Smugan 6b
Deilir fyrstu 2 augum með Bláber og síðustu 3 með Sleipner. 9 augu + akkeri með karabínu.
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
Deilir fyrstu 2 augum með Bláber og síðustu 3 með Sleipner. 9 augu + akkeri með karabínu.
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
8 augu + akkeri.
Þeim fer fækkandi línunum sem eru í boði á Arnarklettum. Löng og ævintýranleg leið.
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
4 boltar + akkeri. Skemmtileg og stutt leið.
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
3 augu + akkeri. Deilir akkeri með Skip ahoj.
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
5 boltar + akkeri. Flottur veggur með góðum gripum. Auðbjörg er bátur sem hvílir nú undir nýju snjóflóðavarnargörðunum.
FF. Einar Sveinn
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
Blá lína á mynd.
Þægileg byrjenda leið sem reynir aðeins á jafnvægis kúnstir. Nefnd eftir hversu mikið þurfti að kúbeinast til þess að hreinsa þessa leið.
FF: Alex.
Crag | Norðurfjörður |
Sector | Tækni og Vísinda svæði |
Type | sport |
Blá lína á mynd.
Jafnt klifur á góðum tökum. Nefnd eftir hljóðinu sem kom þegar kúbein klangraðist upp við klettinn.
Boltuð af Knút Garðarssyni og Alex
FF: Knútur Garðarsson.
Crag | Norðurfjörður |
Sector | Tækni og Vísinda svæði |
Type | sport |
Blá lína á mynd.
Ævintýraleg sport leið með stromp. Mikil STEMning.
FF: Knútur Garðarsson.
Crag | Norðurfjörður |
Sector | Tækni og Vísinda |
Type | sport |
15 m
5.9+ (HVS 5a)
Augljós hryggur klifraður á skemmtilegum hraunmyndunum, upp bratta vegginn yfir stóra grjótglímusteininum, lúmsk leið sem er nokkuð lengri og brattari en hún virðist vera í fyrstu. Mestmegnis ágætar tryggingar, að undanskyldum toppnum, þar sem vanda þar tryggingavalið. Í efsta hluta leiðarinnar var klifrað til hægri, þar sem grófin beint upp í toppinn þarfnast smá hreinsunar, og er líklega töluvert erfiðara en fyrri hluti. Lítið er um akkeristryggingar á brúninni, best er að ganga um 15 m að litlu hvalbaki sem býður upp á góðar akkeristryggingar.
Klettarnir í og í kringum Selvík eru á köflum mjög traustir í sér og bjóða oft upp á mjög fínar tryggingar fyrir erfitt dótaklifur, sérstaklega þar sem hraunlögin eru há og heilleg. Hentar sérstaklega vel til dótaklifurs (enda sjávarhamrar). Á einhverjum stöðum eru klettarnir lausir í sér, en það er yfirleitt augljóst og gæði bergs minni þar sem er mikil lagskipting. Ysta lag basaltsins veðrast á einkennilegan hátt, sem veldur því að það er einskonar sandlag utan á flestum gripum og gerir því bæði fyrir hand og fótfestur aðeins vandasamari (eins og að klifra á fínum sandsteini). Yfirleitt er þó lítið mál að bursta þetta ysta lag af.
FF Sigurður Ý. Richter, 2023
Crag | Hólmsberg |
Sector | Loðnusteinn |
Type | trad |
8 augu + akkeri með karabínu. Nefnd eftir skonnortunni hans Wathne en hún fórst í fárviðri 1869. Eitthvað léttari ef farið er framhjá þakinu til vinstri í byrjun leiðar. Leynigrip ofarlega til hægri í efra þaki.
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
8 boltar + toppakkeri. Skemmtileg og strembin leið þar sem sverir fingur eru ekki endilega kostur.
Sett upp af: Einar Sveinn Jónsson
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
Leið 8,5 (E3 5c) ***(*)
Leiðin fylgir austurhrygg Loddudrangs upp á topp. Magnað klifur upp langa leið á einstökum festum. Langt á milli trygginga á einum kafla, annars sprengjuheldar tryggingar með reglulegu millibili.
FF Sigurður Ý. Richter 2023
Crag | Hnappavellir |
Sector | Sandar |
Type | trad |
Leið 7,5
The obvious cracksystem to the left of Arnarhreiðrið. Ground up first ascent in two days and pinkpoint in the end. Checken out and cleaned the lower Part on the Day before and left the gear in because i expected to need a lot more time . Tried it the next Day and got lucky. Doesn’ t really makes a different tough because you only place gear while resting anyways. Two boulders with a good rest in the middle. Difficulty does really Dependance on height and wingspan. Topout has been cleanen alot after the ascent . Gear: Green c3, yellow slider,black totem, 2x blue totem, yellow totem, 3x purple totem, Green totem, 2x Orange totem, dmm offset nut Nr 10
Stíf leið upp suðurhlíð drangsins, með augljósum erfiðasta kafla fyrir miðju, mjög tæknileg, en tryggingar góðar alla leið. Gráða óstaðfest, en líklega í efri hluta 5.12.
