Nýji klifur leiðarvísirinn Reykjanes Boulder er loksins kominn í búðir. Í leiðarvísinum eru tekin fyrir fjögur grjótglímu klifursvæði; Öskjuhlíð, Gálgaklettar, Valbjargargjá og Hörzl við Hauga. Fjöldi leiða á svæðunum er á milli 18-44 og eru þær samtals 108 í bókinni. Ekkert af þessum svæðum hafa áður komið út í leiðarvísi og er þetta góð viðbót við klifurmenninguna á Íslandi.
Vísirinn er í sama stíl og Jósepsdalur Boulder sem var gefinn út í fyrra nema bara flottari. Hægt er að nálgast leiðarvísinn í Klifurhúsinu og Fjallakofanum.
Við fórum tveir félagar frá Laugarvatni að skoða nýtt grjótglímusvæði staðsett á Miðdalsfjalli rétt fyrir ofan Laugarvatn. Leiðin lá upp jeppaslóða við Miðdal og er svæðið um fimm kílómetra frá afleggjaranum. Slóðinn er frekar leiðinlegur en þokkalegur jepplingur ætti að ráða við hann.
Svæðið er klettabelti sem liggur skammt frá Gullkistunni, sem er lítill áberandi hnúkur ofan á Miðdalsfjalli, sem geymir eina boltaða leið, Jómfrúin (5,5). Lendingin undir flestum leiðum er þokkaleg en stundum mikill halli og eitthvað um stóra grjóthnullunga. Grjótið er sumstaðar mjög hvasst, hálfgjört hraun, og lítið viðnám í því.
Við fundum einn stakan stein á svæðinu og glímdum við hann, ásamt því að kíkja á skemmtilegt yfirhang í klettabeltinu. Fjölmargar leiðir litu dagsins ljós og enn fleiri “projekt”. Það verður án efa glímt við svæðið aftur á næstunni.
Klifur þar sem notast er við búnað í stað handa til að komast á topp.
Alpine climbing
Alpaklifur/fjallaklifur
Alpaklifurleiðir hafa oft markmið að enda á einhverskonar tind eða hápunkti.
Alpaklifur klofnaði frá fjallgöngum þar sem að klifrið einblýndi meira á leiðina sem var farin frekar en tindinn sem var endað á.
Til að klifrarar gætu farið erfiðari og meira krefjandi alpaklifurleiðir þá þurftu þeir að vera færir í klifri í klettum, á ís og í snjó.
Alpaklifurleið getur innihaldið allt þrennt í einni leið eða bara einn stíl.
Til að æfa fyrir alpaklifur fóru klifrarar að klifra styttri leiðir (einnar spananar) í klettum og ís.
Þessar æfingar urðu svo að sér klifurstílum eins og dótaklifri, sportklifri og ísklifri.
Þessir stílar fóru svo að snúast meira um leiðina sjálfa og erfiðleika hennar en markmiðið með að enda á einverskonar tindi fékk minna vægi eða ekkert.
Þetta ferli hélt svo áfram og æfingar fyrir sport- og dótaklifur urðu að grjótglímu og inniklifri og æfingar inni spruttu af sér hraðaklifur og kvikan stíl
Big wall
Fjölspannaklifur
Klifurleið sem tekur margar línulengdir til að klára.
Boulder
Grjótglíma
Klifur þar sem notast er við dýnur til að verja fall.
Crack climbing
Sprunguklifur
Klifur eftir sprungu í vegg.
Deepwater solo
Vatnsklifur?
Klifur þar sem vatn/sjór fyrir neðan klifurleiðina er eina trygging klifrarans.
Drytool
Þurrtólun
Klettaklifurleiðir sem eru klifraðar með ísöxum og mannbroddum en eru þurrar og íslausar.
Þessi stíll er stundaður á bergi þar sem sport og dótaklifur henta ekki vel.
Athugið að skráðar sport eða dótaklifurleiðir skal aldrei klifra með ísöxum, þar sem það rispar og skemmir bergið.
Free solo
Einklifur?
Klifur án nokkurar tryggingar eða öryggis.
Highball
Háglíma
Grjótglímuleð sem fer það hátt upp að hætta getur stafað af.
Ice climbing
Ísklifur
Klifurleiðir sem þar sem einungis er klifrað á ís og til þess eru notaðar ísaxir og mannbroddar.
