Menn hafa verið að velta fyrir sér hvað væri rétta nafnið á klifursvæðinu sem áður var talið að væri í Sýrfellshrauninu. Nokkur nöfn hafa komið til greina en efir að talað var við kunnuga menn kemur í ljós að samkvæmt örnefnalýsingu fyrir Kalmanstjörn er rétt nafn á svæðinu Hörzl. Er þá hægt að skilgreina svæðið Hörzl við Hauga.