Jonatan ásamt fríðu föruneyti hefur hreinsað stein við Munkaþverá og segir hann steininn vera góðan, að á honum séu gæðaleiðir og í kringum hann góð lending. Þau fundu um 10 leiðir á steininum og er mynd af honum meðfylgjandi.
Við þökkum þeim kærlega fyrir lofsvert framtak og hvetjum alla til að senda inn upplýsingar um klifur víðsvegar um landið.