Ísklifur er stundað í frosnum fossum, á jöklum og á sprey ís sem getur myndast nálægt vatnsmeiri fossum sem ekki ná að frjósa.
Indoor climbing
Artificial climbing
Inniklifur/manngert klifur, Einskonar regnhlífarhugtak yfir klifurstíla sem eru stundaðir innanhúss eða á manngerðum veggjum.
Lead climbing
Leiðsluklifur
Form klifurs þar sem klifrari kemur fyrir tryggingum í klettinum á meðan er klifrað (dótaklifur) eða klippir línuna í búnað sem komið hefur verið fyrir í leiðinni (sportklifur).
Mixed climbing
Blandað klifur
Klifurleiðir sem eru klifraðar með ísöxum og í mannbroddum. Hluti af klifurleiðinni er á ís en hluti af leiðinni er á bergi.
Klettahlutar í blönduðum klifurleiðum eru ýmist tryggðar með hnetum og vinum líkt og í dótaklifri eða boltum hefur verið komið fyrir líkt og í sportklifri.
Multi pitch climbing
Fjölspannaklifur
Klifurleið sem er meira en ein línulengd, getur verið í hvaða klifurstíl sem er.
Rock climbing
Klettaklifur
Einskonar regnhlífarhugtak sem nær yfir dótaklifur, sportklifur, grjótglímu, þurrtólun, stigaklifur, sawanobori og hverskonar klifur sem er stundað úti á klettum.
Speed climbing
Hraðaklifur
Ein af ólympíugreinum klifurs, einskonar lóðrétt hlaup.
Hraðaklifur er alltaf stundað á eins klifurleiðum á eins veggjum og hingað til hefur
leiðinni ekki verið breytt.
Eins og nafnið gefur til kynna er hraðaklifur keppni um að komast sem hraðast á topp leiðar.
Heimsmetið í hraðaklifri er 5,2 sek á 15m vegg.
Sport climbing
Sportklifur
Klifur þar sem notast er við reipi og annan búnað til að verja fall. Boltum (augum) hefur þá verið komið fyrir í veggnum.
Sawanobori
Vatnsklifur/fossaklifur
Klifurstíll sem á uppruna sinn að rekja til Japan og er að megninu til stundaður þar.
Í fossaklifri er á fylgt alla leið að uppruna sínum, á móti straumnum í gegnum fossa flúðir og hyli.
Enn sem er hafa engar slíkar leiðir verið skráðar á Íslandi.
Top-rope
Ofanvaður
Tegund klifurs þar sem línan er tryggð í akkeri á toppi leiðar áður en byrjað er að klifra.
Traditional climbing
Dótaklifur
Tegund klifurs þar sem klifrari kemur sjálfur fyrir tryggingum í klettinum (oftast í sprungum).
Winter climbin
Vetrarklifur
Einskonar regnhlífarhugtak yfir ísklifur, blandað klifur, alpaklifur, þurrtólun, háfjallaklifur alla þá klifurstíla sem eru stundaðir að vetri til, í vetrar aðstæðum eða með ísöxum.
HOLDS
GRIP
Bicycle
Hjólagrip
Grip klemmt með fótunum þannig að annar fóturinn ýtir en hinn togar í tákrók. Oftast notað í yfirhangi eða þaki.
Campus
Fótalaust klifur
Klifur þar sem einungis hendurnar eru notaðar.
Crimp
Fingraklifur
Lítil grip sem reyna mikið á fingurgómana.
Gaston
Gaston
Grip sem er bara gott ef haldið er í það frá hlið með olnbogann snúinn út frá líkamanum.
Jug
Krús (juggari)
Stór og djúp grip.
Match
Sameina
Báðar hendur settar á sömu höldu.
Mono
Puttahola
Lítil hola þar sem er bara hægt að koma fyrir einum putta. Einnig til tveggja- og þriggja puttaholur.
Pinch
Kreistugrip
Grip sem er tekið um með fingrum og þumli.
Side pull
Hliðargrip
Lóðrétt grip sem er einungis hægt að halda í með því að toga til hliðar (eins og gaston en snýr akkúrat öfugt).
Sloper
Ávalar höldur
Sleip/slétt grip. Lófinn oft notaður til að halda gripi.
