Viðey
Grjótglímusvæðið í Viðey var uppgötvað árið 2019 af Valdimari Björnssyni.
Á vorin og snemma á sumrin er mikið fuglalíf í Viðey. Sýnum því virðingu og leyfum dýralífinu að hafa forgang. Svæðið snýr í suðvestur og er fyrir vikið sérstaklega gott til klifurs yfir sumartímann. Eftir miklar rigningar helst bergið blautt í smá tíma. Allar grjótglímuþrautirnar eru í móbergi. Móbergið er ótrúlega fast í sér miðað við annað móberg sem má finna á landinu. Flestar leiðirnar nýta sér stór og ávöl grip sem ættu að halda sér en varlega skal fara í að nota litla kanta. Athugið að það er þarf ekki að toppa upp úr leiðunum, landslagið einfaldlega býður ekki upp á það á flestum stöðum.
Directions
Þar má finna leiðir á gráðubilinu 5+ upp í 8A. Flestar leiðir frá V5 og upp.
Til að komast í eyjuna þarf að taka ferju frá Skarfabakka. Þaðan eru áætlunarferðir á
klukkutíma fresti yfir sumartímann. Einnig er hægt að taka ferju frá Reykjavíkurhöfn, en hún
gengur sjaldnar en ferjan frá Skarfabakka. Hafið augun opin þegar ferjan tekur að nálgast
Viðey því svæðið sést frá siglingarleiðinni. Frá bryggjunni í Viðey er gengið upp hellulagðan
veg í átt að Viðeyjarstofu, stóru hvítu húsi. Þar er hægt að fá sér kaffi, vöfflur og skoða söguminjar.
Gengið er yfir túnið framan við Viðeyjarstofu og til suðurs eftir stikuðum göngustíg
neðan við hamrabelti. Haldið er áfram um það bil 350 metra eftir stígnum og þá ætti Hrafnasandur
í lítilli vík, að birtast. Klifursvæðið má svo finna þar niðri í fjörunni. Það er ekki augljóst
hvar er best að fara niður en það er einn staður sem er minna brattur.