Dænómót var haldið í gær í Klifurhúsinu. Mótið var með sama sniði og verið hefur undandfarin ár. Keppt var í yngri og svo eldri flokki og stóð keppnin langt fram á kvöld. Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson jöfnuðu Íslandsmetið sem Andri setti í fyrra og stukku 240 cm. Katrín Hrund Eyþórsdóttir sigraði í kvennaflokki.
Í dænómóti þurfa keppendur að stökkva á nett yfirhangandi vegg upp og til hliðar í 45°. Vegalengdin milli gripanna sem er stokkið úr og það sem er svo gripið í er mæld og stendur Íslandsmetið nú í 240 cm. Vegna lögunar veggsins í Klifurhúsinu þurftu Elmar og Andri að stökkva 247 cm. til að komast áfram en það er tveimur cm. meira en er venjulega bætt við hæðina. Heimsmetið í eðlustökki er 277,5 cm. sem Peter Würth setti árið 2008.
Nokkrar myndir voru teknar í mótinu og er hægt að skoða þær hér.