Undercling
Undirtak
Haldið í grip þar sem lófinn snýr upp.
MOVEMENT
HREYFING
Cross-over
Krossa
Fara með aðra hendina yfir hina til að ná í næstu festu.
Deadpoint
Dauðpunkta
Löng hreyfing án stökks þar sem mistök valda falli.
Drop knee
Hnédýfa
Eftir að stigið er á fótfestu er fætinum snúið inn á við og hnéð beygt. Þannig er oft hægt að koma líkamanum nær veggnum svo hægt sé að ná í næstu festu.
Dyno
Eðlustökk
Þegar sá sem klifrar stekkur til að ná á milli gripa.
Flag
Flagga
Þegar fótur er settur út til að auka jafnvægi.
Heel hook
Hælkrókur
Hællinn settur á höldu og tekur þar með þyngd af höndunum. Yfirleitt notað í yfirhangi eða þaki.
Hip roll
Mjaðmasnúningur
Mjöðminni snúið til hliðar til að koma henni nær veggnum og taka þannig þyngd af höndunum.
Knee-bar
Hnélás
Fótur og neðri hluti læris settur á milli tveggja flata þannig spenna myndast. Góð staða sem er oft gott að hvíla hendur í.
Lay back
?
Þá eru fæturnir notaðir til að ýta líkamanum til hliðar svo hægt sé að halda í hliðargrip.
Lock Off
Læsa
Halda í grip með annarri hendi og toga upp með nógu miklum styrk til að geta fært hina hendina á næsta grip.
Mantle
Mjaka
Þegar klifrað er upp á brún, svipað og þegar farið er upp úr sundlaug
Smear
Smyrja
Sólinn settur á steininn þar sem eru engin augljós fótstíg. Oft notað í slabb klifri.
Stem
Strompklifur
Líkamanum haldið upp með því að pressa höndum og/eða fótum í sinn hvorn vegginn sem eru á móti hvor öðrum eða mynda einhverskonar horn.
Step-trough
Krossskref?
Stigið inn á við fyrir framan fótinn sem stígur á vegginn. Oft notað í hliðrunum (traverse).
Swap feet
Fótaskipti
Skipt um fót á sömu fótfestu.
Top-out
Toppa
Þegar grjótglímuleið endar með því að klifrað er upp á steininn.
Traverse
Hliðrun
Þegar klifrað er til hliðar (ekki upp).
Twist lock
?
Hreyfing mikið notuð í yfirhangs klifri. Þá er snúið upp á líkamann þannig að önnur öxlin fer fram en hin aftur og getur maður þannig náð að teygja sig lengra upp vegginn.
ACHIVEMENTS
AFREK
On-sight
Beint af augum
Klifra leið í fyrstu tilraun án þess að hafa fengið upplýsingar um leiðina fyrirfram.
Flash
Blossi
Klifra leið í fyrstu tilraun með því að fá upplýsingar um leiðina fyrirfram.
Redpoint
Rauðpunkta
Klifra leið eftir að hafa farið yfir hreyfingar eða fengið upplýsingar um leiðina.
Greenpoint
Grænpunkta
Sportklifurleið klifruð í dótaklifurstíl án þess að nota bolta.
Pinkpoint
Bleikpunk
Klifurleið leidd án falls en öllum tryggingum hefur verið komið fyrir í leiðinni áður en lagt er af stað.
Oftast notað í dótaklifri en á sumum stöðum í heiminum eru sportklifurleiðir ekki taldar hafa verið rauðpunktaðar nema að
tvistum hafi verið komið fyrir á meðan klifrað er.
Almennt gera sportklifrarar ekki mun á bleikpunkti og rauðpunkti né setja út á það að leið klifruð beint af augum eða í blossa hafi verið með tvistum í áður en lagt er af stað.
Toprope
Ofanvað
Leið klifruð þar sem öryggislínu hefur verið komið fyrir á toppinum.
Ofanvað býður oftast upp á styttri föll og mýkri föll auk meiri öryggistilfinningu.
Ofanvað er oft notað til gamans eða æfinga og skiptir ekki máli hvort að klifrari setjist í línuna, fái smá stuðning frá henni eða komist á toppinn yfir höfið.
CRAG
KLETTAR
Slab
Slabb
Aflíðandi klettur.
