Smækó 5c 5.8
Leið númer 2 á mynd
Crag | Smyrlabúðir |
Type | sport |
Leið númer 2 á mynd
Crag | Smyrlabúðir |
Type | sport |
Leið númer 3 á mynd
Crag | Smyrlabúðir |
Type | sport |
Leið númer 28 á mynd.
Efsta leiðin í gilinu að svo stöddu.
Fylgir sprungu upp fyrri helming þar sem að sprungutök geta nýst vel. Seinni hluti vefar sig upp á mill stalla á toppinn
FF: Kári Brynjarsson og Jónas G. Sigurðsson, 2019
Crag | Búahamrar |
Sector | Kuldaboli |
Type | sport |
Leið númer 27 á mynd
Nokkurn vegin bein lína upp á topp, byrjar aðeins hægra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum. Í leiðinni er gamall koparhaus neðarlega og stakur bolti með keðjuhlekk ofarlega í leiðinni.
Leiðin var upprunalega klifruð sem stigaklifurleið um vetur upp úr aldamótum. Sagan segir að áður en að komist var upp á topp var hringt í þann sem var að leiða og hann boðaður í flugeldavinnu. Þá var boltinn handboraður inn og sigið niður.
FF: Árni Stefán Halldorsen og Haukur Már Sveinsson, 2012
Crag | Búahamrar |
Sector | Kuldaboli |
Type | trad |
Leið númer 25 á mynd.
Byrjar hægra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum og fyrir framan hringlaga gat (augað) í veggnum. Fylgir kverkinni sem turninn myndar alveg upp á turninn og sameinast þar Stór í Japan alveg upp á topp.
FF: Jónas G. Sigurðsson, 2018
Crag | Búahamrar |
Sector | Kuldaboli |
Type | sport |
Leið númer 24 á mynd
Byrjar vinstra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum. Fylgir hverkinni sem turninn myndar alveg upp á hann og sameinast þar Smiðsauga upp á topp.
FF: Robert A. Askew, 2018
Crag | Búahamrar |
Sector | Kuldaboli |
Type | sport |
Leið númer 23 á mynd
Leiðin byrjar neðst í gilinu og í smá grasbala. Farið er upp aðeins til vinstri í átt að áberandi turninum sem stendur útúr veggnum en svo er haldið til vinstri eftir mestu erfiðleikana.
FF: Gunnar Ingi Stefánsson, Jónas G. Sigurðsson og Sif Pétursdóttir, 2018
Crag | Búahamrar |
Sector | Kuldaboli |
Type | sport |
Leið númer 41 á mynd
Gr.: II L.: 150 m. T.: 1-11l2 klst.
Létt brölt upp austasta klettaranann. II. gr. hreyfingar efst.
Crag | Búahamrar |
Sector | Hryggirnir |
Type | trad |
Leið númer 37 á mynd
Gr.: II (hreyf. III) 5.4/5 L.: 80 m. T.: 1-2 klst.
Stutt klettarif. Skemmtilegt klifur. Erfiðust neðst og síðan haft ofarlega.
FF: Torfi Hjaltason og Snævarr Guðmundsson, september 1979.
Crag | Búahamrar |
Sector | Hryggirnir |
Type | trad |
Leið númer 34
Þriggja spanna III gr. leið austarlega i Búahömrum á klettahöfða vinstra megin við Flatnasa. Leiðin er nefnd Hvannartak.
Í frumferðarbókinni segir: Annar veggur vestan við Flatnasa. Brölt upp sprungu rétt hægra megin við hornið. Sprungan er áberandi og liggur upp til hægri. 3 spannir.
FF: Snævarr Guðmundsson og Árni Tryggvason, 7. október 1990
Crag | Búahamrar |
Sector | Turnarnir |
Type | trad |
Leið númer 33 á mynd
Leiðin byrjar í rennu eða kverk, rétt hægra megin við byrjunina á Tveggja turna tal.
Bergið er aðeins laust í sér neðst en verður umtalsvert betra eftir því sem ofar dregur.
