Kúadalur
Lítill snotur klettur í Heiðmörk sem sést illa frá veginum, en tekur litlar tíu mínútur að ganga að. Hér er að finna furðu stórt þak, sem er óvenjulegt fyrir grágrýtið í Heiðmörk. Ekki er vitað hvort þarna hafi verið klifrað áðu, ekki voru skráðar neinar þrautir, en undirritaður fann svæðið í leit að hafnfirskum klifurmöguleikum í miðjum sóttvarnarlokunum vorið 2020. Fáar þrautir eru skráðar enn sem komið er en nokkrar þokkalegar þó. Kletturinn snýr í norðaustur og í góðu skjóli í birkirjóðri, svo í morgunsólinni er sérstaklega yndæl forsæla í rjóðrinu. Enn er töluverður gróður á klettinum svo ekki er verra að hafa með bursta, sérstaklega ef á að finna nýja möguleika.
Svo er ekki verra á fallegum degi að nýta aðkomuna í að skoða skemmtileg forn sel í Selgjá (https://ferlir.is/selgja-fridlyst/)
Directions
Hægt er að leggja á litlu bílastæði við hestagerði, nokkur hundruð metrum austan stóra bílastæðisins við gamla grillið í Vífilsstaðahlíð. Gengið suðvestur yfir Selgjá í um tíu mínútur og kletturinn er í hlíðinni í lága holtinu gengt Vífilsstaðahlíð.
Alltaf gaman af meira klifri! Væri samt ekki hentugra að hafa þetta sector innan Heiðmerkur?
https://www.klifur.is/crag/heidmork
Heyrðu já var eitthvað að pæla í því, en ákvað samt að sleppa því annars vegar þar sem það eru svo fá heiðmerkursvæði á þessum lista, og hins vegar af því að maður getur ekki gert sér kort fyrir staðsetninguna á stökum klettum (þar sem getur verið erfitt að finna klettinn án korts). En ef það er hægt að finna einverja lausn á þessu held ég að væri bara flott að fá þessu (4-5?) stöku heiðmerkursvæði saman á einn lista.
Humm góður punktur með google kortið, kannski gamaldags kort+paint væri einhver lausn…
Kannski væri hægt að setja GPS hnit í upplýsingar með leið eða klifursvæði. Hnitin að þessum sector eru 64.052540, -21.877287.