið. Hér hafa margir klifrað sína fyrstu fimm-tíu. Fyrsta boltaða leiðin á Hnappavöllum. Klassík.

Björn Baldursson, Stefán S. Smárason og Árni Gunnar Reynisson, 1991

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Föðurland 8a+ 5.13c

Leið 9
Fyrsta 5.13c Hnappavalla og, næst erfiðasta leið landsins.
Sashia DiGulian mætti til landsins árið 2012 og tók svokallað FFA eða First Female Ascent.

Leiðin byrjar á 9:31 í Barophobia

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Gyllti víkingurinn 6c+ 5.11a

Leið 2

11m

Valdimar Björnsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Leið feimna fólksins 5b 5.6

Leið 1
8m

Byrjendaleið við Grófarlæk. Jafnvægishreyfingar upp slab. Leiðin er í hvarfi við aðrar leiðir í Miðskjóli og skýrir það nafnið.

Björn Baldursson og Árni Gunnar Reynisson, 1993

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Móðurlandið 6b+ 5.10b

Leið 8
Systurleið Föðurlandsins, fínasta leið, aðeins í fangið á köflum

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Litla lúmska leiðin 6b 5.10a

Leið 9
Frábær leið ef þú ert með nógu langar hendur til að klippa í keðjunar

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Gullæðið 6a 5.8

Leið 8
Nafn leiðarinnar vísar í hinn mikla fjarsjóð sem nýjasti hluti Hádegishamars er.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Fimm fræknu 5c 5.7

Leið 6
Sagan segir að Björn hafi boltað leiðina á meðan hinn hluti “frækna” gengisins hafi legið í sólbaði í brekkunni undir en klifrað leiðina þegar hann hafi lokið verkinu.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hanson 6b+ 5.10b

Leið 5
Gekk undir nafninu “Leggjabrjótur” um tíma, enginn veit afhverju…

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Freðmýra-Jói 6a 5.8

Leið 4
Erfiðari ef klifrað er beint upp eftir boltalínunni

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Regína 6c+ 5.11a

Leið 3
Byrjar í kraftmiklum hreyfingum og endar svo í kanntaklifri. Súper fín leið. Nefnd eftir lagi sykurmolanna um Regínu fréttaritara

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hvíti hnoðrinn 6b 5.10a

Leið 2
Blessuð sé minning litla hvíta hnoðrans sem ónefndur klifrari þurfti endilega að stíga á.
Klifrið varlega, fyrsti bolti er frekar hátt uppi

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Almennt dund og föndur 6a 5.8

Talsvert mikið vinstramegin í klettunum miðað fyrstu leiðirnar
Stutt og hentug fyrir byrjendur.

Jónas Grétar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Greenpoint 6a

Leið 3
Byrja sitjandi.

Árás skúmanna 6c

Leið 1
Yfirhang. Byrja sitjandi.

The Chain null

Nothing to se here. Move along.

Ljótisteinn 6b+

Ljótur steinn en mjög skemmtileg leið. Byrja sitjandi.

Í sauðarbóli 6a+

Leið 1
Byrja sitjandi.

Mainstone 6b+

Leið 4
Byrja sitjandi. Góð leið. Endar í solid juggara.

Hof svarta ljóssins 6a

Leið 3
Byrja sitjandi. Solid leið! Bergið er slétt og gott hér þannig að ef þið eruð aum í puttunum þá er kannski góð hugmynd að kíkja á þetta svæði.

Flugan og ljósið 6a+

Leið 2
Byrja sitjandi.

Einu sinni bestur 6a

Leið 3
Byrja sitjandi. Slópí.

Hrútspungar 5c

Leið 2
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Bongó 6b

Leið 1
Byrja sitjandi. Slópí.

Double Rainbow 6b+

Byrja sitjandi. Yfirhangandi.

Ostaskerinn 7b

Yfirhang, krimpers, power-moves og langar teygjur. Góð íslenska!

Smjattpattinn 6b

Byrja sitjandi.Lóðrétt leið með könntum.

Grjónagrautur 6a+

Byrja sitjandi.

Project null

One move wonder. Nota merktu gripin.

Hvolpaát 6c

Þak traversa. 

Granít eplið 6b+

Leið 2
Byrja sitjandi.

Blinda melónan 5c

Leið 1
Slópí.

Sperm in the face 7a

Leið 3
Mega krimpers.

Project null

Leið 2
Klikkað project.

Kampaskotta 6a

Leið 1
Slabb. High-ball leið.

Wario Land 6c

Leið 2
Byrja sitjandi. Extension á Mario Bros 6b+.

Mario Bros 6b+

Leið 1
Byrja sitjandi.

Golden Virginia 6a

Leið 2
Slabb. Er boltuð fyrir top-rope.

Hrollauga Setrið 8a

Leið 3
Yfirhang. Krimpers. Boltuð fyrir top-rope.

Anna vélstjóri 7a

Leið 1
Góð leið. Slópí og yfirhangandi.

Tibula og fibula null

Leið 2
Traversa í yfirhangi.

Rotator cuff 6b+

Leið 1
Yfirhang. Kanntar og langar tegjur.