Vertical
Lóðrétt
Lóðréttur klettur.
Overhanging
Yfirhangandi/slúttandi
Yfirhangandi klettur.
Roof
Þak
Klettur sem er það mikið yfirhangandi að hann er láréttur
OTHER
ANNAÐ
Belayer
Tryggjari
Sá sem tryggir klifrarann með því að stjórna reipinu.
Brake hand
Bremsuhendi
Hönd tryggjara sem heldur klifurlínu öruggri.
Clip
Klippa
Notað í sportklifri þegar línan er fest í karabínu eða tvist.
Elvis leg
Elvisinn
Þegar fætur skjálfa óstjórnlega í klifri vegna mikillar áreynslu.
Beta
Lausn
Upplýsingar um hvernig á að klifra ákveðna klifurleið.
Krux
Erfiður kafli (EK)
Erfiðasti partur leiðar.
Pitch
Spönn
Sú lengd klifurleiðar sem er hægt að framkvæma með einni línulengd. Sjá fjölspannaklifur.
Pumped
Pumpuð/pumpaður
Líkamlegt ástand sem veldur minni styrk í framhandleggjum þegar verið er að klifra.
Ground
Brotlenda (gránda)
Notað í sportklifri þegar klifrari dettur í jörðina áður en línan nær að grípa hann.
Problem
Grjótglímuleið
Notað í grjótglímu um klifurleið.
Route
Leið/klifurleið
Leið upp kletta, ís eða tilbúinn vegg sem einhver hefur klifrað áður og klifrari reynir að endurtaka.
Project
Verkefni
Klifurleið í vinnslu. Meðan unnið er að því að klifra klifurleið í fyrsta sinn og þar með búa hana til.
Verkefni geta verið ýmist opin eða lokuð. Opin verkefni eru opin fyrir hvern sem er til að verða fyrstur til að klifra leiðina en lokuð verkefni bíða þess að sá sem lagði vinnu í að gera leiðina nái að klifra hana.
Einnig eru til persónuleg verkefni þar sem að klifrari setur mikla vinnu í að ná að klifra skráða klifurleið.
Oftast eru persónuleg verkefni nálægt getumörkum viðkomandi klifara.
COMMANDS
SKIPANIR
Take!
Taka!
Þegar klifrari gefst upp og vill setjast í línuna.
Slack
Gefa!
Þegar klifrari vill fá meiri slaka á línuna.
Stone!
Steinn!
Öskra “STEEEEEINN” þegar þú setur af stað stein sem getur valdið öðrum hættu.
Ice!
Ís
Það sem maður öskrar þegar ís fellur úr ísklifurleið.
Rope!
Lína!
Öskra “LÍNA” þegar lína er hreynsuð úr leið.
GEAR
BÚNARÐUR
Belay device
Tryggingartól
Bolt
Bolti
Cam/Camalot/Frends
Vinir
Carabiner
Karabína
Chalk
Kalk
Climbing helmet
Klifurhjálmur
Climbing shoes
Klifurskór (túttur)
Crampons
Mannbroddar/broddar
Dogbone
bein
Hanger
Auga
Harness
Klifurbelti/Belti
Hex
Hexur
Ice axe
Ísexi
Ice screw
Ísskrúfa
Nut
Hneta
Piton
Fleygur
Quickdraw
Tvistur
Rope
Lína
Screamer
Öskrari
Bein í tvist með laust saumuðum lykkjum. Ef klifrari dettur í öskrara þá rifna lykkjurnar, öskrarinn lengist áður en hann grípur og hann drekkur í sig hluta af orkunni úr fallinu og setur þannig minna álag á trygginguna sem tvisturinn er klipptur í.
Eftir að hafa heyrt orðróm um ágæti námusteinanna í Geldinganesi ákváðu þeir Jónas (Jonni) og Kári að skoða svæðið nánar. Í námunni fundu þeir fjóra ágætis steina og klifruðu á þeim um 15-20 leiðir sem þeir skýrðu og gráðuðu. Leiðirnar eru í léttari kantinum en eflaust er hægt að bæta við nokkrum leiðum. Jonni var ánægður með árangurinn og útilokar ekki að þarna sé hægt að finna fleiri steina. Eftir daginn tóku félagarnir leiðirnar saman og settu í smá leiðarvísi en hann er hægt að sækja hér.
