Tag Archives: traditional

Stúkan

Leið 7 (vinstri lína) 🙂 🙂 🙂
20m
Farið uppundir augljóst þak (EK) og sveigt til h. Þaðan er skemmtilegri sprungu fylgt upp á topp.

Snævarr Guðmundsson, Torfi Hjaltason, ́79

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Leikvöllurinn

Leið 2 🙂
5.2-5.6
Nokkur afbrigði. Auðveldasta leiðin er upp á lága syllu, beint upp sléttan vegg (5-6m), til h yfir í næstu sprungu og síðan beint af augum. Erfiðasta leiðin er beint upp vegginn að og upp á syllu og örlítið til v upp.

Björn Vilhjálmsson, Einar Steingrímsson , ́78

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Stallar

Leið 20
30m
Byrjað á stórri, svartri syllu, austan við C18. Góð byrjendaleið í svipuðum stíl og Leikvöllurinn. Skorningi fylgt upp í gróf, þaðan eru mismunandi leiðir færar (EK).

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Snösin

Leið 16
30m
Lokuðu horni (h-megin við hornið frá C15) fylgt upp á brík (EK), þaðan inn í víða gróf og augljósri línu fylgt upp.

Björgvin Richardsson, Snævarr Guðmundss., ́79

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Hvíti depillinn

Leið 12
30m
Miðsprungan á svarta veggnum. Fyrri parturinn er 5.10 en seinni hlutinn 5.7 með tveimur mögulegum endaköflum. Í leiðinni var komið fyrir fleyg vegna þess hve tortryggð hún var að hluta. Gefur að öðru leyti góðar tryggingar, en með löngu millibili.

Páll Sveinsson, Þorsteinn Guðjónsson, ́87

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Skip to toolbar