Folinn 5b

Leið 2
Slabb.

Graða beljan 5b

Leið 1
Slabb. Byrja sitjandi.

Hamsturinn 6a+

Leið 2
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Hamstur í bossa 7a

Leið 1
Byrja sitjandi. Skemmtileg leið með tricky top-out.

Leitin af bleika svíninu 6c+

Slópí traversa með kanntinum upp á topp.

Orgazmorator 7a

Byrja sitjandi. Lóðréttur veggur með könntum. Fattar af hverju hún heitir Orgazmorator þegar þú klárar hana.

Beikon 6b+

Mega labb.

Hvar er Elmar?

Eggið 7a

Kú leið með mega tæpum endi.

Rekaviður 5c+

Leið 2
Yfirhang

Project null

Leið 1
Yfirhang

Voldemort 7b

Yfirhang. Slópí grip. Ekki top-out nema nú sért klikkaður.

Bora bora 6a+

Leið 3
Byrja sitjandi.

Durga durga 6a+

Leið 2
Lóðrétt, krimpers.

Skessan 5c

Leið 1
Slopy slab. Byrja sitjandi.

Mjaltakonan 6a

Leið 2
Sit start.

Mjaltastúlkan 5b

Leið 1
Sit start.

Sjóræningjagyðingurinn 6c+

Byrja sytjandi. Slopers.

Saltkráka 6c+

Leið 3
Aðeins lengra til hægri upp sprunguna.

Græni hesturinn null

Labb. Langar tegjur.

Humarhátíð 7a+

Leið 2
Vel yfirhangandi leið.

Lúmski veiðimaðurinn 5b+

Leið 2
Byrja sitjandi.

Táklemma 7a

Leið 1
Classic yfirhang.

Páfagaukurinn 6a+

Leið 1
Byrja sitjandi. Yfirhangandi.

Frumskógurinn 6a

Leið 4
Byrja sitjandi.

Hellir villisvínsins 6a

Leið 3
Þak klifur.

Jane 6c

Leið 2B
Byrjar á sama stað og leið nr. 3 (Hellir Villisvínsins) og fer svo í Tarzan 6b+.

Tarzan 6b+

Leið 2
Fer með brúninni á hellinum og svo upp.

Nári 6c

Leið 1
Overhang and power.

Pabbi minn er bestur 6c

Leið 1
Traversan. Byrjar lengst til hægri. Endar þar sem King Julian 5a byrjar.

Prince Caspian 6b

Leið 3
Byrja sitjandi.

Önd 5a+

Leið 4
Byrja sitjandi. Vinstra megin við sprunguna.

Black Knight 7a

Leið 5
Hægra megin við sprunguna.

Flower Power 5c

Leið 7
Nett yfirhang. Byrja sitjandi.

Be the music! 6a

Leið 1
Byrja sitjandi.

Hroði 5a

Leið 2

Trékantur 5b

Lóðrétt leið. Krimperar.

FWB 6a

Lóðrétt

Leið 67 6c

Leið 1
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Gulir Gíraffar 6c

Leið 2
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Here comes the sun 6c+

Leið 3
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Gula fíflið 6a+

Leið 4
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Prince Handsome 6c

Byrja sitjandi. Yfirhang.

Górlillan 6a

Leið 1
Byrja sitjandi. Yfirhang. Smoooooth steinn. Sjá ekki allir górilluna?

Hægri grænir 6a

Leið 2
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Project null

Leið 1
Byrja sitjandi. Yfirhang og krimperar.

Rotten bird 6b

Leið 2
Byrja sitjandi. Yfirhang og krimperar.

Crystal Castles 6b+

Leið 3
Byrja sitjandi. Yfirhang og krimperar.

Business Time null

Leið 2
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Fiðlarinn á þakinu null

Leið 1
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Skipið sem strandaði 5b

Leið 2
Traversa frá hægri á lóðréttum vegg. Krimperar.

Helmings líkur 6b

Leið 3
Krimperar, lóðrétt.

Prinsessan og baunin 5b

Leið 1
Traversa frá vinstri á lóðréttum vegg.

Þvottabrettið 6a

Leið 1
Skemmtileg leið á svolítið sérstökum stein. Byrja sitjandi.

Þvottabalinn 5c+

Leið 2
Lóðrétt.

Gula hænan 5b+

Leið 2
Kúl probbi.

Dega eða drepast 6a+

Highball yfirhang. Fín lending samt.

Sveitapiltisns draumur 5c

Traversa frá hægri á lóðréttum vegg. Shit hvað það er mikið skítaveður úti brrr.

Leið með ekkert nafn 5b

Önnur lóðrétt traversa.

Guantanamo 6b+

Leið 1
Byrja sitjandi.

Strákastælar 5c

Leið 1
Byrja sitjandi. Lóðrétt, langar tegjur. Skemmtileg leið.

Elmaríó 6a+

Leið 2
Lóðrétt.

Mýrarmannætan 6b+

Leið 2
Byrja sitjandi. Lóðrétt, krimperar.

Project null

Leið 2
Byrja sitjandi.