Nokkrar nýjar grjótglímuleiðir hafa einnig verið klifraðar á Háabjalla og hafa leiðirnar verið skráðar inn á Klifur.is.
Þann 19. júní gerðust merk tímamót á Hnappavöllum þegar hann Valdimar Björnsson klifraði Kamar probbann 7C+ (8a?) sem er erfiðasta boulderleið á Íslandi. Kamar probbinn er staðsettur fyrir aftan hinn víðfræga kamar á Hnappavöllum. Settur hefur verið upp bolti fyrir ofan leiðina og fór Valdi hana í toprope, hins vegar er beðið eftir hetju sem vill láta ljós sitt skína og high ball-a hana þar sem leiðin er 7m.
Undanfarin ár hefur áhuginn á boulderi farið stig vaxandi. Margir nýjir probbar hafa verið klifraðir og mörg ný boulder klifursvæði uppgötvuð, þar má nefna Vaðalfjöll sem er talið vera eitt besta bouldersvæðið á Íslandi þótt ekki sé langt síðan klifrarar byrjuðu að klifra þar á fullu.
Til hamingju Valdi með þennan merka sigur og við bíðum öll spennt eftir 8a eða 8a+.
Klifrað var á grjótglímusvæði við rætur Akrafjalls um helgina. Lítið hefur verið klifrað á svæðinu og voru margar nýjar leiðir klifraðar, þar á meðal Besta leiðin 6c, sem þykir vera mjög skemmtileg. Nýju leiðirnar hafa þegar verið settar inn á Klifur.is.
Nokkuð var um mosa á óklifruðum leiðum og var þess vegna gott að hafa með sér góðan vírbursta til að hreinsa hann í burtu.
Klifursvæðið var auðvelt að finna þar sem það er á fyrstu klettunum sem komið er að þegar ekið er upp að fjallinu. Eftir að hafa klifrað í nokkurn tíma ákvað hópurinn að ganga aðeins um svæðið og athuga hvort meira klifur væri á svæðinu. Þegar horft er yfir svæðið sér maður að þarna er heill hellingur af klettum en þó fannst ekki mikið af klifurleiðum í þessum göngutúr sem var frekar svekkjandi.
Enginn af gestunum höfðu áður klifrað á klifursvæðinu og voru allir ánægðir með daginn og ánægðir með svæðið þó að ekki hafi fundist mikið klifur ofar í brekkunum. Ekki er þó öll von úti því göngutúrinn náði engan veginn að klára allt svæðið og er alveg óhætt að mæla með þessu svæði.
Mikið var klifrað um helgina í Vaðalfjöllum. Dótaklifur hefur lengi verið stundað á hrauntappanum en nýlega hafa klifrarar farið að stunda þar grjótglímu og hafa nú verið klifraðar þar um 30-40 grjótglímuleiðir. Eru klifrarar almennt sammála um það að Vaðalfjöll sé eitt flottasta grjótglímusvæðið á Íslandi.
Grjótglímusvæðið er við rætur stærsta hrauntappans í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Tveir aðrir hrauntappar eru í nágrenninu en þeir eru kallaðir Litla- og Stóra Búrfell en á Stóra-Búrfelli er einnig möguleikar á nokkrum línum. Grjótglímusvæðið er vestan megin á Vaðalfjöllum og skiptist í 6 svæði. Hægt er að stunda þar klifur jafnvel þó að það rigni vegna mikils yfirhangs.
Hægt er að skoða myndir frá helginni og einnig hægt að sækja myndir af klettunum í Steinabankanum.
Fjalla Teymið Blogg og ljósmyndasíða um ísklifur, klettaklifur og aðra útiveru. Einnig kort af ísklifurleiðum á Íslandi.
Klifurfréttir og greinar
8a Fréttasíða um flest form klettaklifurs auk þess að vera gagnagrunnur fyrir leiðir sem klifraðar eru út um allan heim. Hægt er að skrá sig inn og skrá niður leiðir sem maður hefur klifrað, góð leið til að halda utan um leiðir sem maður hefur klifrað. Á forsíðunni myndast oft mjög skrautlegar umræður um hin ýmsu ádeilumál innan klettaklifursamfélagsins.
