Tag Archives: tækni

Sportklifur

Sportklifur

Sportklifurleiðir eru vanalega um 8 til 30 metrar og eru klifrararnir tryggðir með línu. Á sportklifursvæðum er búið að koma fyrir augum í klettunum til þess að tryggja klifrarana. Til eru mismunandi aðferðir við að klifra leiðir. Þar ber helst að nefna: Beint af augum, Flash (Leiftra), rauðpunt eða ofanvaður.

 

Það er nauðsynlegt að stíga fyrstu skrefin í klettaklifri með vönum leiðbeinenda eða sækja námskeið í sportklifi.

Búnaður

Til þess að geta stundað sportklifur utanhúss þarf hver klifrari að eiga: klifurskó, kalkpoka og belti. Sá búnaður sem er “sameiginlegur” er: klifurlína, læst karabína, ca. 8 tvistar og tryggingartæki (t.d. túba eða grigri).

TútturkalkpokiBeltiKlifurlína KarabínaTvisturTúbaGrigri

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru sportklifursvæði víða um landið en það stærsta er Hnappavellir í Öræfasveit. Valshamar er mikið sótt af klifrurum á fögrum sumarkvöldum og er afar byrjendavænt. Það er staðsett í Eilífsdal í Esjunni.

Námskeið

Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á sumrin. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Grjótglíma

Grjótglíma (boulder)

Grjótglímur er hægt að stunda bæði innan- og utanhúss. Oftast er klifrað í lágum klettabeltum eða steinum sem eru um 2 til 3 metrar á hæð. Þú ert ekki bundinn af því að vera með félaga til þess að stunda grjótglímu eins og í sportklifri. Það er samt sem áður þannig að þetta er sú grein klifurs þar sem félagsskapurinn er hvað mestur. Oft myndast mikil stemming meðal klifrara þegar margir koma saman við að leysa grjótglímuþrautir.

Búnaður

Til þess að stunda grjótglímu þarf aðeins klifurskó og kalkpoka. Þegar farið er út í náttúruna að klifra í klettum er samt einnig æskilegt að vera með dýnu.

TútturkalkpokiDýna

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru þó nokkur grjótglímuklifursvæði í Reykjavík og nágrenni. Það stærsta er Jósepsdalur en einnig eru minni svæði í Öskjuhlíð og Hafnarfirðinum.

Námskeið

Það er ekki nauðsynlegt að sækja námskeið til þess að fara að stunda þessa tegund klifurs. Margir byrja bara á því að kaupa sér aðgangskort í klifursal. Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á veturna í Klifurhúsinu. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Skip to toolbar