Tag Archives: topo

A17

Leið 17
25m
Byrjunin er í augljósu horni v-vegin við miðju stóru syllunnar. Horninu fylgt og þaðan beint upp á sylluna. Þaðan er spurngu h-megin við lítið þak (EK) fylgt upp.

Guðmundur H Christensen, Páll Sveinsson, ́86

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Skitan

Leið 14
25m
Byrjun af stórum stalli, til h framhjá slútti (EK), aftur til v að miðju þaksins og þaðan beint upp, að hallandi syllu (vandasamar tryggingar). Þaðan beint upp.

William Gregory, Björn Vilhjálmsson, ́79

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Slæmir vinir

Leið 8
20m
Farið upp á stallinn fyrir neðan A7. Lengst til h er fingrasprunga. Hún er klifin upp að litlu þaki og þar til h er grunn sprunga. Henni fylgt upp á aflíðandi stalla (leið A11) og upp.

Páll Sveinsson, Jón Geirsson, ́86

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Rennan

Leið 7 🙂
20-25m
Farið upp á stallinn v megin (brölt til h), af stallinum upp rennu að slútandi skorðusteini. Beint yfir hann (EK) eða til v (léttara) og þaðan áfram upp til h.

Björn Vilhjálmsson, Einar Steingrímsson, ́78

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Leiðarvísar

Hnappavellir Boulder

Hnappavellir BoulderHnappavellir er stærsta klifursvæði á Íslandi og þar er tonn af klifurleiðum. Í þessum leiðarvísi eru 140 klifurleiðir á Hnappavallahömrum og í Salthöfða. Flott kort og góðar leiðarlísingar koma þér örugglega á svæðið og svo eru steinar og svæði merkt vel þannig að þú fáir að klifra flottustu boulder vandamál með sem minnstum fyrirvara.

Myndir í leiðarvísinum eru í lit og lífið hefur aldrei verið betra. Og auðvitað er leiðarvísirinn bæði á íslensku og ensku.

 

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2013
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Reykjanes Boulder

ForsíðaÍ Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík. Svæðin eru öll í minni kantinum en engu að síður skemmtileg í klifri og falleg og þar að auki nálægt höfuðborginni. Í Öskjuhlíðinni stíga margir fyrstu skrefin sín í grjótglímu og er þá gott að hafa leiðarvísinn við höndina.   Í Reykjanes Boulder eru skráðar 108 grjótglímuleiðir sem eru frá 5a til 7c.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2010
Klifursvæði: Gálgaklettar, Hörzl, Valbjargargjá, Öskjuhlíð
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Jósepsdalur Boulder

Jósepsdalur front pageSnemma á þessari öld var byrjað að klifra í Einstæðingi í Jósepsdal. Sumarið 2007 fóru klifrarar að klifra í steinunum í brekkunni og leyndist þar fjöldinn allur af háklassa grjótglímuþrautum. Nú hafa hátt í 100 þrautir verið klifraðar á svæðinu sem er orðið stærsta grjótglímusvæðið á suðvestur-horninu.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2009
Klifursvæði: Jósepsdalur
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Hnappavallahamrar Klifurhandbók

Leiðarvísirinn er uppfullur af fróðleik um þetta stærsta klifursvæði Íslands. Í hann eru skráðar allar kletta-, ís- og dótaklifurleiðir sem klifraðar hafa verið á Völlunum. Einnig eru þar að finna þó nokkrar grjótglímuþrautir.

Eftir: Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason
Útgáfuár: 2008
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Sportklifur og dótaklifur
Sölustaðir: Klifurhúsið

PDF:

Skip to toolbar