Stardalur

Það má segja að Stardalur sé hjarta dótaklifurs á Íslandi. Klifrað hefur verið í Stardalshnjúk frá árinu 1978 og var það stærsta og vinsælasta klifursvæði landsins þar til Hnappavellir fundust upp úr 1990. Þar má t.d. finna erfiðustu dótaklifurleið landsins, Sónötu.

Í Stardal er eingöngu klifur, sem tryggt er á hefðbundinn hátt, þ.e. með dóti: hnetum, vinum og hexum. Spungurnar eru allt frá því að vera ókleifir hárfínir saumar upp í 20cm gímöld. Helstu sprungurnar sem hafa verið klifraðar eru fingra- og handasprungur en einnig nokkrar í víðari kantinum.

Þó nokkuð er einnig um viðnámsleiðir, sem liggja utan á stuðlum í stað sprungna milli stuðla. Er þær leiðir yfirleitt tryggðar í sprungur öðru hvoru megin við stuðulinn. Sumar þessara leiða eru tortryggðar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í leiðarvísinum  Stardalur eftir Sigurð Tómas Þórisson.

kort
Sectorar í Stardal

Directions

Stardalshnjúkur er staðsettur rúma 25km frá borgarmörkunum, fyrir ofan bæinn Stardal efst í Mosfellsdal. Akið þjóðveg 1 í gegnum Mosfellsbæ, beygið svo til austurs inn á þjóðveg 36, Þingvallaveg. Keyrið hann áleiðis upp á Mosfellsheiði, þar til rétt áður en komið er á móts við Leirvogsvatn og Skálafell. Þá er beygt til vinstri (norðurs) að bænum Stardal. Áður en komið er að brúnni yfir ána á hlaðinu er beygt til vinstri á veginn í átt að Tröllafossi. Þar er varnargirðing vegna vatnsbóla en óhætt er að fara í gegnum það og keyra ca. 1km í viðbót inn að mel beint neðan við Stardalshnjúk.

Á melnum er prýðilegt bílastæði og þaðan er ca. 15 mín gangur upp að Miðhömrunum og nokkrar mínútur í viðbót á hin svæðin. Ógreinilegur stígur hefur verið troðinn upp skriðuna fyrir neðan Miðhamrana og er fólki vinsamlegast bent á að ganga hann frekar en að troða út aðra hluta brekkunnar. Á sínum tíma þá sá Ísalp um að stika góða leið upp að klettunum en þær stikur eru flestar orðnar litlausar og/eða fallnar en til stendur að gera bragarbót á því.

Texti fenginn úr leiðarvísi.

Map

Leave a Reply

Skip to toolbar