Tag Archives: þórshöfn

Þórshöfn

Heimilisfang: Langanesvegi 18b
Sími: 468 1515
Heimasíða: www.langanesbyggd.is
Heimasíða fyrir sundlaug: www.sundlaugar.is
Netfang: sveitarstjori@langanesbyggd.is

Klifurveggurinn stendur í Íþróttahúsi bæjarins á milli tveggja límtrés bita sem er undirstaða hússins. Veggurinn er nánast lóðréttur neðst en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar er farið í hann. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er þar hægt að stunda bæði ofanvaðs- og sportklifur. Tvær klirfurlínur eru í veggnum sem hægt er að nota.

Ofarlega á veggnum var komið fyrir kassa sem myndar skemmtilegt þak til að klifra á og einnig aðstöðu fyrir björgunarsveitamenn til að gera æfingar.

Það er ekki hægt að legja klifurskó á staðnum.

Opnunartími

Sumar:
Helgar: 11:00-17:00
Virka daga: 8:00-20:00

Vetur:
Mánudag til fimmtudags 16:00-20:00
Föstudaga 15:00-19:00
Laugardaga 11:00-14:00
Sunnudaga lokað

Verð

Það kostar 500 krónur til að komast í vegginn og þá er einnig hægt að fara í sund og heitan pott.

Myndir

 

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Nýr klifurveggur í Þórshöfn

Nýr klifurveggur hefur verið settur upp í íþróttahúsinu í Þórshöfn. Veggurinn fékk eitt bil í íþróttahúsinu á milli tveggja límtrésbita sem mynda boga þaksins í íþróttahúsinu. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er möguleiki á því að lengja hann. Neðst niðri er veggurinn nánast lóðréttur en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar dregur. Ofarlega á veggnum er stór kassi með góðu þaki en þar getur björgunarsveitin æft björgunaraðgerðir eins og sprungubjörgun. Boltar og akkeri eru í veggnum þannig að bæði er hægt að æfa þar ofanvaðs- og sportklifur. 200 klifurgrip voru fengin frá Nicros í Bandaríkjunum til að setja á vegginn.

Friðfinnur Gísli Skúlason kom hugmyndinni af stað og fékk hjálp smiða til að setja vegginn upp en veggurinn var kostaður af Ungmennafélagi Langnesinga, Björgunsveitinni Hafliði og Langanesbyggð.

Skip to toolbar