Unnið hefur verið hörðum höndum og nú hefur stórum áfanga verið náð í þróun Klifur.is. 18 kort hafa verið búin til af klifursvæðum víðs vegar um Ísland. Þetta gerir fólki kleift að sjá staðsetningu klifursvæða nokkuð nákvæmlega. Markmið Klifur.is er að búa til nokkuð ítarlega síðu um öll klifursvæði landsins með myndum, leiðarvísum, leiðarlýsingu og öðrum upplýsingum um svæðið sjálft. Þetta boðar alls saman mjög gott og þið eigið von á góðu : )