Skólinn var byrjaður en hverjum er ekki sama…! Stefnan var tekin beint upp í Vaðalfjöllin við fyrst tækifæri! Bíllinn var fylltur af Dýnum, mat, bjór og hinum og þessum bráðnauðsinjum (n**tó**k?). Á leiðinni til Kristós keyrðum við fram á roadkill dauðans, það var köttur í svona 20 hlutum splattaður yfir ALLANN veginn og var hann tekinn með í nesti. Við komum seint um kveld til hina ástkæru Ketilstaða og voru kertaljósin tendruð og klósettið prufukeyrt.
Skólinn var byrjaður en hverjum er ekki sama…! Stefnan var tekin beint upp í Vaðalfjöllin við fyrst tækifæri! Bíllinn var fylltur af Dýnum, mat, bjór og hinum og þessum bráðnauðsinjum (n**tó**k?). Á leiðinni til Kristós keyrðum við fram á roadkill dauðans, það var köttur í svona 20 hlutum splattaður yfir ALLANN veginn og var hann tekinn með í nesti. Við komum seint um kveld til hina ástkæru Ketilstaða og voru kertaljósin tendruð og klósettið prufukeyrt.
Morguninn eftir “at the crack of noon” rúlluðum við af stað í léttri rigningu og eins og fróðir vita skiptir það ekki máli því undir 40 gráðu yfirhangi er allt þurrt! Eins og búist var við var kalkið úr síðustu ferð enn á veggnum og ekki vottur af vatni neinstaðar, nema umþabil 5-6 metrum frá veggnum. Það var sól annaðslagið og hef ég aldrei á æfinni fundið eins mikið friction! Það var líkt og veggurinn væri að reina soga okkur í sig! Við klifruðum eins og brjálaðir Allann daginn fram á kvöld og voru allir pumpaðir í drasl og með skinnið í ræmum! Ekkert gefið eftir! HÚHA!
Kristó reindi nokkrum sinnum við Left radical ecro punk 8a+ og fann síðan seinna um daginn að hægt er að bæta enn meira við hana, þannig að hún gæti orðið fyrsta 9a+ leiðin á ísl og lengsta traverse í heiminum geiminum (íslandi). Teknar voru NOKKRAR myndir af því og hef ég ákveðið að smella þeim í eitt stop motion myndband sem ætti að koma bráðum.
Daginn eftir klifruðum við álíka mikið en vildum ekki skilja Súkku greyið útundan og fórum því í jeppa leiðangur um kveldið. Það tókst þó ekki að finna takmörk Súkkunnar og finnst mér að Ameríski herinn ætti að hætta að framleiða skriðdreka og fá sér bara Súkku.. Við fórum í hin Vaðalfjöll. Þar fundum við einn erfiðasta boulder klett landsins þar sem fyrsta 9c+ leiðin verður gerð! Án gríns… btw komiði með vírbusta áður en þið farið á þetta svæði! Á leiðinni heim komust við síðan að því að þú átt ekki að biðja mann með atiglisbrest að stíra fyrir þig í smá stund því hann sér ALLTAF eitthvað spennandi út um gluggann 😀 Allir komu þó heilir heim með hjartað í buxunum og harðsperrur dauðans.