Guðfaðirinn 5.7

Létt og auðtryggjanleg sprunga, nú þéttboltuð. Góð byrjendaleið og svæðið býður upp á meira. Hentar vel til að æfa dótaklifurleiðslu.

Hún er á sama stuðli og óklárað Project nr13.

Upp sandbrekkurnar ofan við Toy Story svæðið.

FF: Árni Stefán Halldorsen

Crag Hnappavellir
Sector Sandar
Type sport

Nón 5a 5.5

Grænn

5.5

Smá hreyfing til að komast af jörðinni og svo mjög þægileg. Smá löng hreyfing í endan ef maður vill grípa alveg í efstu brún. Mjög þétt boltuð enda líklega ein léttasta leiðin á Völlunum og mun vonandi henta börnu og byrjendum vel. 5 boltar og akkeri með tveimur bínum. Frumfarin í gúmmístígvélum.

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Crag Hnappavellir
Sector Hádegishamar
Type sport

Tígris 6c 5.11a

Tígris, 5.10d/5.11a
Sirka 50m vinstra megin við Leikið á als oddi. Leiðin var upphaflega hugsuð beint eftir boltalínunni en klifruð aðeins meira til vinstri í frumferð. Beint upp (hægra megin við hornið fyrst og svo á horninu) er mun erfiðara. Stuð og fjör og ansi frábrugðin hefðbundnu Hnappó klifri.
ATH: varist að fara langt til vinstri í efri hlutanum í flögur og kanta þar, ekki laust en talsvert tómahljóð í því.


FF: Ólafur Þór Kristinsson & Árni Stefán Halldorsen

Crag Hnappavellir
Sector Ölduból
Type sport

Ljósaskipti

Græn

5.5 9m

Fjórir boltar og akkeri með karabínu. Nokkuð jafnt klifur, aflíðandi byrjun með köntum og verður svo brattara eftir syllu en þá nær maður að stemma í horninu og fín grip beggja megin. Vel klifranleg en reikna með að síga aftur í hana við tækifæri og hreinsa aðeins meira.

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2021

Crag Hnappavellir
Sector Hádegishamar
Type sport

Aftann 4a 5.3

Gula línan
Aftann, á bilinu 5.2-5.5
Þægilegir stallar í byrjun og verður svo aðeins brattari í lokin.

Hentar mjög vel fyrir fyrstu leiðslu en gæti þurft að passa að z-klippa ekki 😀 (sem sagt stutt milli bolta).

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Crag Hnappavellir
Sector Hádegishamar
Type sport

Kráin 6a 5.9

Blá
Kráin, bíður fleiri uppferða en líklega 5.8-10a. Deilir byrjun með Kötlu sem er líklega það sem gefur gráðuna. Þaðan upp til hægri í dásamlegt layback sem verður aðeins strembnara í toppinn. Akkeri með hring.

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Crag Hnappavellir
Sector Ölduból
Type sport

Katla 6c+ 5.11b

Græn

Skemmtilegur byrjunarprobbi upp í hvíld og svo skemmtilegt klifur upp að áberandi og hressandi krúxi fyrir toppinn. Tveir boltar í toppnum, annar með hring og hinn með feitum maillon (ekki “alvöru” akkeri).

5.11b

FF: Árni Stefán Halldorsen, sumar 2023

Crag Hnappavellir
Sector Ölduból
Type sport

Krafla 5c

Fjólublá – Krafla,

Vinstra megin við Krakatá. Fullt af fínum gripum og ágætis upphitunarleið fyrir svæðið. Ævintýri. Miðjukrúx og svo annað á réttum stað. Gott að tryggjari sé með hjálm þar til hún er búin að klifrast til, gæti verið meira laust grjót í hellisskútanum. Tveir boltar í akkeri, þar af annar með hring (ekki “alvöru” akkeri).

5.8/9

FF: Árni Stefán Halldorsen, ágúst 2023

Crag Hnappavellir
Sector Ölduból
Type sport

Gyllti dvergurinn 6a 5.9

Hefst á skemmtilegu klifri upp að létt yfirhangandi kafla, skemmtilegt klifur. Smá krúx við þriðja bolta að komast upp á bumbuna en þaðan sameinast hún “Gyllinæðinni” upp í topp.

Ágætis viðbót við svæðið. Hreinsast sjálfsagt aðeins betur með meiri umferð og því ber að fara varlega fyrst um sinn.

Gráðan er einhvers staðar á bilinu A9.5+ (A kerfið er nýtt og stendur fyrir Akranes gráður…)

FF: Þórður Sævarsson

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport
Skip to toolbar