Leiðina vantar á mynd, er á veggnum undir sunnanverðum brúarstöplinum („sunnan við brú” í leiðarvísi). Auðvelt er að síga niður að leiðinni úr akkeri í brúarstöplinum.
Gráða í leiðarvísi er röng, en leiðin er víst nær efri hlutanum á 5.10 (b-d). Þó er hægt að taka 5.12-legri útgáfu af leiðinni ef farið er beint upp og sprungan hægra megin ekki notuð.
Munnmælasögur herma að leiðin sé ekki alslæm, og fái minni athygli en hún verðskuldar.