Klifurfréttir – Júlí 2019

Nú er sumarið í hámarki og klettaklifursvæði landsins iða af lífi.

Norðanmenn klifra mikið í Munkaþverá og hafa augun vel opin fyrir nýjum leiðum. Nýjar sportklifurleiðir sem hafa litið dagsins ljós í Munkaþverá þetta sumarið eru Súlur-Power 5.10b og Þverárbardagi 5.12d.

Fyrr í sumar kom út leiðarvísir fyrir sumar- og vetrarklifur í Búahömrum. Nú hefur þessi leiðarvísir verið uppfærður og telur nú 78 leiðir, 41 klettaklifurleið og 37 vetrarklifurleiðir. Nýjustu útgáfu leiðarvísirsins má skoða hér.

Nýja sportklifursvæðið Kuldaboli í Búahömrum heldur áfram að bæta á sig leiðum. Nýjasta leiðin er úr smíðum Rob Askew og nefnist Eltu hvítu kanínuna 5.9/5.10a.

Stuðlagil norðan Vatnajökuls virðist stefna í að verða næsti instagram viðkomustaður okkar ástkæru ferðamanna. En með svona fallega formuðum og vel veðruðum basalt stuðlum hljóta að vakna upp spurningar hjá klifrurum. Er hægt að dótaklifra þarna? Er þetta frábært klifur? Hver verður fyrstur að prófa? Fallegar myndir frá gilinu má skoða hér og hér.

Nýtt klifurhús hefur opnað í Grundarfirði. Það fékk nafnið Klifurfell, meira um það er hægt að skoða á facebook síðunni þeirra.

Nýtt grjótglímusvæði hefur verið skráð á Akranesi. Svæðið heitir Elínarhöfði og er niðri við sjóinn. Þarna er að finna 7 leiðir og vísa þær allar í Hringjadróttinssögu.

Smyrlabúðir eru nýtt klifursvæði sem er vel nýtt fyrir krakka og byrjendaklifur. Í sumar hafa bæst við tvær boltaðar leiðir í safnið og þrjár grjótglímuþrautir.

Nokkrir íslendingar eru í pílagrímsferð til Rocklands í Suður Afríku. Þeir Andri, Birkir, Egill, Eyþór og Hilmar glíma nú við rauðan sandstein. Allir hafa þeir verið að gera góða hluti og hafa verið að raða inn leiðum á gráðubilinu 7B – 8A (V8 – V11). Til stendur að eyða tveim mánuðum í Suður Afríku, svo að drengirnir eru ekkert á leiðinni heim á næstunni.

Að endingu viljum við minna alla klifrara sem nýta sér klifursvæði á Íslandi (ekki bara Hnappavelli) til að borga í boltasjóðinn.

Greitt er inn á: 111-26-100404 kt: 410302-3810, skýringin: BOLTASJ.

Sjóðurinn er notaður til þess að endurbolta gamlar leiðir, bolta nýjar og viðhalda aðstöðu á klifursvæðum landsins. Þetta kostar einungis 1500 kr á ári og þjónar einnig sem árgjald á besta klifraratjaldsvæði landsins á Hnappavöllum. Gjöf en ekki gjald!

Thanos lifir 5b 5.6

Hin prýðilegasta leið í styttri kantinum. Hún liggur vinstra megin við stóra hamarinn þar sem flestar leiðir eru, á áberandi feisi og fylgir skemmtilegri sprungu upp á þægilegan stall. Þar tekur við smá krúx og þaðan klipping í toppakkeri (sigbolti).

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Iðilia 6a

Byrjar sitjandi alveg undir klöppinni, gott tak hægra megin, lítil nibba fyrir vinstri hönd, fótstig hægra megin og hælkrókur vinstra megin. Dýnamísk hreyfing í gott tak og toppað. Flott leið alveg í sjávarmálinu og ekki hægt að komast nær sjónum án þess að blotna, líklega ekki hægt að klifra þessa nema tíðin sé góð og fjara.

Síðasta leið í videoi, byrjar á 7:59

Crag Akranes
Sector Elínarhöfði
Type boulder

Video

Róhan 6a

Leið númer 2 á mynd

Vinstra megin við Gondor. Sitjandi byrjun undir þaki, standandi á einhvers konar hraunmolum. Löng hreyfing og toppar á góðum köntum.

Fjórða leið í videoi, byrjar á 4:59

Crag Akranes
Sector Elínarhöfði
Type boulder

Video

Gondor 7a

Leið númer 3 á mynd

Algjör perla, fyrst klifruð að Ben Mokry. Byrjar liggjandi í hnúði og tákrók. Toppar eftir baráttu við tæpa kanta. Snilld. 

Þriðja leið í videoi, byrjar á 2:43

Crag Akranes
Sector Elínarhöfði
Type boulder

Video

Kazadh Dum 6b+

Byrjar í tveimur köntum og vinstri fótur á nibbu undi klettinum. Erfiðasta hreyfingin er að koma sér upp af dýnunni án þess að gefa DAB! Líklega ómögulegt fyrir þá sem eru stærri en undirritaður. Toppaer eftir flott dýnamíska hreyfingu.

Önnur leið í videoi, byrjar á 1:44

Crag Akranes
Sector Elínarhöfði
Type boulder

Video

Skip to toolbar