Fimmtudaginn 29. apríl var haldinn aðalfundur hjá Klifurfélagi Reykjavíkur. Það kom fram á fundinum að rekstur félagsins hafi gengið vel og að starfið innan félagsins sé einnig í miklum blóma. Á fundinum var Guðlaugur kosinn formaður félagsins. Hrefna og Arnór voru kosin sem meðstjórnendur til næstu tveggja ára. Núverandi stjórn skipa þá Guðlaugur, Stefán, Agnar, Hrefna, Arnór. Hjalti Rafn mun áfram starfa sem rekstrarstjóri. Við viljum nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórnarmönnum fyrir frábært starf undanfarin ár.