Úr senunni: Fréttir af Adam Ondra, Dai Koyamada og fleira

Hér er samantekt af því sem hefur verið að gerast í klifursenunni undanfarna daga. Dai Koyamada endurtók “The story of 2 worlds”, viðtal við Adam Ondra í UKClimbing.com og fleira.

Dai Koyamada endurtekur “The story of 2 worlds”

Bjorn Pohl sagði frá því á blogginu sínu að Dai Koyamada hafi endurtekið “The story of 2 worlds” V15 sem var upprunalega klifruð af Dave Graham í Janúar 2005. Dai er sá fyrsti sem endurtekur þessa leið og það eru flottar myndir á blogginu hans Dai af leiðinni.

Dave Graham vildi meina að þessi leið væri nýji standardinn fyrir V15 og í kjölfarið þá lækkaði hann gráðuna á flestum erfiðum leiðum sem hafði klifrað á 8a listanum sínum.

Adam Ondra í UKClimbing.com

Adam Ondra í UKÞað er viðtal við Adam Ondra á UKClimbing.com. Þessi 17 ára, efnilegi snillingur er líklega sá klifrari sem hvað mestar væntingar eru gerðar til á komandi árum. Margir trúa því að hann eigi eftir að færa klifur á nýjar slóðir, sérstaklega hvað varðar erfiðleikastig, en hann hefur verið að endurtaka einar erfiðustu sportklifurleiðir heimsins undanfarin misseri.

Í viðtalinu er hann spurður út í ferðina sína til Bretlands, þar sem hann endurtók leiðirnar North Star 9a og Northern Lights 9a sem Steve McClure setti upp, ásamt því að “onsighta” helling af 8a og 8b leiðum. Hann reyndi einnig við Overshadow 9a+, sem gekk ekki upp, en hann er staðráðinn í að reyna hana aftur einn góðan veðurdag.

Video klippa af Ondra að reyna að onsighta “Energy Vampire”:

 

Hér er video af Steve McClure að klifra Rainshadow og fleiri klippur frá Kilnsey og Malham Cove:

 

Daila Ojeda klifrar 8a og 8b

Daila Ojeda, kærasta Chris Sharma fellur oft í skuggann á meistaranum, en hún var að enda við að klifra tvær góðar leiðir í Margalef: “La Perdonavidas” 8a í annari tilraun og “Xiketeta” 8b.

Alex Hannold klifrar “Original Route” án búnaðar

Geðsjúklingurinn Alex Hannold klifraði á dögunum 304 metra leiðina “Original Route” 5.12b ásamt fleirum án búnaðar (free soloing). Nánar á Climbing Narc

Leave a Reply

Skip to toolbar