Smyrlabúðir
Lítið svæði rétt fyrir ofan Hafnarfjörð. Gott fyrir byrjendur og unga klifrara. Leiðirnar eru 4-9 metra háar og þétt boltaðar. Passið ykkur að það eru holur á svæðinu sem hægt er að detta ofan í. Látið sérstaklega unga klifara vita og segið þeim að passa sig.
Leiðarlýsing
Leggið á bílastæðinu fyrir Helgafell og gangið göngustíginn í átt að Helgafelli. Beygt er út af stígnum áður en þið farið niður brekkuna (ca. 15m eftir að þið gangið fram hjá svarta brunninum sem sést á fyrri myndinni). Þar þurfið þið að ganga í 50-150m þangað til þið finnið slóða. Þið gangið þennan slóða í 10-12 mín þangað til þið komið að ryðguðum staur sem er á slóðanum (sjá seinni mynd). Þar sést klifursvæðið á vinstri hönd frá slóðanum.
Directions
Sjá leiðarlýsingu hér til hliðar