Climbing Magazine Bandarísk fréttasíða um öll form klifurs auk þess að vera heimasvæði bandaríska klifurblaðsins Climbing Magazine.
UKC Bresk klifurfréttasíða þar sem margar mjög góðar greinar er að finna um klifur.
Planet Mountains Ítölsk klifurfréttasíða á ítölsku og ensku. Margar góðar greinar eru þar að finna um allskonar klifur í alpafjöllum og Evrópu almennt.
Matt Segal Bloggsíða Matt Segal. Sem hefur verið að Dótaklifra margar erfiðar leiðir.
Daniel Woods Bloggsíða búlderhetjunnar Daniel Woods.
Paxti Usobiaga Heimasvæði eins besta keppnisklifrara í heiminum sem er alltaf að vinna world cups í sportklifri og sportklifra eitthvað klikkað í fyrstu eða annarri tilraun.
Lynn Hill Bloggsíða Lynn Hill sem er mjög fræg fyrir að hafa klifrað The Nose í Yosemite fyrst allra, sem var mjög mikið klifurafrek ekki síst fyrir klifurkonur. Hún hefur ekkert bloggað síðan 2008 en heyrst hefur að hún sé að sinna börnunum og megi ekki vera að þessu.
Nalla Hukkataival Bloggsíða finnska búldertröllsins Nalla Hukkataival sem hefur verið að klifra allar erfiðustu grjótglímuþrautir í heiminum undanfarin ár og setja upp sínar eigin.
Jason Kehl Blogg og upplýsingasíða um listamanninn og búlderklifrarann Jason Kehl.
Lindsay Lohan Bloggsíða um stórbrotið líf Lindsay Lohans, sem er ekki klifrari eða neitt í áttina heldur skemmtikraftur í Hollywood.
Vinirnir Ásbjörn, Róbert, Daníel, Ingvar og Rannveig komu á dögunum úr hetjuferð sinni til Kanada og Ameríku. Hópurinn sem var styrktur af fyrirtækjum og félögum lagði af stað 4. janúar síðastliðinn og kom heim til Íslands í lok apríl.
Ferðin byrjaði í Seattle í Bandaríkjunum. Þar verslaði hópurinn sér bíl sem var svo ekið til Kanada þar sem var skíðað og ísklifrað. Eftir þriggja mánaða veru í Kanada var svo haldið til Ameríku þar sem var meðal annars klifrað í Joshua Tree og Red Rocks.
Áður en lagt var af stað í ferðina kom hópurinn sér upp heimasíðu þar sem er hægt að lesa um ferðina og skoða flott video sem þau settu inn.
Nýr leiðarvísir er kominn á netið. Leiðarvísirinn er af Valshamri í Eilífsdal og voru það Sigurður, Skarphéðinn og Björgvin sem áttu þetta framtak. Leiðarvísirinn var gefinn út í fyrra í ársriti Ísalp.
Nokkrar nýjar leiðir hafa bæst við síðustu ár og er nú fjöldi leiða í hamrinum 25 talsins. Flestar leiðirnar eru boltaðar og eru frá 5.4 upp í 5.11+.
Heilmiklar leysingar hafa átt sér stað í Jósepsdal að undanförnu og er allur snjór að hörfa þaðan svo hratt að hyldjúpt stöðuvatn hefur myndast. Þetta er ekkert grín og er myndin til að sanna það!
Orsök þessa er sú að sólin er farin að vera til kl 8 á kvöldin og veðrið hefur bara verið hið spakasta! Það lítur allt út fyrir að það verði svona áfram ef eitthvað má marka jákvæðisspá klifur.is. Mælum við með því að fólk fari nú að drattast á hin og þessi klifursvæði og láti til sín taka!
Nýtt klifursvæði hefur fundist á Reykjarnesinu. Þetta er grjótglímusvæði sem Stefán Smárason fann og er staðsett í Valbjargagjá. Klifursvæðið er á litlu klettabelti nálægt Reykjarnesvita og eins og margir vita er útsýnið á því svæði ekki á lakari endanum. Klifrið í Valbjargargjá er mjög flott en flestar leiðirnar þar eru í nettu yfirhangi. Bergið er frekar sérstakt með nóg af puttaholum og köntum og lendingin er góð. Ekki er búið að klifra mikið á svæðinu en þar er möguleiki á um 20 klifurleiðum.