Upprunalega bleikpunktuð (e. pinkpoint) þar sem einhverjar tryggingar voru enn í fyrri hluta leiðar eftir fyrri tilraun.
FF Felux Bub, 2023
Crag | Hnappavellir |
Sector | Sandar |
Type | trad |
HS *
Sem stendur auðveldasta klifraða leiðin upp á Loddudrang. Í neðri hluta fylgir leiðin augljósri, auðtryggðri sprungu austan megin á norðurhlið Loddudrangs, upp á litla syllu. Ath, ekki fylgja sprunginni eftir sylluna upp á slabbið, þar sem sprungan hverfur eftir 2-3 metra. Þess í stað er hliðrað upp á steininn hægra meginn. Af steininum er klifrað upp á slabbið vinstar megin við strompinn. Slabbið er auðvelt, en mjög gróið, og fáar tryggingar eftir strompinn. Skemmtilegt klifur, en engu að síðar vandasamt í toppinn.
Tveir möguleikar til að síga niður:
FF Sigurður Ý. Richter, 2023
Crag | Hnappavellir |
Sector | Sandar |
Type | trad |
Leið 18,5 (HVS 5a)
Nefnd eftir rjúpunni sem var svo ólánssöm að verða í vegi frumfarenda á akstrinum á leið til Hnappavalla kvöldið áður.
Augljós fingrasprunga klifruð upp á syllu. Þaðan er vandræðalegur strompur klifraður vinstra megin (vandasamar tryggingar) upp undir lítið þak. Undan þakinu er klifrað til hægri upp víða grófina upp á topp. Leiðin var upprunalega klifruð upp á topp, en hægt er að síga úr öðru hvoru akkerinu í leiðunum í kring.
FF Sigurður Ý. Richter & Ólafur Ragnar Helgason, 2023
Crag | Hnappavellir |
Sector | Hádegishamar |
Type | trad |
Leið nr 5 ***
E2 6a, 50 m
Ekki láta blekkjast, þakið er alveg jafn langt og það virðist vera. Stórskemmtilegar, íþróttamannslegar hreyfingar á milli tröllafesta. Leiðin byrjar á hægra slabbinu (erfiðara) eða inni í grófinni (blautt og slímugt). Eftir það er nokkrum vel völdum tryggingum komið fyrir undir þakinu og síðan lagt af stað í pumpandi kampusþakið. Góðar tryggingar í og eftir þakið. Eftir þakið er um 15 metrar af mun auðveldara klifri upp á stóra syllu. Af syllunni er hægt að síga af stóru grjóti, eða klifra örstutta aukaspönn upp á topp (6 m 5.5).
FF Sigurður Ý. Richter, 2023
Crag | Norðurfjörður |
Sector | Dægradvalar svæði |
Type | trad |
Augljós lítill drangur austast í Íþróttahamrinum, sem auðkennist af stórri lóðréttri sprungu sem klýfur dranginn. Þessi sprunga er klifruð í lúmskum bratta, en á góðum festum.
Til að komast af drangnum er annað hvort hægt að strengja línuna yfir dranginn og síga samtímis, eða brölta niður norður hlið drangsins (mjög auðvelt, 3 m brölt, en laust á köflum).
10 m, leið nr 7
FF Sigurður Ý. Richter & Magnús Ólafur Magnússon, 2023
Crag | Norðurfjörður |
Sector | Íþrótta og leikja svæði |
Type | trad |
5 augu + akkeri. Skemmtilegur kanntaklifurprobbi. Sögusagnir herma að í klettinum finnist mikið af gulli og í sólinni getur maður séð gullið glitra í berginu.
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
8 augu held ég plús akkeri með karabínu. Há og ævintýraleg leið sem fær adrenalínið til að flæða. Klifrað í kverk alla leið upp á topp. Nefnd eftir stöku bláberi sem fannst í leiðinni þegar hún var hreinsuð.
Crag | Seyðisfjörður |
Sector | Arnarklettar |
Type | sport |
Leið 1A
Nefnd eftir samnefndri heimildarmynd sem kynnir helstu staðhætti í Öræfasveit, líkt og Ingólfshöfða svo eitthvað sé nefnt. Myndin gefur fallega sýn af náttúru og mannlífi í Öræfasveit um miðja síðustu öld.
https://www.islandpaafilm.dk/is/node/55987
Crag | Hnappavellir |
Sector | Miðskjól |
Type | sport |