Félagarnir Kristján Þór, Egill Örn og Jósef komu á dögunum heim frá klifurferð til Rodellar á Spáni.
Félagarnir Kristján Þór, Egill Örn og Jósef komu á dögunum heim frá klifurferð til Rodellar á Spáni.
Drengirnir stóðu sig eins og hetjur og klifruðu margar leiðir og bar þar hæst að Egill og Kristján klifruðu leiðina Familia Manson 8a+ og Jósef klifraði El Pequeno Bravo 7c. Með þessu bættu Egill og Jósef sig um gráðu.
Auk þess að klifra þessar leiðir fór Kristján eina 7c beint af augum, Egill fór tvær 7b+ beint af augum og Jósef eina 7a+ beint af augum.
Allt þetta ásamt mörgum fleiri afrekum er hægt er að skoða á 8a síðunum hjá strákunum, en þær má nálgast með því að smella á nöfnin þeirra hér að ofan.
Til hamingju með góðan árangur strákar!