Hitt saurgatið 5.5

Leið 2

Stutt, auðtryggjanleg sprunga milli Heyvagninsins á horninu og Internetsins.
Saurgatið má finna í miðri leið, en þar er þröngur og djúpur mónó sem býður upp á skemmtilegan en varasaman “mónó-lás”.

(Engar upplýsingar fundust um leiðina þó svo hún hafi mjög líklega verið klifruð áður, svo gráða og nafn eru ekki heilög)

Crag Pöstin
Type trad

Klifur í Valshamri


Vegna ábendinga frá stjórn sumarhúsaeigenda í Eilífsdal er rétt að ítreka fyrir klifrurum sem koma með hunda að hafa stjórn á þeim, hafa þá helst í bandi og láta þá ekki gelta óstjórnanlega. Minnum einnig á að það á ekki að ganga upp að hamrinum gegnum sumarhúsaland heldur út með girðingunni, tekur enga stund og er bara góð upphitun.
Höldum friðinn, sýnum tillitssemi og höldum áfram að klifra í Valshamri.


Due to complaints from landowners in Elífsdal please keep your dogs under control, minimize barking and preferably keep them on a leash.
Also, when walking up to the cliff do not go through private land. Take the path running along the fench. It´s a short walk and a good warm up.
Lets keep the peace and keep on climbing in Valshamar.

Hólmavík

Hólmavík er fyrsta bæjarfélagið sem komið er að á Vestfjörðum. Vestfirðir eru þekktir fyrir að hafa þéttara og fastara berg heldur en suðurlandið og suðvesturhornið.

Í Hólmavík hefur eitthvað verið farið af grjótglímuþrautum en einnig eru hærri hamrar þar sem að nokkrar spotklifurleiðir eru í vinnslu.

1. Inni í bænum

1. Vömbin – project
2. Tannlausi álfurinn – 5A
3. Roy Rogers – 5B
4. Estrogen – 6A+
5. Daiya – 5C
6. Oumph – 6C

 

Garún Garún 7a+ 5.11d

Leið númer 12 á mynd

3m hægra megin við Gandreið (leið númer 4)

Stíf leið og erfið aðkoma. Best er að klifra Svarta turninn eða ganga upp gilið þar, ganga svo eftir toppnum á Búahömrum og síga niður á sylluna þar sem að leiðirnar eru. Sigboltar eru til staðar uppi.

FF: Sigurður Tómas Þórisson og Valdimar Björnsson

Crag Búahamrar
Sector Nálin
Type sport

Svarti turninn 6a 5.8

Leið númer 31 á mynd

Staðsetning:

Búahamrar í Esju, um 100 metrum vestan við Rauða turninn.

F.F.: 6/7/´09 – Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi).

Lýsing leiðar:

1. spönn: 5.7 – 30 m.

2. spönn: 5.8 – 15 m.

3. spönn: 5.3 – 50 m (tengispönn, brekka með stuttu hafti).

4. spönn: 5.8 – 10 m.

Fyrsta spönn er löng og brött á köflum, erfiðust fyrstu 15 metrana. 9 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Önnur spönn liggur upp einskonar berggang og endar í víðum strompi og þar er krúxið. 5 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Þriðja spönn liggur upp grasbrekku sem leiðir að stuttu og léttu klettahafti með einum bolta. Þar fyrir ofan er stutt brekka upp í eins-bolta megintryggingu.

Fjórða spönn liggur upp víða sprungu (off-width). Á einum stað þrengist sprungan og verður þar mjög hentug fyrir meðalstóran hnefa. 4 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Niðurleið:

Við mælum eindregið með því að klifrarar gangi niður. Best er að fara nokkra metra til vesturs og þar niður gil, fylgja svo klettaveggnum þar til komið er að þröngu og bröttu gili. Sjá leiðarvísi.

Búnaður:

60 metra lína + 11 tvistar.

ATH!!

Við erum búnir að hreinsa leiðina nokkuð vel en þó geta leynst staðir þar sem bergið er laust. Því er nauðsynlegt að nota hjálm. Varast skal að klifra út úr leið í fyrstu spönn.

Njótið vel! Það væri gaman að heyra frá þeim sem klifra leiðina, t.d. athugasemdir um gráðun o.s.frv.

Leiðarvísir og myndir

Crag Búahamrar
Sector Turnarnir
Type sport

Vopnahlé 5.7

Leið nr 2.

Ekki óvitlaust að vera frekar statískur og blíður í hreyfingum þar sem tvö megingripin í og undir þakinu eru greinilega ekki hluti af klettinum.
Fleygur var skilinn eftir í tortryggðari kaflanum í byrjun.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type trad

Bakþankar 5.6

Leið nr 1.

Leiðin fylgir greinilegri sprungu upp miðjan vegginn, og er ýmist í eða vinstra megin við sprunguna.
Ágætis byrjun og dálítið í fangið með góðum tryggingum. Léttist ofar, en eftir því sem ofar dregur verður klifrið líka lausara, illtyggjanlegra og almennt bara leiðinlegt.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type trad

Sætur álfur 5a 5.5

Leið númer 6

6. Sætur álfur (5.5) Léttari útgáfa af Ljóta álfinum, en hentar ekki öllum sem byrjendaleið (alla vega ekki í leiðslu). Sæti álfurinn liggur upp hornið vinstra megin á stórum tökum upp á ögn tæpt slabb og sameinast Ljóta álfinum við þriðja bolta.
Leiðirnar voru hreinsaðar eftir bestu getu en nálgist þær af skynsemi til að byrja með og notið hjálm.

FF: Þórður Sævarsson

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Skírarinn 6a+ 5.9

Leið númer 4

4. Skírarinn (5.8-9?) var boltuð á Skírdag og liggur beint upp breiða sprungu í byrjun á þægilegum tökum en þverar ögn til vinstri undir áberandi stóra flögu í miðri leið (ekki fara mikið í flöguna). Erfitt klifur yfir slabb á tæpum fótum og köntum, ekki fara út fyrir slabbið á vinstri hlið. Sameinast leið 5 þegar komið er yfir slabbið. Létt og skemmtileg eftir það. Leiðina má sjálfsagt gera erfiðari með því að fara beint upp slabbið í byrjun og sleppa sprungunni.

FF: Þórður Sævarsson

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Lýsisperlan 6a+ 5.9

Leið númer 1

Lýsisperlan (5.8-9?), liggur alveg upp hornið og sameinast leið 2 um miðja leið. Lyktar áberadi af Múkka spýju. Byrjar á brölti upp á stall, létt klifur. Vel í fangið eftir það og tæpt klifur á litlum köntum og flögum en breytist fljótt í stór og þægileg tök. Flott leið, ekki ósvipuð nágrannanum hægra megin, Hreiðrinu.

FF: Þórður Sævarsson

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Ljótur álfur 6a+ 5.9

Leið númer 7.

Leiðin er gömul og var boltuð af félögum úr Björgunarfélagi Akraness. Leiðin byrjar á slabbi og upp í góða hvíld undir litlu þaki. Áfram yfir þakið á litlum köntum og jafnvægishreyfingum. Endar á þægilegum tökum upp í topp. Sagan segir að leiðin hafi einhvern tíman gengið undir nafninu Gyllinæð. Eins og margar leiðir er þessi léttari ef hún er farin meira til vinstri á stærri tökum og þásniðið framhjá þakinu, þá varla meira en 5.7-5.8.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport
Skip to toolbar