Tag Archives: klettaklifur
Sumar & klifur
Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.
Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.
Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.
Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.
Það verður spennandi að sjá hvernig menn skipuleggja ferðir sínar þetta sumarið enda er eldsneytisverð hátt. Góð lausn er að fylla alltaf bílinn af fólki og kaupa kvöldmatinn saman sem hópur. Það eru rúmir 350 km aðra leið á Hnappavelli frá Reykjavík sem samsvarar um 700 km báðar leiðir. Miðað við núverandi verð á 95 octan bensíni myndi það kosta bíl sem eyðir 7 lítrum á hundraði u.þ.b. 11.200 krónur. Með því að deila bensín kostnaði niðar á fjóra gera þetta um 2800 krónur á mann.
Nú borða allir eðal mat á Hnappavöllum, allt annað en eðal matur myndi líklega hafa neikvæða áhrif á klifrið hjá manni. Segjum að þú kaupir mat fyrir tvö til þrjú þúsund kall og leggur það saman við bensín verðið þá myndi Hnappavallaferðin kosta þig rúmlega fimm til sex þúsund krónur.
Þetta er ekki svo slæmt. Hvernig myndir þú verðsetja ferð á Hnappavelli, sem veitir þér tvo fulla daga af hetju klifri, ef verður leyfir 😉 og tvo og hálfan dag með klifurvinum og félögum þínum. Eru fimm til sex þúsund krónur þá of miklir peningar?
En hvað um það! Það eru margar sportleiðir sem bíða eftir mönnum og einnig er fullt af grjótglímu probbum, sem hafa beðið allan veturinn eftir að komast í snertingu við okkur enn og aftur.
Það eru ansi margir með sín eigin prójekt og hafa unnið stíft í allan vetur til þess að ná markmiðum sínum nú í sumar.
Í stuttu máli þá verður mjög spennandi að sjá árangurinn hjá mönnum eftir sumarið og miðað við það hversu sterkir margir hafa orðið á síðastliðnu ári þá verður haustið sérlega fréttnæmt.
Svo smellti ég saman stuttu myndbandi frá ýmsum leiðum á Hnappavöllum og Jósepsdal til þess að gera biðina eftir sumrinu styttri 🙂
Skógurinn á Reykjanesi
Valdimar hefur sett saman enn eitt klifurmyndbandið. Í þessu myndbandi sem heitir “Svanurinn, Háibjalli” erum við Valdi að prófa í fyrsta skifti að klifra á þessum skemmtilega steini við Háabjalla á Reykjanesinu. Steinninn var vel mosavaxinn og við gáfum okkur góðan tíma í að þrífa steininn.
Í byrjun reyndum við að klifra leið sem liggur upp miðjan steininn. Leiðin er í nettu yfirhangi og fer upp slópera og lítil grip. Sú lína er ennþá óklifruð. Svanurinn 6b, fer aðeins til hægri og endar í langri hreyfingu upp á brún í flottan vasa.
Á steininum eru einnig Funky Joe 6a+ og Litlu flugurnar 6a.
Linkar
Klifur á Íslandi
-
Klifurhúsið
Heimasvæði Klifurhússins, þar sem hlutirnir gerast. Skútuvogur 1g. -
Björk
Heimasíða fimleikafélagsins Björk sem hefur að geyma fínan leiðsluklifurvegg. -
Ísalp
Umræðusíða um íslenska alpastemmningu. -
Fjalla Teymið
Blogg og ljósmyndasíða um ísklifur, klettaklifur og aðra útiveru. Einnig kort af ísklifurleiðum á Íslandi.
-
8a
Fréttasíða um flest form klettaklifurs auk þess að vera gagnagrunnur fyrir leiðir sem klifraðar eru út um allan heim. Hægt er að skrá sig inn og skrá niður leiðir sem maður hefur klifrað, góð leið til að halda utan um leiðir sem maður hefur klifrað. Á forsíðunni myndast oft mjög skrautlegar umræður um hin ýmsu ádeilumál innan klettaklifursamfélagsins. -
Climbing Magazine
Bandarísk fréttasíða um öll form klifurs auk þess að vera heimasvæði bandaríska klifurblaðsins Climbing Magazine. -
UKC
Bresk klifurfréttasíða þar sem margar mjög góðar greinar er að finna um klifur. -
Planet Mountains
Ítölsk klifurfréttasíða á ítölsku og ensku. Margar góðar greinar eru þar að finna um allskonar klifur í alpafjöllum og Evrópu almennt. -
Escalar
Heimasvæði spænska klifurblaðsins Escalar.
Klifurfréttir og greinar
-
Pimpin And Crimpin
Blogg og fréttasíða klifrara sem finnast þeir og klifur almennt vera geðveikt pimp. -
DeadPointMag
Síða Deadpointamagazine. Síða sem klifurfólk í Boulder, Colorado skrifa mikið inná. -
Dave MacLeod
Bloggsíða skoska klifursjarmatröllsins Dave MacLeods. Þar er að finna ýmis góð þjálfunartrix og yfirlit yfir það sem á daga hans dregur. -
Paul Robinson
Bloggsíða Paul Robinsons eins af efnilegustu grjótglímurum í heiminum. -
Ethan Pringles
Bloggsíða Ethan Pringles -
Matt Segal
Bloggsíða Matt Segal. Sem hefur verið að Dótaklifra margar erfiðar leiðir. -
Daniel Woods
Bloggsíða búlderhetjunnar Daniel Woods. -
Paxti Usobiaga
Heimasvæði eins besta keppnisklifrara í heiminum sem er alltaf að vinna world cups í sportklifri og sportklifra eitthvað klikkað í fyrstu eða annarri tilraun. -
Lynn Hill
Bloggsíða Lynn Hill sem er mjög fræg fyrir að hafa klifrað The Nose í Yosemite fyrst allra, sem var mjög mikið klifurafrek ekki síst fyrir klifurkonur. Hún hefur ekkert bloggað síðan 2008 en heyrst hefur að hún sé að sinna börnunum og megi ekki vera að þessu. -
Lisa Rands
Heimasvæði Lisu Rands. -
Nalla Hukkataival
Bloggsíða finnska búldertröllsins Nalla Hukkataival sem hefur verið að klifra allar erfiðustu grjótglímuþrautir í heiminum undanfarin ár og setja upp sínar eigin. -
Jason Kehl
Blogg og upplýsingasíða um listamanninn og búlderklifrarann Jason Kehl. -
Lindsay Lohan
Bloggsíða um stórbrotið líf Lindsay Lohans, sem er ekki klifrari eða neitt í áttina heldur skemmtikraftur í Hollywood.