Grjótglíma

Grjótglíma (boulder)

Grjótglímur er hægt að stunda bæði innan- og utanhúss. Oftast er klifrað í lágum klettabeltum eða steinum sem eru um 2 til 3 metrar á hæð. Þú ert ekki bundinn af því að vera með félaga til þess að stunda grjótglímu eins og í sportklifri. Það er samt sem áður þannig að þetta er sú grein klifurs þar sem félagsskapurinn er hvað mestur. Oft myndast mikil stemming meðal klifrara þegar margir koma saman við að leysa grjótglímuþrautir.

Búnaður

Til þess að stunda grjótglímu þarf aðeins klifurskó og kalkpoka. Þegar farið er út í náttúruna að klifra í klettum er samt einnig æskilegt að vera með dýnu.

TútturkalkpokiDýna

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru þó nokkur grjótglímuklifursvæði í Reykjavík og nágrenni. Það stærsta er Jósepsdalur en einnig eru minni svæði í Öskjuhlíð og Hafnarfirðinum.

Námskeið

Það er ekki nauðsynlegt að sækja námskeið til þess að fara að stunda þessa tegund klifurs. Margir byrja bara á því að kaupa sér aðgangskort í klifursal. Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á veturna í Klifurhúsinu. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Leave a Reply

Skip to toolbar