Tómas fann þessa fínu línu sem þurfti nánast ekkert að hreinsa. Stallar og grip bara fullkomlega tilbúin fyrir klifur. En það kemur þá í ljós að Einar Sveinn hafði hreinsað leiðina árinu áður.
Sett upp af: Tómas og Vikar… og Einar
FF. Ónefndir og óvæntir gestir úr Norrænu (sáu einhverja upp í klettunum þegar ferjan kom að landi og fóru leiðina morguninn eftir að leiðin var boltuð)
Fyrsta leiðin sem var sett upp á þessu svæði. Alveg við fossinn. 7b? 7b+? Glaður eftir að hún sé klifranleg eftir að stórt og mikilvægt grip brotnaði úr leið.
Sett upp af: Jafet Bjarkar Björnsson FF: Alexander Ólafsson
8 augu + akkeri. 16 metrar. Þétt boltuð og skemmtileg leið. 22. leiðsluklifurleiðin á Seyðisfirði og sú fyrsta í þessum klettum. Þessir klettar eru vistra megin (eða vestan megin) við Arnarkletta, bara örstutt frá.
8 augu + akkeri með karabínu. Nefnd eftir skonnortunni hans Wathne en hún fórst í fárviðri 1869. Eitthvað léttari ef farið er framhjá þakinu til vinstri í byrjun leiðar. Leynigrip ofarlega til hægri í efra þaki.
5 augu + akkeri. Skemmtilegur kanntaklifurprobbi. Sögusagnir herma að í klettinum finnist mikið af gulli og í sólinni getur maður séð gullið glitra í berginu.
8 augu held ég plús akkeri með karabínu. Há og ævintýraleg leið sem fær adrenalínið til að flæða. Klifrað í kverk alla leið upp á topp. Nefnd eftir stöku bláberi sem fannst í leiðinni þegar hún var hreinsuð.
Takk fyrir gott tilboð og tillöguna Jafet! Það væri að sjálfsögðu gaman að geta líka gefið dótaleiðum E-gráðu, enda er þetta ekki sama og bandaríska/franska/þýska kerfið, þetta er mun gagnlegra þegar kemur að náttúrulega tryggðu klifri og segir manni miklu meira en hinar gráðurnar gera. Ég sé sjálfur þó ekki ástæðu til að skipta út yds fyrir breska og ég mun sjálfur áfram setja yds gráður á mínar leiðir. En það er algengt í útlandinu að jafnvel þó að í viðkomandi landi sé breska kerfið ekki notað, þá laumar fólk oft breskri gráðu fyrir aftan, sér í lagi með erfiðari leiðum (aftur, þetta eru bara gagnlegar auka upplýsingar). Svo ég þakka aftur boðið en legg til fyrir mitt leiti að sama kerfið sé áfram notað. En það gæti verið gaman ef hægt væri til dæmis að bæta við bresku gráðunni fyrir aftan yds gráðuna í smærra letri, bara ef það er ekki mikil vinna✌️annars er líka fínt að hafa bara bresku gráðuna með í leiðarlýsingunni, og þá þeir sem eru hræddir við, eða nenna ekki að kynna sér einföldu E-gráðu jöfnuna, þurfa ekki að stressa sig yfir henni 😉
Snillingur Jonni ❤️ Takk fyrir að taka saman allar þessar leiðir.
Er áhugi fyrir því að fá E(xtreme) gráðurnar á inn á Klifur.is fyrir trad leiðir?
Ekki málið! Ég finn ekki þörf fyrir þær hjá mér. Held að Siggi Richter sé eini maðurinn á landinu sem elskar/notar þær…
Ok 👍
Takk fyrir gott tilboð og tillöguna Jafet! Það væri að sjálfsögðu gaman að geta líka gefið dótaleiðum E-gráðu, enda er þetta ekki sama og bandaríska/franska/þýska kerfið, þetta er mun gagnlegra þegar kemur að náttúrulega tryggðu klifri og segir manni miklu meira en hinar gráðurnar gera. Ég sé sjálfur þó ekki ástæðu til að skipta út yds fyrir breska og ég mun sjálfur áfram setja yds gráður á mínar leiðir. En það er algengt í útlandinu að jafnvel þó að í viðkomandi landi sé breska kerfið ekki notað, þá laumar fólk oft breskri gráðu fyrir aftan, sér í lagi með erfiðari leiðum (aftur, þetta eru bara gagnlegar auka upplýsingar). Svo ég þakka aftur boðið en legg til fyrir mitt leiti að sama kerfið sé áfram notað. En það gæti verið gaman ef hægt væri til dæmis að bæta við bresku gráðunni fyrir aftan yds gráðuna í smærra letri, bara ef það er ekki mikil vinna✌️annars er líka fínt að hafa bara bresku gráðuna með í leiðarlýsingunni, og þá þeir sem eru hræddir við, eða nenna ekki að kynna sér einföldu E-gráðu jöfnuna, þurfa ekki að stressa sig yfir henni 😉