Hnefi
Norðan Tíðaskarðs í Kjós er fjallið Hnefi. Um miðja vegu í fjallshlíðinni, sem snýr í norðvestur, er heillegt klettabelti þar sem klifraðar hafa verið 5 leiðir. Þær eru allar boltaðar og eru sigakkeri til staðar. Hæð bergsins er um 15m og eru leiðirnar ágæt tilbreyting frá Valshamri og Stardal. Bílum er hægt að leggja utan þjóðvegar 1 þar undir en um 20 mín. tekur að ganga upp að klettabeltinu. Þær byrja flestar undir þaki og eru erfiðleikar á bilinu 5.9-5.11d. Besti tími er seinni hluti dags en sólar gætir seint á berginu.
1. Spegillinn – 5.11d
2. Spegilbrotið – 5.10d
3. Verkur – 5.10d
4. Kattareggin – 5.10a
5. Nafnlausaleiðin – 5.9
Directions
Frá Reykjavík er ekið áleiðis að Hvalfjarðargöngum en beygt inn fjörðinn í stað þess að fara ofan í göngin. Skömmu síðar er ekið í gegnum lágt skarð sem nefnist Tíðaskarð. Hamrarnir blasa við skömmu eftir að komið er í gegnum skarðið.