Valbjargargjá

Valbjargjargjá er lítið grjótglímuklifursvæði yst á Reykjanesinu. Valbjargargjáin og svæðið í kring er mjög fallegt og þar er margt að sjá. Margir ferðamennt koma þangað á hverju ári til að skoða. Reykjanes vitinn stendur tignarlega á einni hæðinni og sérst víða að.

Klifrið er mjög skemmtilegt. Leiðirnar eru oft yfirhangandi og með löngum hreyfingum. Um 20 klifurleiðir hafa verið klifraðar á svæðinu sem eru frá 5a til 7c? Upplýsingar um klifurleiðirnar eru í Reykjanes Boulder leiðarvísinum.

Eitthvað er um lausa steina fyrir ofan klettana og er þess vegna oft betra að fara niður í staðin fyrir að toppa leiðirnar.

Leiðarvísir

ForsíðaLeiðarvísir fyrir Valbjargargjá. Í Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík.

Sjá meiru um leiðarvísinn.

Myndir

Directions

Hægt er að komast á Nesveginn frá Keflavík og Grindavík. Leiðirnar eru næstum því jafn langar en að aka frá Keflavík er aðeins styttra og vegurinn er beinni.

Ekið er þar til komið er að skilti sem er merkt "Reykjanesviti". Fylgt er svo merkingum þar til komið er að vitanum. Best er að leggja bílnum á litlum vegi sunnan við vitann og ganga svo rest (um 5 mín).

Map

Leave a Reply

Skip to toolbar