Pöstin
Í Pöstunum eru 13 boltaðar leiðir og 2 skráðar dótaleiðir, 10-25 metra háar. Klettarnir, sem eru gamlir sjávarhamrar, eru fallega mótaðir og klifrið þar er mjög skemmtilegt. Lengst af voru aðeins þrjár boltaðar leiðir á svæðinu (Perestrojka, Geirvartan og Langi seli) og aragrúi af dótaleiðum, en svæðið hefur svæðið verið tekið í gegn, leiðirnar endurboltaðar og settar upp 10 nýjar sportleiðir.
Klifursvæðið er á landareign bóndans á Hvammi og hann hefur gefið klifrurum leyfi til að klifra þarna með því skilyrði að umgengni sé góð.
Örlítið lengra (6,7km) en Pöstin, rétt vestan við Steina er lítill drangur sunnan við veginn. Drangurinn heitir Arnarhóll eða Össudrangur eftir því hvaða kort er skoðað. Hér hafa verið klifraðar þrjár leiðir.
- Maður lifandi – 5.10c – Trad
- Dimmalimm – 5.8 – Trad
- Svartigaldur – 5.11d/512a – Sport
Directions
Klettarnir eru norðan megin við þjóðveg 1. Til að komast að svæðinu er ekið inn afleggjarann hjá Hvammi og svo til hægri á vegslóða sem tekur mann nánast upp að klettunum.