Sælir strákar og takk fyrir síðast.
Hérna koma nokkrar myndir úr Akrafjallinu sem kannski gefa ykkur smá hugmynd um svæðið.
Ég ætla að reyna að skoða allt svæðið við tækifæri en það eru rosalega margir klettar þarna og örugglega hægt að búa til fullt af leiðum. Einnig eru fleiri flottir klettar uppi á fjallinu en það er jú ekki jafn létt að komast að þeim eins og þeim við Berjadalsána, allavega klukkutími og korters fjallganga.
Allavega, keep up the good work!
Kveðja frá Laugarvatni,
Doddy