Jósepsdalur

Jósepsdalur er dalverpi suðaustan undir Vífilsfelli. Áður fyrr var mikið keyrt þarna í gegn og einnig var skíðasvæði í dalnum. Núna fer lítið af fólki þangað nema þá fólk á krosshjólum og fjórhjólum og klifrarar.

Á svæðinu eru um 30 steinar til að klifra á. Einn steinn er alveg niðri í dalnum en restin af steinunum er uppi í fjallshlíð. Í dalnum þrífst varla líf en þarna er mjög fallegt, nóg af klifri og ekki langt að fara frá Reykjavík.

Jósepsdalur front page

Directions

Það tekur u.þ.b. 30 mínútur að keyra í Jósepsdal frá Reykjavík. Keyrt er Suðurlandsveginn þar til komið er að Litlu kaffistofunni. Þá er beygt til hægri á malarveg. Eftir stutta keyrslu á honum er beygt til vinstri og er þá komið að mótorkross svæði sem þarf að keyra í gegnum. Haldið er beint áfram veginn þar til komið er að stórum stein (Einstæðingi). Þú getur lagt bílnum hjá honum en þaðan er smá spotti sem þarf að ganga til að komast á aðalsvæðið (um 10 mín.).

Það er skynsamlegt að fara á jeppa því vegurinn getur verið svolítið grófur. Ef það er ekki kostur á því er einnig hægt að komast langt á fólksbíl, en mælt er með að fólk leggi bílnum áður en keyrt er upp hlíðina og inn í sjálfan Jósepsdalinn. Þaðan er um 15 mínútna ganga á klifursvæðið.

Map

Video

Leave a Reply

Skip to toolbar