Leið númer 18 á mynd.
Háklassa leið sem allir ættu að prófa. Leiðin ferðast upp mest áberandi vegginn á sectornum tæpa 30m. Aðeins þarf að þræða á milli bstu gripana í byrjun en eftir 3. bolta ferðast línan nokkuð beint upp.
Leiðin var boltuð á tveimur dögum í ágúst 2016. Sex manna teymi var í þrjá daga að skoða þetta lítt þekkta klifursvæði. Þegar boltun var lokið þurfti annar leiðasmiðana að rjúka af stað í bæinn ásamt einum úr teyminu og skildu þau við hin fjögur sem hélt áfram að klifra í firðinum og prófa nýju leiðina. Þegar komið var í Reykjavík blasti við frétt á fréttamiðlum:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/03/hlaut_opid_fotbrot_vid_klettaklifur/
Mjög ofarlega í leiðinni, þar sem erfiðustu hreyfingarnar eru, dettur klifrarinn alveg við tvist sem hún var ekki búin að ná að klippa í. Næsti bolti er það langt fyrir neðan að hún dettur og lendir á mjórri syllu og ökklabrotnar. Blóð spýtist út um allt, yfir alla leiðina, á línuna, tvistana og hressilega dropar á tryggjarann. Klifrarinn og teymið með henni höndlaði aðstæður eins vel og á er komist, stöðvuðu blæðingu, hringdu á hjálp, fengu börur og náðu að slaka henni niður brekkuna og í sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn kom frá Hólmavík og skutlaði henni í sjúkraflug frá flugvellinum á Gjögri (þar sem er príðis boulder líka).
Af þessum atburðum dregur leiðin nafn sitt.
Bolta hefur verið bætt í kaflan þar sem að slysið átti sér stað og ætti leiðin að vera eins örugg og a verður kosið.
FF: Jónas G. Sigurðsson og Magnús Arturo Batista, ágúst 2016