Annað klifurmótið af fjórum var haldið í Klifurhúsinu um helgina. Búið var að hreinsa gripin af öllum veggjum og setja upp nýjar fyrsta flokks leiðir fyrir mótið. Leiðirnar í ár voru skemmtilegar og margar hverjar erfiðar. Leiðirnar voru settar upp af Eyþór, Kristó og Valda.
Eins og flestir vita er búið að skipa nýja stjórn í Klifurhúsinu og var gaman að sjá nýtt skipulag á geymslum, lager og búri. Einnig er einn veggurinn ný málaður og flottur.
Úrslit mótsins eru eftirfarandi:
Strákar 16 ára og eldri
Kjartan Björnsson 1.sæti
Kjartan Jónsson 2.sæti
Andri Már Ómarsson 3.sæti
Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti
Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti
Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti
Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti
Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti