Ofanleitishamar

Leið upp Ofanleitishamar frá áberandi syllu í sjávarmálinu, eini staðurinn til að komast að klettunum neðan frá á nokkur hundruð metra kafla.

Ff: Jón Vigfússon, 13. febrúar 1928, einfarin án nokkurs búnaðar. 20m. Eiginleg erfiðleikagráða er óþekkt að svo stöddu.

Báturinn Sigríður VE240 barðist utan í Ofanleitishamar og Jón Vigfússon náði að stökkva af bátnum yfir á syllu í berginu. Bátinn rak aðeins frá klettunum en hann kom svo aftur að og restin af áhöfn Sigríðar náði að stökkva til Jóns á sylluna. Því næst brotnaði báturinn í spón.

Leiðin var klifruð um há vetur og mikið af hömrunum voru ísaðir og mikill snjór var í þeim. Jón gerði atlögu við hamarinn sem að var talinn ókleyfur. Jón klifraði upp hamarinn með einn sjóhanska í munninum til að nota við að ryðja snjó frá handfestum og skólaus á sokkunum.

Klifrið hófst, bergið er frekar laust í sér og yfirhangandi nálægt brúninni. Jón náði að komast til byggða og láta vita af félögum sínum á syllunni.

Sjá nánar hér

Crag Vestmannaeyjar
Sector Ofanleitishamar
Type trad

Þverárbardagi 7c 5.12d

13 m, 6 boltar auk tveggja bolta akkeris með sighring.

Þverárbardagi er staðsett hægra megin við Karlinn í brúnni og Undir brúnni (https://www.klifur.is/problem/undir-brunni) og er því lengst til hægri af leiðum í Munkanum. Leiðin er létt yfirhangandi að karakter og byrjar á góðum gripum þar til komið er að stóru og góðu undirgripi. Eftir undirgripið er leiðin krefjandi alveg að 6 bolta. Þaðan er svo þæginlegt klifur að akkerinu. Gráðan er óstaðfest þar til hún fær fleiri klifranir en er líklega á efri mörkum 5.12. Leiðin nú önnur tveggja mjög erfiðra leiða í Munkanum, ásamt Brjálæði 5.12c sem er fyrir löngu klassík.

Leiðin var boltuð í maí 2018 og farin ári seinna, 26. maí 2019. Fær hún mikil meðmæli frá þeim sem hafa séð eða prófað.

(Friðfinnur Gísli Skúlason, 2019)

Crag Munkaþverá
Type sport

Ljósbrot 5b 5.6

Leið númer 7 á mynd. 11m, 8 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Ein af tveimur 5.6 leiðum í Munkanum. Hrun varð í klettunum árið 2013 og hrundi allstór kafli við leiðirnar Talía/Bókin sem skildi eftir sig stórt ljóst “sár” á veggnum. Talía og Bókin eru ekki samar eftir þetta en úr varð ný leið, “Ljósbrot”. Lóðrétt stór sprunga á góðum gripum og fótum, fer fyrir horn til hægri og upp. Fjölbreyttar hreyfingar alveg upp í akkeri.
(Bryndís Elva Bjarnadóttir & Magnús Arturo Batista, 2018)

Nýi sector eru leiðirnar frá vinstri að og með brotinu sem varð 2013. Á þessum kafla hafa bæst við 6 leiðir milli 2011-2019. Bókin/Talía er hvítmerkt til viðmiðunar en þær eru númer 1&2 í leiðarvísi fyrir eldra svæðið til hægri, sjá hér: https://www.klifur.is/problem/talia

  1. Frumburðurinn 5.10b
  2. Englaryk 5.9
  3. Tímaglasið 5.11a
  4. Róló 5.6
  5. Skurk 5.9
  6. Súlur-Power 5.10b
  7. Ljósbrot 5.6
  8. Niður 5.8
Crag Munkaþverá
Sector Nýji sector
Type sport

Stefnið 5.10c

Leið 1, 5.10c, 90m ***

Leiðin fylgir sjálfu stefninu á Nöfinni fyrri tvær spannirnar, og fylgir hún að mestu sömu leið og Vinstri Orgelpípur að því undanskyldu að hún liggur beint upp víðu sprunguna í annarri spönn. Mælum með tryggingum í stærri kanntinum (sprungan tekur við vinum upp í BD C4 #6)

1. spönn, 5.8 20m, byrjar við þrjá brotna stuðla yst á nefinu, fer þaðan upp um 6 metra mjög víða sprungu upp á þokkalegan stall. Nokkrar mögulegar útgáfur af þessari spönn eru í boði.
2. spönn, 5.10c 40m, fer upp augljósu, stóru sprunguna framan á stefninu. Lykilkafli leiðarinnar er um 15-20 metra sprungan sem víkkar úr höndum í mjög vítt offwidth, hágæða sprunguklifur. Eftir sprunguna er brölt-hliðrun til hægri yfir í annan stans.
3. spönn, 5.9 30m, sama lokaspönn og í Orgelpípunum tveim, hornsprungu fylgt upp á topp, í nokkuð lausu bergi á köflum, gott að hafa varann á.

FF: Sigurður Ý. Richter og Magnús Ólafur Magnússon, maí 2019

Crag Fallastakkanöf
Type trad

Vargur 5.7

20m **

Leiðin merkt með gulu (rauðu línur hvoru megin eru Lúsífer og 7-up)

Leiðin byrjar á utanverðu nefinu hægra megin við lúsífer, hægra megin við stóra þakið neðst, og upp á stóra syllu. Þaðan er utanverður stuðullinn (EK) klifinn upp á topp á skemmtilegum tökum. Bannað að nota tök í vinstri sprungu og stuðli.

FF: Sigurður Ý. Richter, 2019

Crag Stardalur
Sector Miðvesturhamrar
Type trad

Boltabullur 5.9

Hægri (bláa) línan á mynd, 20m

Hægra megin við Guðlast, aðeins laus í byrjun en batnar hjá litlu þaki. Léttara 5.8 afbryggði er vinstra megin í henni.

FF: Ólafur Ragnar Helgason og Haukur Hafsteinsson, sumarið 2006

Crag Stardalur
Sector Stiftamt
Type sport
Skip to toolbar