Nú þegar sumarið er gengið í garð og klifrarar víðsvegar um landið flykkjast á hin ýmsu klifursvæði er vert að hafa í huga nokkrar almennar umgengnisreglur :
-Við skiljum við svæðið eins og við komum að því. Allt rusl er tekið með til byggða og ekkert skilið eftir.
-Í samskiptum við landeigendur skal kurteisi vera í hávegum höfð.
-Forðast skal í lengstu lög að raska umhverfi og ásjónu svæðanna.
Áður en haldið er á ný svæði er ráðlegt að kynna sér hvort einhverjar sérstakar umgengnisreglur eigi við á viðkomandi svæði.
Þetta ætti að stuðla að áframhaldandi aðgangi að klifursvæðum landsins.
Góðar stundir og gleðilegt KLIFURsumar!