Sauratindar

Í Sauratindum eru fjórar klifraðar leiðir og eru tvær af þeim boltaðar á meðan hinar eru klifraðar í dóti. Boltuðu leiðirnar eru tveggja spanna og um 60m langar. Mælum við með því að þeir sem heimsækja þetta svæði klifri upp á klettana og skrifi afrek sín í gestabók. Gestabókin er í vörðu rétt fyrir ofan klettana.

Upprunalega voru það Ísfirðingar sem fóru fyrst að klifra á þessu svæði. Árið 1995 opnuðu drengirnir Eiríkur Gíslason, Hörður Harðarson , Ólafur Th Árnason og Ragnar Þrastarson fyrstu leiðina. Árið 1997 boltuðu Árni Gunnar, Gregory , Jökull bergmann og Rúnar Óli tvær leiðir, nefnist sú austari Prima Noche (5.9). Dagur Halldórs og Stefán Steinar voru skammt undan þetta sumar og opnuðu seinni dótaleiðina , City Slickers (5.7/5.8).

Þetta svæði bíður upp á mikla möguleika og væri gaman að sjá fleiri gera sér ferð þangað uppeftir og setja upp nýjar leiðir.

Viljum við minna sérstaklega á að hjálmar eru nauðsynlegir á þessu svæði og ef fólk ætlar þangað að vetri til ber að kanna snjóflóðahættu!

1. Fyrsta – 5.8/9 – Trad
2. Prima Noche – 5.9 – Sport
3. Önnur – 5.8/9 – Sport
4. City Slackers – 5.7/5.8 – Trad

Directions

Ef staðið er við sjoppuna í Súðavík og horft upp í fjallið Kofra sést stuðlabergsmyndun efst í fjallinu og heitir það Sauratindar. Tindar þessir standa í um 800m y.s. og er um tveggja tíma labb upp að þeim.

Lítið mál er að tjalda þarna uppi, það er tildurlega flatt svæði upp á hæð hægramegin við tindana og beint fyrir ofan klettana en ekkert vatn er þarna uppi fyrir utan snjó og því mælum við með að fólk taki með sér vatn.

Map

Leave a Reply

Skip to toolbar