Svarfhólsmúli
Úr Svarfhólsmúla hafa oltið niður nokkrir stórir hnullungar sem er hægt að grjótglíma á. Svæðið er í góðu skjóli gegn vindi, sólin skín þarna fram eftir öllu og lendingarnar eru yfirleitt ágætar. Bergið er víða frekar gróft.
Stefán Steinar fór með okkur Jafet og Heiðar til að skoða svæðið og erum við þeir einu sem hafa klifrað á svæðinu svo ég viti til.
Directions
Ágætt er að aka Hítardalsveg til að komast að svæðinu. Sú leið er vel greiðfær fyrir fólksbíla. 5-8 mínútna ganga er svo að steinunum.