Sigurður Tómas klifrar Gullkorn (5.10d) á Hnappavöllum 21. Júní 2009
Extreme climbing in Iceland and hot models!
Bouldering in Hnappavellir this summer of 2009. Sweet boulders to do over here and loads more to open!!!! Edit by Valdimar
Hjalti Andrés og Jafet Klifra í Sýrfellshrauninu.
Grjótglíma. fyrstur upp er Eyþór og probbinn er í Jósepsdal á steininum “einstæðíngi”, hann er neðst í brekkuni. Síðan er probbinn undir “Als odda”, valdi klípir í hann. Upptaka frá Maríönnu & Valdimari. Júlí – Ágúst 2009.
Bouldering in Iceland. Hnappavellir is on the south-east coast close to Skaftafell and Jósepsdalur is a vally and is very close to Reykjavik.
This video is from Joshua Tree in California Good Trad climbing and good sun.
Kjartan björn climbs “Leikið á als oddi” in the summer of 2009. The route is a classic in the area of Hnappavellir, it has the grade of 5,12a. Edit by VB.
Can can, another real nice route in hnappavellir.situated on the south-east part of iceland. Marianne van der Steen climbs and Kjartan belays, the dog and I watch. Edit by VB
Í Íþróttamiðstöð Egilsstaða er að finna aðstöðu fyrir grjótglímu og sportklifur. Grjótglímuveggurinn er tæpir 4 metrar á hæð en sportklifurveggurinn um 7 metrar.
Fimleikafélagið Björk starfrækir klifurdeild innan félagsins. Þar æfa um 80 krakkar á öllum aldri klifur. Einnig geta klifrarar komið og klifrað í veggnum á opnunartíma hússins. Allan búnað er hægt að fá leigðan á staðnum en gerð er krafa um grunnkunnáttu í línuklifri til þess að geta klifrað í línuklifurveggnum.
Í Björk er 7 metra hár línuklifurveggur og einnig er boulderveggur. Í línuklifurveggnum er aðallega klifrað með ofanvaði. Námskeið fyrir foreldra eru haldin tvisvar sinnum á ári og eru þau auglýst sérstaklega.
Opnunartími
Vetur:
Mánudaga til föstudaga 08:00 til 23:00
Sumar:
Mánudaga til föstudaga 08:00 til 23:00
Laugardaga og sunnudaga 09:00 til 19:00
Lokað í júlí
Verð
Eitt skipti: 800 kr.
Eitt skipti 18 ára og yngri: 400 kr.
Nemendur við menntaskólann og háskólann á Laugarvatni hafa æfingaraðstöðu í björgunarsveitarhúsinu Lindarskógi 1. Veggurinn er 6-7 metra hár og þar er stunduð grjótglíma og eru dýnur undir öllum veggjum. Einnig er möguleiki að klifra í ofanvaði. Klifurskó og kalk verður maður að koma með sjálfur.
Umsjónarmaður veggjarins er Smári, sími: 862-5614.
Opnunartími
Vetur:
Mánudaga og fimmtudaga 16-18 eða hafa samband við umsjónarmann.
Sportklifurleiðir eru vanalega um 8 til 30 metrar og eru klifrararnir tryggðir með línu. Á sportklifursvæðum er búið að koma fyrir augum í klettunum til þess að tryggja klifrarana. Til eru mismunandi aðferðir við að klifra leiðir. Þar ber helst að nefna: Beint af augum, Flash (Leiftra), rauðpunt eða ofanvaður.
Það er nauðsynlegt að stíga fyrstu skrefin í klettaklifri með vönum leiðbeinenda eða sækja námskeið í sportklifi.
Búnaður
Til þess að geta stundað sportklifur utanhúss þarf hver klifrari að eiga: klifurskó, kalkpoka og belti. Sá búnaður sem er “sameiginlegur” er: klifurlína, læst karabína, ca. 8 tvistar og tryggingartæki (t.d. túba eða grigri).
Það eru sportklifursvæði víða um landið en það stærsta er Hnappavellir í Öræfasveit. Valshamar er mikið sótt af klifrurum á fögrum sumarkvöldum og er afar byrjendavænt. Það er staðsett í Eilífsdal í Esjunni.
Námskeið
Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á sumrin. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru að finna á heimasíðu Klifurhússins.