The Danger Zone 6c
Byrja sitjandi.
Probbin er kallaður það vegna þegar þú ferð yfir sprunguna, þá ert þú kominn í “The Danger Zone”.
4,5-5 metrar? Mælt með góðu magni af dýnum.
FF: Óðinn Arnar Freysson
2019
Crag | Ásvellir |
Type | boulder |
First ascent | |
Markings |
Skemmtilegt svæði og vel til fundið. Magnað að maður skuli aldrei hafa orðið var við þetta svæði. Áhugaverðar þrautir í góðu bergi, og margar skemmtilega háar.
Ég vil hins vegar setja spurningarmerki við gráðurnar, við fórum m.a. þessa og aðra 6C og 6A, en þær þrautir eru töluvert auðveldari en þrautir af sambærilegum gráðum t.d. í Jósepsdal og Gálgaklettum (líka samanborið við svæði erlendis). Einhverjir eiga víst bágt með að taka mark á mér og mínum gráðum svo ég þori ekki að segja nákvæmlega til um gráður (og í þokkabót skil ég hvorki upp né niður í þessum frönsku gráðum), en gráðurnar eru að öllum líkindum full háar.
Engu að síður flott svæði og þær þrautir sem við reyndum við eru skemmtilegar og vel hreinsaðar, bíð spenntur eftir að sjá framhaldið.
Gott að heyra að þér fannst svæðið vera gott, ég vona bara að þú fannst probbanna.
Um gráðurnar, ég er ekki nógu reyndur með úti gráður til að almennilega gráða þrautirnar, svo líka var orðið ágætlega langur tími síðan að ég klifraði mest af þrautunum og þá eiginlega búinn að gleyma hversu erfiðar eða léttar sumar þrautir voru.
Ég held að Danger Zone gæti verið mögulega inflatuð vegna þess að ég og félagi minn voru bara með tvær litlar dýnur og urðu kannski smá hræddir við fallhættuna.
Endilega editaðu bara þrautirnar og breyttu því í gráðuna sem þér finnst viðeigandi 🙂