Útgáfu á væntanlegum grjótglímu leiðarvísi fyrir Hnappavelli hefur verið frestað til næsta sumars. Í staðinn verður hægt að gera betri leiðarvísi næsta sumar og með fleiri leiðum. Margar leiðir sem hafa verið klifraðar átti eftir að fara yfir, merkja gráður og upplýsingar um leiðirnar. Einnig er mikil vinna eftir í kortagerð fyrir svæði.
Stefnt verðu á að gefa út tvo leiðarvísa næsta sumar. Það verður þá Hnappavallaleiðarvísirinn og svo líklega grjótglímu leiðarvísir fyrir Vaðalfjöll eða klifurleiðarvísir fyrir Vestfyrði.