Allt fallega fólkið 5c

Leið 1
Byrja sitjandi. Lóðrétt, langar tegjur.

Tunnan 5c

Leið 3
Byrja sitjandi. Lóðréttur veggur.

The Sindrome 6a

Leið 2
Byrja sitjandi. Krimperar og langar tegjur.

Fenjaskrímslið 6c+

Leið 2
Byrja sitjandi. Nett yfirhang.

Mannætuholan 6a+

Leið 1
Birja sitjandi. Lóðrétt.

Kínverskt Take Away 6c

Leið 1
Byrja sitjandi. Ekki top-out.

Leið 1 – Yfirhang

Mjög kúl traversa á svona horni/þaki. Gæti verið extension fyrir Horn í horn 5.10d.

Grip merkt á mynd.

Byrja sitjandi í gripunum sem eru merk á myndinni. Dyno upp á topp og svo top-out.

Haninn á horninu 6c

Leið 1. Byrjar sitjandi undir steininum og fer svo beint upp á frekar tæpum gripum. Slópí. Þegar komið er á topp þarf að öskra GAGGALAGÚÚÚÚ!

Byrja sitjandi, yfirhang. Þarf kannski að pússa sót úr gripum.

Leið 1

Góð leið, yfirhang, langar teygjur.

…or Mexican’t 5b

Leið 2

Gúdshitt leið á lóðréttum vegg með löngum hreyfingum.

Juggarahliðrunin 5c

Leið 5

Topp leið með fullt af juggurum… og er hliðrun. Byrja sitjandi í þakinu. Gæti líka verið Krukkuhliðrunin eða juggaratraversan. En Juggarahliðrunin er líka fínt.

Leið 5+B

Sami endir og á ‘Stebbi stóð á ströndu 6a’.

Leið 4

Löng og skemmtileg leið með megapower moves. Byrja sitjandi í þakinu.

Leið 3.

Skemmtileg leið sem byrjar í þaki, fer í yfirhang og svo slabb. Leið sem hefur allt. Only 2 dollaw. Byrja sitjandi bitches.

Leið 2 – Project

Byrja sitjandi, krimperar í yfirhangi.

Stebbatravisaviðlækinn 7b

Leið 1

Eðal klassík á Hnappavöllum. Skemmtileg og erfið traversa í góðu yfirhangi með könntum.

Leið 2. Byrja sitjandi.

Tileinkuð músunum á Hnappavöllum.

Stebbahliðrun 6b

Leið 1

Fínn v4 probbi á lóðréttum vegg. Byrjar í traversu til hægri og fer svo upp. Byrja sitjandi.

Leið 1B.

Byrjar á sama stað  og Kamarprobbinn og fer upp vinstra megin upp steininn. Mega high-ball probbi en bolti á toppnum til að klifra í top-rope. Yfirhangandi.

Tjaldstæðishliðrunin 6c

Flott traversa og góð upphitun. Byrjar hægrameigin og fer til vinstri, endar þar uppá steininum. Bannað að taka í brúnina ofaná steininum nema allveg í lokinn!

Þetta er probbinn sem er hægri heginn við tóftina sem er milli þorgilsrétt austri & vestur. Byrja í sprúngu takinu vinstra meginn, upp og top out til hægri.Veggurinn er áberandi sléttur!

Ladan 6b+

Flottur probbi á krimperum. Byrjar sitjandi og endar uppá steininum.

Sama leið og Ladan nema bannað að taka í milli takið!

Kamarprobbinn 8b+ 5.14a

Fyrst farin af Valdimari Björnssyni í top rope, júní 2010, þá hugsuð sem grjótglímuþraut með línu sem öryggi, til að rúlla ekki niður brekkuna eftir hátt fall. Leiðin fékk grjótglímugráðuna 7C+

Sumarið 2015 skellti Valdi boltum í leiðina, með það fyrir augum að breyta leiðinni úr grjótglímu þraut í stutta og mjög erfiða sportklifurleið.

Sumarið 2016 var hópur af sterkum frökkum sem komu í klifurferð til landsins. Í hópnum var Géróme Pouvreu, sem fór m.a. frumferðina af Lundanum. Valdi kvatti hann til að prófa kamarprobbann. Það tókst og gaf hann leiðinni gráðuna 8b+ eða 5.14a. Kamarprobbinn er því fyrsta íslenska leiðin til að fá gráðu af 5.14 bilinu og þar með erfiðasta klifurleið á Íslandi.

Brimberg 7b+

Byrjar í könntum og fer svo upp í yfirhangið á slópera og hliðarkannta. Endar með langri hreyfingu í juggara.

Byrjar á 1:58 í video

Analsugan XL 7b

Toppout af Analsuguni. byrjar standandi í undirtaki! Analsugan XL(2:58)

Mega flott power leið. Byrjar í undirtaki og endar í tveim tökum, lítilli holu hægrameigin og krimper með vinstri.

Hnappavallaundrið 7b

Byrja sitjandi.  Faðmið svo klettinn geðveikt fast þangað til þið eruð komin upp á topp.

Leið númer tvö í videoi, byrjar á 2:03

Leave a Reply

Skip to toolbar