Spönn 1: 30-40m, 5.6. Hefst í rennu eða kverk og helst í henni upp fyrstu 15m eða svo. Eftir fyrstu tryggingu fer maður inn í áberandi horn með lóðréttum pinch-um sem mynna á kalksteins túfur. Þokkalegur stans í einskonar hellisskúta með stóran stein (boulder stærð) sem hægt er að horfa á bakvið. Stansinn virkar best með stóru dóti, cam #2 og #3 myndu koma sér vel en #4 væri bestur ef að hann er með í för.
Spönn 2: 30-40m, 5.6. Úr stansinum er farið út á bjargið sem hægt er að horfa á bakvið (virkar vera alveg fast) og þaðan er smá klöngur út að næsta vegg. Næsta haft er bratt en með góðum tökum. Áberandi góð flaga liggur til vinstri og þegar komið er ofan á hana er stefnt aðeins til hægri. Góðir tryggingamöguleikar. Spönnin endar á syllunni þar sem að loka spönnin í Svarta turninum byrjar og því er hægt að tryggja seinni mann upp úr boltaða stansinum þar.
Hægt er að brölta upp hægra megin við Svarta turns spönnina (brölt og svo 3m af klifri í kverk) eða klára bara upp loka spönnina í Svarta turninum og fara svo niður klassíska niðurgöngugilið.
Í frumferð töldum við okkur vera í Loka en komumst svo að því daginn eftir að Loki er langt til vinstri frá því sem við vorum að klifra. Því er leiðin nefnd Angurboða en það er tröllskessan sem Loki eignaðist með Miðgarðsorm, Fennrisúlf og Hel.
FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 28. apríl 2018, 5.6 trad, 80+m
Crag | Búahamrar |
Sector | Turnarnir |
Type | trad |
Leið númer 20
Annað rif austan við Loka. Gráða III. 5.4/5 nefnd Gleymska
Í frumferðarbókinni segir: Fyrsti hryggur vinstra megin við Loka. III gráða, 3 spannir. Hryggnum fylgt og sigið niður í gjá á miðri leið (Ekki ósvipað Nálinni)
FF: Snævarr Guðmundsson og Árni Tryggvason, 6. janúar 1990
Crag | Búahamrar |
Sector | Loki |
Type | trad |
Leið númer 18 á mynd
Gr.: I/II L.: 100 m. T.: 1-2 klst.
Auðveldur klettahryggur og skemmtilegur. Nokkud laus í neðri hluta.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 10. nóvember 1984
Crag | Búahamrar |
Sector | Loki |
Type | trad |
Leið númer 19.
Stutt, en erfiða klettaleið af V. gráðu / 5.8 í kverkinni vestan megin í Loka.
FF: Guðmundur Helgi Christensen og Snævarr Guðmundsson, vorið 1987
Crag | Búahamrar |
Sector | Loki |
Type | trad |
Leið númer 10 á mynd
Klettarifið austan megin við Miðrif . Leiðin er ein spönn en allerfið (V. gráða / 5.7) og hlaut nafnið Austurrif.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 1986
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | trad |
Leið númer 9 á mynd
Erfið klettaklifurleið og opin í erfiðasta hluta. Gráðuð IV+/V, eða 5.7/8
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 10. apríl 1985,
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | trad |
Leið númer 8 á mynd
Gráða IV / 5.4
FF: Jón, Kristinn og Þorsteinn, október 1986
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | trad |
Leið númer 7 á mynd
Vinstramegin við Rifin eru tvö áberandi horn, stefnt er á vinstra hornið og því svo fylgt upp á brún. IV+ (5.7) 80m Mjög skemmtileg leið í góðu bergi.
FF: Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 3. nóvember 1990
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | trad |
Leið númer 2 á mynd
Klettarif austan við Skráargatið.
FF. Snævarr Guðmundsson, Árni Tryggvason og Páll Sveinsson, nóvember 1989 (2 spannir, 5.7).
Crag | Búahamrar |
Sector | Lykkjufall |
Type | trad |
Leið númer 1 á mynd
Gilið beint fyrir ofan bæinn Skriðu.
Leið upp mjög áberandi gil í klettaveggnum sunnan við 55 gráður norður. Einu erfiðleikarnir voru í fyrstu klettaspönninni og er hún lV. gráða eða 5.6.
FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, haust 1986
Crag | Búahamrar |
Sector | Lykkjufall |
Type | trad |